Aftur tapar Arsenal Atli Arason skrifar 9. apríl 2022 16:01 Skytturnar vonast til að láta ekki tapið gegn Crystal Palace á sig fá. vísir/Getty Baráttan um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni er galopin eftir að Brighton gerði sér lítið fyrir og sigraði Arsenal á Emirates vellinum í dag, 1-2. Fyrir leikinn var Arsenal það lið með fæst skoruð mörk af þessum topp sex liðum á meðan aðeins fallbaráttuliðin Norwich og Burnley höfðu skorað færri mörk en Brighton í deildinni. Leikur liðanna bar svolítið mark þess og var rólegur framan af þangað til að Belginn Leandro Trossard kom Brighton yfir á 29. mínútu leiksins eftir undirbúning Enock Mwepu. Markið var einungis annað mark Brighton í nærri tvo mánuði. Martinelli jafnaði leikinn fyrir Arsenal í uppbótatíma fyrri hálfleiks en eftir langa skoðun í VARsjánni var mark hans dæmt af vegna rangstöðu. Mwepu var frábær í leiknum í dag en á 66. mínútu leiksins tvöfaldaði hann forystu gestanna með viðstöðulausu skoti framhjá Aaron Ramsdale í marki Arsenal. Það skipti litlu máli þótt Martin Ødegaard minnkaði muninn fyrir heimamenn á 89. mínútu, fyrsti sigur Brighton í átta leikjum varð staðreynd skömmu síðar. Tap Arsenal í dag setur Meistaradeildarvonir liðsins í smá uppnám en liðið hefði komist í bílstjórasætið um fjórða og síðasta sætið sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni með sigri en þess í stað er liðið í fimmta sæti með 54 stig, jafnt Tottenham að stigum en með lakari markatölu. Tottenham leikur síðar í dag. Brighton fer hins vegar upp í 11. sæti með sigrinum, með 37 stig. Fótbolti Enski boltinn
Baráttan um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni er galopin eftir að Brighton gerði sér lítið fyrir og sigraði Arsenal á Emirates vellinum í dag, 1-2. Fyrir leikinn var Arsenal það lið með fæst skoruð mörk af þessum topp sex liðum á meðan aðeins fallbaráttuliðin Norwich og Burnley höfðu skorað færri mörk en Brighton í deildinni. Leikur liðanna bar svolítið mark þess og var rólegur framan af þangað til að Belginn Leandro Trossard kom Brighton yfir á 29. mínútu leiksins eftir undirbúning Enock Mwepu. Markið var einungis annað mark Brighton í nærri tvo mánuði. Martinelli jafnaði leikinn fyrir Arsenal í uppbótatíma fyrri hálfleiks en eftir langa skoðun í VARsjánni var mark hans dæmt af vegna rangstöðu. Mwepu var frábær í leiknum í dag en á 66. mínútu leiksins tvöfaldaði hann forystu gestanna með viðstöðulausu skoti framhjá Aaron Ramsdale í marki Arsenal. Það skipti litlu máli þótt Martin Ødegaard minnkaði muninn fyrir heimamenn á 89. mínútu, fyrsti sigur Brighton í átta leikjum varð staðreynd skömmu síðar. Tap Arsenal í dag setur Meistaradeildarvonir liðsins í smá uppnám en liðið hefði komist í bílstjórasætið um fjórða og síðasta sætið sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni með sigri en þess í stað er liðið í fimmta sæti með 54 stig, jafnt Tottenham að stigum en með lakari markatölu. Tottenham leikur síðar í dag. Brighton fer hins vegar upp í 11. sæti með sigrinum, með 37 stig.