Innlent

Sjúk­lingum með Co­vid-19 fækkar á­fram og enginn er á gjör­gæslu

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Tvær konur með Covid-19 hafa látist á Landspítala í apríl.
Tvær konur með Covid-19 hafa látist á Landspítala í apríl. Vísir/Vilhelm

Alls er nú 31 sjúklingur inniliggjandi á Landspítala með Covid-19 en enginn þeirra er á gjörgæslu að því er kemur fram í tilkynningu á vef spítalans. Kona á sjötugsaldri með Covid-19 lést á Landspítalanum í gær og kona á áttræðisaldri lést um helgina, þann 2. apríl.

Að því er kemur fram á covid.is hefur 101 látist frá upphafi faraldursins en um er að ræða sama fjölda og fyrir helgi. Má því áætla að tala látinna með Covid-19 sé nú að minnsta kosti 103.

Inniliggjandi sjúklingum á Landspítala hefur fækkað stöðugt undanfarna daga en samkvæmt tölulegum upplýsingum á vef spítalans hafa ekki verið færri inniliggjandi frá því 7. febrúar þegar 30 voru inniliggjandi. 

Þá er enginn á gjörgæslu og er það í fyrsta sinn frá því í október í fyrra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×