Urriðinn mættur við Kárastaði Karl Lúðvíksson skrifar 7. apríl 2022 11:17 Kárastaðir við Þingvallavatn er oft á tíðum ansi magnað svæði og á góðum degi má gera frábæra veiði þarna. Það skemmir ekki fyrir að þarna má eiga von á rígvænum urriðum en það er ekkert óalgengt að setja í urriða 15-20 pund en að ná þeim að landi er allt annað mál. Eins og þeir vita sem hafa barist við þessa fiska þá er eins gott að hafa nóg af undirlínu því þeir taka fluguna grimmt og taka svo sprett út í dýpið alveg um leið og þeir finna krókinn. Bjarki Bóasson með 68 sm urriða við Kárastaði Bjarki Bóasson var við veiðar þar fyrir stuttu í björtu en skítköldu veðri. Það var 5-9 stiga frost sem gerir allt veiðiúthald heldur kuldalegt. Engu að síður landaði hann einum 68 sm urriða og Andri Fannberg veiðifélagi hans öðrum 66 sm. Nú fer í hönd sá tími sem urriðinn er að ganga með landinu og þá geta ævintýrin gerst. Veiðin hófst alltaf 20. apríl en undanþága var veitt aftur til að hefja veiðar 1. apríl. Það eru Fish Partner sem selja veiðileyfi á Kárastaði. Stangveiði Þingvellir Bláskógabyggð Mest lesið Laxveiðin langt undir væntingum Veiði Besta opnun Veiðivatna í 10 ár Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Stórir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Kropp í kuldanum við Þingvallavatn Veiði Vorveiðinni lokið í Laxá í Kjós Veiði Ágætis opnun í Hítará og Grímsá Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði
Það skemmir ekki fyrir að þarna má eiga von á rígvænum urriðum en það er ekkert óalgengt að setja í urriða 15-20 pund en að ná þeim að landi er allt annað mál. Eins og þeir vita sem hafa barist við þessa fiska þá er eins gott að hafa nóg af undirlínu því þeir taka fluguna grimmt og taka svo sprett út í dýpið alveg um leið og þeir finna krókinn. Bjarki Bóasson með 68 sm urriða við Kárastaði Bjarki Bóasson var við veiðar þar fyrir stuttu í björtu en skítköldu veðri. Það var 5-9 stiga frost sem gerir allt veiðiúthald heldur kuldalegt. Engu að síður landaði hann einum 68 sm urriða og Andri Fannberg veiðifélagi hans öðrum 66 sm. Nú fer í hönd sá tími sem urriðinn er að ganga með landinu og þá geta ævintýrin gerst. Veiðin hófst alltaf 20. apríl en undanþága var veitt aftur til að hefja veiðar 1. apríl. Það eru Fish Partner sem selja veiðileyfi á Kárastaði.
Stangveiði Þingvellir Bláskógabyggð Mest lesið Laxveiðin langt undir væntingum Veiði Besta opnun Veiðivatna í 10 ár Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Stórir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Kropp í kuldanum við Þingvallavatn Veiði Vorveiðinni lokið í Laxá í Kjós Veiði Ágætis opnun í Hítará og Grímsá Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði