Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2022 21:35 Viktor Orban var glaður að sjá þegar hann ávarpaði fjölmiðla eftir að hafa kosið í dag. Janos Kummer/Getty Images Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. Að því er segir í frétt the Guardian er búið að telja um 75 prósent atkvæða en í ræðu sem Orban hélt fyrir stuðningsmenn sína lýsti hann yfir afgerandi sigri. „Við unnum svo stóran sigur að hann sést frá tunglinu, og hann sést svo sannarlega frá Brussel,“ sagði hann. Þar vísar hann auðvitað til Evrópusambandsins en yfirvöld þar hafa haft horn í síðu hans um árabil. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Um þessar mundir sætir hann mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki fordæmt innrás Rússa í Úkraínu, en þeir Vladimir Pútín eru sagðir mestu mátar. Flokkur Orbans, Fidesz, hefur farið með mikinn meirihluta í ungverska þinginu undanfarin ár sem hefur gert honum kleift að stýra landinu með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir nú að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft og tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Svo virðist sem ungverska þjóðin hafi hafnað slíkri samsuðu stefnumála í kosningum, ef marka má fullyrðingar Orbans um stórsigur. Ungverjaland Tengdar fréttir Orban enn á ný talinn líklegur til sigurs Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. 3. apríl 2022 10:18 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Að því er segir í frétt the Guardian er búið að telja um 75 prósent atkvæða en í ræðu sem Orban hélt fyrir stuðningsmenn sína lýsti hann yfir afgerandi sigri. „Við unnum svo stóran sigur að hann sést frá tunglinu, og hann sést svo sannarlega frá Brussel,“ sagði hann. Þar vísar hann auðvitað til Evrópusambandsins en yfirvöld þar hafa haft horn í síðu hans um árabil. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Um þessar mundir sætir hann mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki fordæmt innrás Rússa í Úkraínu, en þeir Vladimir Pútín eru sagðir mestu mátar. Flokkur Orbans, Fidesz, hefur farið með mikinn meirihluta í ungverska þinginu undanfarin ár sem hefur gert honum kleift að stýra landinu með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir nú að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft og tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Svo virðist sem ungverska þjóðin hafi hafnað slíkri samsuðu stefnumála í kosningum, ef marka má fullyrðingar Orbans um stórsigur.
Ungverjaland Tengdar fréttir Orban enn á ný talinn líklegur til sigurs Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. 3. apríl 2022 10:18 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Orban enn á ný talinn líklegur til sigurs Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. 3. apríl 2022 10:18