Chelsea skoraði sex gegn Southampton

Atli Arason skrifar
Timo Werner var síógnandi gegn Southampton.
Timo Werner var síógnandi gegn Southampton. Getty/Marc Atkins

Chelsea var búið að tapa tveimur leikjum síðustu sex daga með markatölunni 7-2 en svöruðu heldur betur fyrir það í dag með því að gjörsigra Southampton 0-6 á St. Mary‘s vellinum.

Marcos Alonso skoraði fyrsta mark leiksins strax á 8. mínútu eftir frábæran undirbúning Mason Mount og Ruben Loftus-Cheek. Mount skoraði svo annað markið sjö mínútum síðar.

Southampton gaf Chelsea næsta mark þegar skalli Ward-Prowse, leikmann Southampton, fór beint á Timo Werner sem fór framhjá Fraser Forster í marki Southampton og skoraði annað deildarmark sitt á tímabilinu og þriðja mark Chelsea.

Kai Havertz gerði svo fjórða mark Chelsea á 31. mínútu þegar hann náði frákastinu eftir að skot Werner hafði farið í stöngina en alls fóru þrjár tilraunir Werner í stöng eða slá, hálfleikstölur 0-4.

Werner gerði svo fimmta mark Chelsea strax í upphafi síðari hálfleiks. Besti leikur Werners í deildinni á þessu tímabili en þýski framherjinn hefur nú skorað fleiri mörk gegn Southampton á yfirstandandi leiktímabili en gegn öllum öðrum liðum samanlagt. Mount gerði svo sjötta og síðasta mark leiksins á 54. mínútu. Sjöundi sigur Chelsea í röð á útivelli sem er jöfnun á lengstu sigurhrinu þeirra á útivelli.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira