Lewis Hamilton henti sér hvað eftir annað út úr flugvél á miðju tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 07:31 Lewis Hamilton hefur ekki byrjað tímabilið alltof vel en fór nýja leið til að hreinsa hugann fyrir framhaldið. Getty/ANP Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Formúlu 1 ökumaður sæki í adrenalínið. Það búast ekki ekki margir við að ökuþórarnir séu í ævintýraleit á miðju tímabili. Það er hins vegar raunin hjá sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem sýndi frá fallhlífarstökki sínu á samfélagsmiðlum. Hamilton var staddur í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það voru tvær vikur á milli keppna í Sádí Arabíu og Ástralíu. Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Hamilton sem er aðeins í fimmta sæti eftir tvær keppnir. Hann var þriðji í fyrsta kappakstri ársins í Barein en náði bara tíunda sætinu í Sádí Arabíu. Hamilton þurfti aðeins að lyfta sér upp og hreinsa hugann og ákvað að gera það með því að fara í fallhlífarstökk yfir eyðimörkinni. Hann sýndi myndband af sér á Instagram-síðu sinni og þar kom líka fram að hann stökk ekki aðeins einu sinni heldur miklu, miklu oftar. „Átti frábæran dag í gær. Fullkominn leið til að eyða sunnudegi. Ég hef stundað fallhlífarstökk í nokkur ár en náði ekki að stökkva neitt meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Náði að stökkva tíu sinnum og lærði eitthvað nýtt í hverju stökki. Þetta er frábær leið til að hreinsa hugann, stilla sig af og ná upp einbeitingu fyrir komandi viku,“ skrifaði Lewis Hamilton eins og má sjá hér fyrir neðan. Fulltrúar Mercedes-liðsins voru örugglega ekki rólegir að horfa upp á þessar myndir enda þeirra besti ökumaður í ævintýraleið á miðju tímabili. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) Formúla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Það er hins vegar raunin hjá sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem sýndi frá fallhlífarstökki sínu á samfélagsmiðlum. Hamilton var staddur í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það voru tvær vikur á milli keppna í Sádí Arabíu og Ástralíu. Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Hamilton sem er aðeins í fimmta sæti eftir tvær keppnir. Hann var þriðji í fyrsta kappakstri ársins í Barein en náði bara tíunda sætinu í Sádí Arabíu. Hamilton þurfti aðeins að lyfta sér upp og hreinsa hugann og ákvað að gera það með því að fara í fallhlífarstökk yfir eyðimörkinni. Hann sýndi myndband af sér á Instagram-síðu sinni og þar kom líka fram að hann stökk ekki aðeins einu sinni heldur miklu, miklu oftar. „Átti frábæran dag í gær. Fullkominn leið til að eyða sunnudegi. Ég hef stundað fallhlífarstökk í nokkur ár en náði ekki að stökkva neitt meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Náði að stökkva tíu sinnum og lærði eitthvað nýtt í hverju stökki. Þetta er frábær leið til að hreinsa hugann, stilla sig af og ná upp einbeitingu fyrir komandi viku,“ skrifaði Lewis Hamilton eins og má sjá hér fyrir neðan. Fulltrúar Mercedes-liðsins voru örugglega ekki rólegir að horfa upp á þessar myndir enda þeirra besti ökumaður í ævintýraleið á miðju tímabili. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton)
Formúla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira