Kári Jónsson: Gott að geta verndað heimavöllinn Árni Jóhannsson skrifar 5. apríl 2022 23:26 Kári Jónsson átti gríðarlega góðan leik í kvöld og komst oft upp að körfu Stjörnumanna Bára Dröfn Kristinsdóttir Kári Jónsson skoraði 21 stig fyrr í kvöld þegar Valsmenn náðu forystu í einvíginu við Stjörnuna í átta liða úrslitum Subway deildarinnar í körfuknattleik. Leikið var að Hlíðarenda og unnu Valsmenn 90-85 sigur í hörkuleik. Kári var m.a. ánægður með sóknarleik sinna manna í kvöld. „Við getum algjörlega verið sáttir með sóknarleikinn í kvöld. Við skorum meira en þeir og getum verið ánægðir. Það skiptir ekki máli hvernig þau koma en þetta var flottur leikur og við erum ánægðir með að vernda heimavöllinn eins og menn segja.“ Kári fann sig vel í kvöld og var hann spurður út í það hvort það væri eitthvað sérstakt sem hann gerði á milli leikja. „Nei nei, maður mætir bara ákveðinn og reynir að vera aggressívur. Þetta er úrslitakeppnin og maður er búinn að vera með smá spennu í líkamanum og þetta er mjög gaman.“ Talandi um spennu þá var Kári spurður út í það hvort það skipti máli fyrir leikmenn að byrja vel einmitt til að láta sér líða betur og vinna spennuna úr líkamanum. Það má segja að Valsmönnum hafi tekist það en þeir unnu fyrsta leikhlutann 28-18. „Algjörlega. Það spilar risapart í þessu. Við erum með menn sem þekkja þetta mjög vel og kunna að höndla stressið og undirbúa sig undir svona leiki.“ Kári sá ekkert í fljótu bragði hvað væri hægt að laga í leik sinna manna svo fljótt eftir að leik lauk. „Það er erfitt að segja svona strax eftir leikinn. Við eigum eftir að fara yfir leikinn og sjá hvað er hægt að laga.“ Að lokum var Kári spurður út mikilvægi þess að reyna að stöðva Robert Eugene Turner III. „Þegar þú ert að spila við Stjörnuna þá er hann það stór partur af leik þeirra að maður reynir að sjálfsögðu að hægja á honum. Það er samt erfitt. Hann er frábær leikmaður og setur oft körfur sem maður er í sjokki yfir. Við reynum hinsvegar bara að hægja sem mest á honum.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 90-85 | Fyrsti heimasigur Vals í úrslitakeppni í 30 ár Valsmenn unnu góðan fimm stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 90-85. Fyrir leikinn hafði Valur ekki unnið heimaleik í úrslitakeppni í þrjátíu ár. 5. apríl 2022 21:54 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira
„Við getum algjörlega verið sáttir með sóknarleikinn í kvöld. Við skorum meira en þeir og getum verið ánægðir. Það skiptir ekki máli hvernig þau koma en þetta var flottur leikur og við erum ánægðir með að vernda heimavöllinn eins og menn segja.“ Kári fann sig vel í kvöld og var hann spurður út í það hvort það væri eitthvað sérstakt sem hann gerði á milli leikja. „Nei nei, maður mætir bara ákveðinn og reynir að vera aggressívur. Þetta er úrslitakeppnin og maður er búinn að vera með smá spennu í líkamanum og þetta er mjög gaman.“ Talandi um spennu þá var Kári spurður út í það hvort það skipti máli fyrir leikmenn að byrja vel einmitt til að láta sér líða betur og vinna spennuna úr líkamanum. Það má segja að Valsmönnum hafi tekist það en þeir unnu fyrsta leikhlutann 28-18. „Algjörlega. Það spilar risapart í þessu. Við erum með menn sem þekkja þetta mjög vel og kunna að höndla stressið og undirbúa sig undir svona leiki.“ Kári sá ekkert í fljótu bragði hvað væri hægt að laga í leik sinna manna svo fljótt eftir að leik lauk. „Það er erfitt að segja svona strax eftir leikinn. Við eigum eftir að fara yfir leikinn og sjá hvað er hægt að laga.“ Að lokum var Kári spurður út mikilvægi þess að reyna að stöðva Robert Eugene Turner III. „Þegar þú ert að spila við Stjörnuna þá er hann það stór partur af leik þeirra að maður reynir að sjálfsögðu að hægja á honum. Það er samt erfitt. Hann er frábær leikmaður og setur oft körfur sem maður er í sjokki yfir. Við reynum hinsvegar bara að hægja sem mest á honum.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 90-85 | Fyrsti heimasigur Vals í úrslitakeppni í 30 ár Valsmenn unnu góðan fimm stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 90-85. Fyrir leikinn hafði Valur ekki unnið heimaleik í úrslitakeppni í þrjátíu ár. 5. apríl 2022 21:54 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 90-85 | Fyrsti heimasigur Vals í úrslitakeppni í 30 ár Valsmenn unnu góðan fimm stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 90-85. Fyrir leikinn hafði Valur ekki unnið heimaleik í úrslitakeppni í þrjátíu ár. 5. apríl 2022 21:54