Titilbaráttan áfram galopin eftir stórmeistara jafntefli

Atli Arason skrifar
Heimamenn eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Heimamenn eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. John Berry/Getty Images

Manchester City og Liverpool skiptu með sér stigunum eftir 2-2 jafntefli í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

City komst yfir með marki Kevin De Bruyne strax á 5. mínútu leiksins þegar skot Belgans fyrir utan vítateig fór af Joel Matip og í net Liverpool. Liverpool var ekki lengi að jafna leikinn en jöfnunarmarkið kom eftir frábært samspil gestanna. Trent Alexander-Arnold leggur boltann fyrir markið á Diogo Jota sem stýrir knettinum í netið fram hjá Ederson í marki City.

Gabriel Jesus kemur City aftur í forystu þegar hann stýrir fyrirgjöf Joao Cancelo í markið af þverslánni á 36. mínútú leiksins og hálfleikstölur voru 2-1.

Það tók Liverpool innan við mínútu að jafna leikinn eftir að hann hófst aftur í síðari hálfleik. Mohamed Salah þræddi boltanum þá í gegnum vörn City á Sadio Mane sem kláraði færið sitt snyrtilega. Afmælisbarnið Mane var að skora sitt áttunda mark gegn Manchester City á ferlinum en Mane fagnar einnig þrítugsaldrinum í dag.

Ekki var meira skorað í leiknum þrátt fyrir fjölda færa á báðum endum, lokatölur 2-2.

Jafnteflið þýðir að City heldur toppsætinu með eins stigs forskot á Liverpool þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni.

Næsti deildarleikur Manchester City er gegn Brighton 20. apríl en þar áður á liðið leik við Atletico Madrid í Meistaradeildinni og Liverpool í FA bikarnum. Næsti deildarleikur Liverpool er gegn Manchester United þann 19. apríl en fyrst er það Benfica í Meistaradeildinni og áðurnefndur leikur City og Liverpool í FA bikarnum þann 16. apríl.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira