Klopp segir að illa hafi verið komið fram við kvennalið Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2022 23:30 Klopp er mjög ánægður að kvennalið Liverpool sé komið aftur upp í deild þeirra bestu. EPA-EFE/ANDREW YATES Jürgen Klopp, þjálfari karlaliðs Liverpool, hrósaði kvennaliði félagsins fyrir að vinna sér sæti í efstu deild. Hann segir þó góða ástæðu fyrir því að þetta sigursæla félag hafi fallið um deild, það var einfaldlega ekki komið nægilega vel fram við liðið. Segja má að knattspyrnulið Liverpool hafi átt góðu gengi að fagna, bæði í karla- og kvennaflokki, á leiktíðinni. Kvennaliðið er komið aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára dvöl í B-deildinni. Eftir að verða Englandsmeistari 2013 og 2014 hefur Liverpool horft á önnur félög setja meira púður í kvennalið sín og taka yfir. Á sama tíma og Klopp stýrði sínu liðu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni þá féll kvennalið félagsins niður í B-deild. Í kjölfarið voru eigendur félagsins gagnrýndir fyrir að setja ekki nægilega mikið fjármagn í kvennaliðið. Aðstaða liðsins var gagnrýnd en þeir æfðu ekki á sama stað og karlaliðið, þá var – Trenton Park, heimavöllur Tranmere Rovers, einnig gagnrýndur. Klopp ræddi þetta á blaðamannafundi í vikunni. Hann segist fylgjast eins vel með kvennaliðinu og hann geti en eðlilega fari tími hans mestmegnis hans eigið lið. Thank you, Jürgen pic.twitter.com/0cR8HtTudn— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Hann hafi þó vitað að stig um liðna helgi myndi tryggja liðinu sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð og að hann hafi sent Matt Beard, þjálfara liðsins, skilaboð eftir 4-2 sigur helgarinnar. Einnig ræddi Klopp framkomu félagsins í garð kvennaliðsins. „Undanfarin ár hefur Liverpool ekki verið frægt fyrir að koma vel fram við kvennafótbolta. Það er ástæða fyrir að þær féllu í Championship-deildina. En nú eru þær komnar aftur upp og við þurfum að sjá til þess að við nýtm okkur það. Ég hef rætt við mikið af stelpunum undanfarna tvo til þrjá mánuði út af hinu og þessu. Þetta er frábært lið með góðan þjálfara og ég er mjög glaður fyrir þeirra hönd.“ The unbeaten run that has taken us to the title INC IBLE pic.twitter.com/bfrikkjAMa— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Svo virðist sem Liverpool stefni á að byggja á árangur ársins en Beard sagði eftir sigur helgarinnar að félagið sé með þriggja og fimm ára plön sem unnið verði að. Má reikna með að planið sé að félagið verði jafn sigursælt í kvennaflokki og það hefur verið í karlaflokki undanfarin ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Segja má að knattspyrnulið Liverpool hafi átt góðu gengi að fagna, bæði í karla- og kvennaflokki, á leiktíðinni. Kvennaliðið er komið aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára dvöl í B-deildinni. Eftir að verða Englandsmeistari 2013 og 2014 hefur Liverpool horft á önnur félög setja meira púður í kvennalið sín og taka yfir. Á sama tíma og Klopp stýrði sínu liðu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni þá féll kvennalið félagsins niður í B-deild. Í kjölfarið voru eigendur félagsins gagnrýndir fyrir að setja ekki nægilega mikið fjármagn í kvennaliðið. Aðstaða liðsins var gagnrýnd en þeir æfðu ekki á sama stað og karlaliðið, þá var – Trenton Park, heimavöllur Tranmere Rovers, einnig gagnrýndur. Klopp ræddi þetta á blaðamannafundi í vikunni. Hann segist fylgjast eins vel með kvennaliðinu og hann geti en eðlilega fari tími hans mestmegnis hans eigið lið. Thank you, Jürgen pic.twitter.com/0cR8HtTudn— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Hann hafi þó vitað að stig um liðna helgi myndi tryggja liðinu sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð og að hann hafi sent Matt Beard, þjálfara liðsins, skilaboð eftir 4-2 sigur helgarinnar. Einnig ræddi Klopp framkomu félagsins í garð kvennaliðsins. „Undanfarin ár hefur Liverpool ekki verið frægt fyrir að koma vel fram við kvennafótbolta. Það er ástæða fyrir að þær féllu í Championship-deildina. En nú eru þær komnar aftur upp og við þurfum að sjá til þess að við nýtm okkur það. Ég hef rætt við mikið af stelpunum undanfarna tvo til þrjá mánuði út af hinu og þessu. Þetta er frábært lið með góðan þjálfara og ég er mjög glaður fyrir þeirra hönd.“ The unbeaten run that has taken us to the title INC IBLE pic.twitter.com/bfrikkjAMa— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Svo virðist sem Liverpool stefni á að byggja á árangur ársins en Beard sagði eftir sigur helgarinnar að félagið sé með þriggja og fimm ára plön sem unnið verði að. Má reikna með að planið sé að félagið verði jafn sigursælt í kvennaflokki og það hefur verið í karlaflokki undanfarin ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira