Lífið

KK tók lagið í opnun Eden Yoga í kartöflugeymslunum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
kk
Samsett/Unnur Magna

Eden Yoga opnaði nýtt og glæsilegt stúdíó í gömlu kartöflugeymslunum við Rafstöðvarveg um helgina. Eden Yoga er í eigu Söru Maríu Júlíudóttur og Lovísu Kristínar Einarsdóttur en þær söfnuðu fyrir opnuninni í gegnum KarolinaFund ásamt fríðu föruneyti yogakennara og markþjálfa.

Eden Yoga var áður til húsa í Dugguvogi en eins og sjá má á myndunum úr opnuninni er nýja studíóið í kartöflugeymslunum rúmgott og glæsilegt enda hafa þær stöllur gott auga fyrir innanhúshönnun. Úr loftinu hanga silkimjúkar og fagurbleikar yogarólur sem hægt er að gera æfingar með eða nota sem hengirúm fyrir slökun og verður boðið upp á fjölbreytta tíma, heilun og markþjálfun hjá Eden Yoga.

Unnur Magna

Á laugardaginn var stærðarinnar opnunarpartý þar sem gestum og gangandi var boðið upp á Kombucha frá Kombucha Iceland, óáfengt freyðivín frá Töst og veitingar frá Granólabarnum. Þá lék KK nokkur góð lög fyrir gestina, sem skemmtu sér konunglega í opnunarpartýinu.

Eden Yoga er nú opið öllum og hægt er að fylgjast með þeim á @edenyogaiceland á Instagram. Nánari upplýsingar má svo finna á vef Eden Yoga

Unnur Magna

Í albúminu hér fyrir neðar má sjá myndir frá opnuninni. Myndirnar á viðburðinum tók ljósmyndarinn Unnur Magna.

Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna
Unnur Magna





Fleiri fréttir

Sjá meira


×