Störfin heim í Fjarðabyggð Jóhanna Sigfúsdóttir skrifar 3. apríl 2022 18:01 Landsbyggðin þekkir vel að með tilkomu net- og tæknivæðingar skiptir staðsetningin minna máli. Störf eru nú í meira mæli auglýst án staðsetningar, sem er ánægjuleg þróun og mun að öllum líkindum aukast með stafrænni þróun. En afhverju erum við í Fjarðabyggð þá ekki að auglýsa störf okkar án staðsetningar? Að mínu mati þá hefur Fjarðabyggð alla burði til þess að bjóða störf án staðsetningar. Fjarðabyggð er fjölkjarnasamfélag, býr yfir mannvirkjum í byggðakjörnum sem mætti nýta betur. Með því að vinna innan byggðarkjarna fær fólk meiri sveigjanleika og frelsi eykst til muna. Einnig mun akstur milli fjarða minnka verulega og skapa umhverfislegan ávinning. Múlinn í Neskaupstað hefur sannað gildi sitt sem skrifstofu- og aðstöðuklasi fjölbreyttrar starfsemi og við ættum að horfa meira til slíkra nýsköpunarsetra og skrifstofuaðstöðu án staðsetningar. Ráðhús gegna ekki eins veigamiklu hlutverki sem þjónustumiðstöð gagnvart almenningi eins og áður og engin þörf á aukinni yfirbyggingu þeirra. Við höfum lært af faraldrinum síðustu tvö ár að tækifæri eru til að starfa á ólíkum starfsstöðum. Við í Fjarðabyggð ættum að vera óhrædd við að stíga þetta skref til fulls, minnka yfirbyggingu og veita sveigjanleika sem starfsfólk fær með því að starfa heiman frá sér eða í sínum byggðarkjarna. Lykillinn er skýr stefna um uppbyggingu stafrænnar þróunar. Upplýsingabyltingin felur í sér byggðafestu framtíðarinnar. Færum ráðhús og stjórnarráðið nær fólkinu. Höfundur skipar 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Landsbyggðin þekkir vel að með tilkomu net- og tæknivæðingar skiptir staðsetningin minna máli. Störf eru nú í meira mæli auglýst án staðsetningar, sem er ánægjuleg þróun og mun að öllum líkindum aukast með stafrænni þróun. En afhverju erum við í Fjarðabyggð þá ekki að auglýsa störf okkar án staðsetningar? Að mínu mati þá hefur Fjarðabyggð alla burði til þess að bjóða störf án staðsetningar. Fjarðabyggð er fjölkjarnasamfélag, býr yfir mannvirkjum í byggðakjörnum sem mætti nýta betur. Með því að vinna innan byggðarkjarna fær fólk meiri sveigjanleika og frelsi eykst til muna. Einnig mun akstur milli fjarða minnka verulega og skapa umhverfislegan ávinning. Múlinn í Neskaupstað hefur sannað gildi sitt sem skrifstofu- og aðstöðuklasi fjölbreyttrar starfsemi og við ættum að horfa meira til slíkra nýsköpunarsetra og skrifstofuaðstöðu án staðsetningar. Ráðhús gegna ekki eins veigamiklu hlutverki sem þjónustumiðstöð gagnvart almenningi eins og áður og engin þörf á aukinni yfirbyggingu þeirra. Við höfum lært af faraldrinum síðustu tvö ár að tækifæri eru til að starfa á ólíkum starfsstöðum. Við í Fjarðabyggð ættum að vera óhrædd við að stíga þetta skref til fulls, minnka yfirbyggingu og veita sveigjanleika sem starfsfólk fær með því að starfa heiman frá sér eða í sínum byggðarkjarna. Lykillinn er skýr stefna um uppbyggingu stafrænnar þróunar. Upplýsingabyltingin felur í sér byggðafestu framtíðarinnar. Færum ráðhús og stjórnarráðið nær fólkinu. Höfundur skipar 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar