Kári Jónsson: Gott að geta verndað heimavöllinn Árni Jóhannsson skrifar 5. apríl 2022 23:26 Kári Jónsson átti gríðarlega góðan leik í kvöld og komst oft upp að körfu Stjörnumanna Bára Dröfn Kristinsdóttir Kári Jónsson skoraði 21 stig fyrr í kvöld þegar Valsmenn náðu forystu í einvíginu við Stjörnuna í átta liða úrslitum Subway deildarinnar í körfuknattleik. Leikið var að Hlíðarenda og unnu Valsmenn 90-85 sigur í hörkuleik. Kári var m.a. ánægður með sóknarleik sinna manna í kvöld. „Við getum algjörlega verið sáttir með sóknarleikinn í kvöld. Við skorum meira en þeir og getum verið ánægðir. Það skiptir ekki máli hvernig þau koma en þetta var flottur leikur og við erum ánægðir með að vernda heimavöllinn eins og menn segja.“ Kári fann sig vel í kvöld og var hann spurður út í það hvort það væri eitthvað sérstakt sem hann gerði á milli leikja. „Nei nei, maður mætir bara ákveðinn og reynir að vera aggressívur. Þetta er úrslitakeppnin og maður er búinn að vera með smá spennu í líkamanum og þetta er mjög gaman.“ Talandi um spennu þá var Kári spurður út í það hvort það skipti máli fyrir leikmenn að byrja vel einmitt til að láta sér líða betur og vinna spennuna úr líkamanum. Það má segja að Valsmönnum hafi tekist það en þeir unnu fyrsta leikhlutann 28-18. „Algjörlega. Það spilar risapart í þessu. Við erum með menn sem þekkja þetta mjög vel og kunna að höndla stressið og undirbúa sig undir svona leiki.“ Kári sá ekkert í fljótu bragði hvað væri hægt að laga í leik sinna manna svo fljótt eftir að leik lauk. „Það er erfitt að segja svona strax eftir leikinn. Við eigum eftir að fara yfir leikinn og sjá hvað er hægt að laga.“ Að lokum var Kári spurður út mikilvægi þess að reyna að stöðva Robert Eugene Turner III. „Þegar þú ert að spila við Stjörnuna þá er hann það stór partur af leik þeirra að maður reynir að sjálfsögðu að hægja á honum. Það er samt erfitt. Hann er frábær leikmaður og setur oft körfur sem maður er í sjokki yfir. Við reynum hinsvegar bara að hægja sem mest á honum.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 90-85 | Fyrsti heimasigur Vals í úrslitakeppni í 30 ár Valsmenn unnu góðan fimm stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 90-85. Fyrir leikinn hafði Valur ekki unnið heimaleik í úrslitakeppni í þrjátíu ár. 5. apríl 2022 21:54 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
„Við getum algjörlega verið sáttir með sóknarleikinn í kvöld. Við skorum meira en þeir og getum verið ánægðir. Það skiptir ekki máli hvernig þau koma en þetta var flottur leikur og við erum ánægðir með að vernda heimavöllinn eins og menn segja.“ Kári fann sig vel í kvöld og var hann spurður út í það hvort það væri eitthvað sérstakt sem hann gerði á milli leikja. „Nei nei, maður mætir bara ákveðinn og reynir að vera aggressívur. Þetta er úrslitakeppnin og maður er búinn að vera með smá spennu í líkamanum og þetta er mjög gaman.“ Talandi um spennu þá var Kári spurður út í það hvort það skipti máli fyrir leikmenn að byrja vel einmitt til að láta sér líða betur og vinna spennuna úr líkamanum. Það má segja að Valsmönnum hafi tekist það en þeir unnu fyrsta leikhlutann 28-18. „Algjörlega. Það spilar risapart í þessu. Við erum með menn sem þekkja þetta mjög vel og kunna að höndla stressið og undirbúa sig undir svona leiki.“ Kári sá ekkert í fljótu bragði hvað væri hægt að laga í leik sinna manna svo fljótt eftir að leik lauk. „Það er erfitt að segja svona strax eftir leikinn. Við eigum eftir að fara yfir leikinn og sjá hvað er hægt að laga.“ Að lokum var Kári spurður út mikilvægi þess að reyna að stöðva Robert Eugene Turner III. „Þegar þú ert að spila við Stjörnuna þá er hann það stór partur af leik þeirra að maður reynir að sjálfsögðu að hægja á honum. Það er samt erfitt. Hann er frábær leikmaður og setur oft körfur sem maður er í sjokki yfir. Við reynum hinsvegar bara að hægja sem mest á honum.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 90-85 | Fyrsti heimasigur Vals í úrslitakeppni í 30 ár Valsmenn unnu góðan fimm stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 90-85. Fyrir leikinn hafði Valur ekki unnið heimaleik í úrslitakeppni í þrjátíu ár. 5. apríl 2022 21:54 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 90-85 | Fyrsti heimasigur Vals í úrslitakeppni í 30 ár Valsmenn unnu góðan fimm stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 90-85. Fyrir leikinn hafði Valur ekki unnið heimaleik í úrslitakeppni í þrjátíu ár. 5. apríl 2022 21:54