Efsti maður heimslistans með örugga forystu eftir annan dag Masters Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2022 23:32 Scottie Scheffler er með fimm högga forystu á Masters-mótinu eftir tvo daga. David Cannon/Getty Images Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans í golfi, er með fimm högga forystu á Masters-mótinu í golfi þegar allir kylfingar hafa leikið tvo hringi. Scheffler var á þremur höggum undir pari eftir fyrsta daginn, en lék holurnar 18 í kvöld á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari Augusta National-vallarins. Scheffler hefur því leikið hringina tvo á átta höggum undir pari. Scottie Scheffler holds a five-stroke lead after two rounds of the Masters, tying the tournament record for largest 36-hole lead.Scheffler is the first player to hold a 36-hole lead of five strokes or more in a major since Brooks Koepka, 2019 PGA Championship (7).#theMasters— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) April 8, 2022 Næstu menn á eftir Scheffler eru á þremur höggum undir pari, en þar á meðal er Sung-Jae Im sem var efstur eftir fyrsta hring. Im lék hringinn í kvöld hins vegar á tveimur höggum yfir pari og náði ekki að fylgja góðu gengi sínu eftir. Tiger Woods fór hringinn á 74 höggum og er nú einu höggi yfir pari. Hann spilaði vel í gær og lék á einu höggi undir pari. Hann var hins vegar í vandræðum framan af í kvöld og var kominn þremur höggum yfir par þegar hann átti sex holur eftir, en sótti þá tvo fugla í röð og bjargaði sér fyrir horn. Ready for the weekend. #themasters pic.twitter.com/asLLGvNC5U— The Masters (@TheMasters) April 8, 2022 Eftir hring kvöldsins var svo skorið niður. Af þeim 89 kylfingum sem hófu leik í kvöld komust 52 í gegnum niðurskurðinn. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn voru þeir Jordan Spieth, Brooks Koepka og Justin Rose. Spieth og Koepka léku hringina tvo á sex höggum yfir pari, en Rose lék á átta höggum yfir pari. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Masters-mótið Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Scheffler var á þremur höggum undir pari eftir fyrsta daginn, en lék holurnar 18 í kvöld á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari Augusta National-vallarins. Scheffler hefur því leikið hringina tvo á átta höggum undir pari. Scottie Scheffler holds a five-stroke lead after two rounds of the Masters, tying the tournament record for largest 36-hole lead.Scheffler is the first player to hold a 36-hole lead of five strokes or more in a major since Brooks Koepka, 2019 PGA Championship (7).#theMasters— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) April 8, 2022 Næstu menn á eftir Scheffler eru á þremur höggum undir pari, en þar á meðal er Sung-Jae Im sem var efstur eftir fyrsta hring. Im lék hringinn í kvöld hins vegar á tveimur höggum yfir pari og náði ekki að fylgja góðu gengi sínu eftir. Tiger Woods fór hringinn á 74 höggum og er nú einu höggi yfir pari. Hann spilaði vel í gær og lék á einu höggi undir pari. Hann var hins vegar í vandræðum framan af í kvöld og var kominn þremur höggum yfir par þegar hann átti sex holur eftir, en sótti þá tvo fugla í röð og bjargaði sér fyrir horn. Ready for the weekend. #themasters pic.twitter.com/asLLGvNC5U— The Masters (@TheMasters) April 8, 2022 Eftir hring kvöldsins var svo skorið niður. Af þeim 89 kylfingum sem hófu leik í kvöld komust 52 í gegnum niðurskurðinn. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn voru þeir Jordan Spieth, Brooks Koepka og Justin Rose. Spieth og Koepka léku hringina tvo á sex höggum yfir pari, en Rose lék á átta höggum yfir pari. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Masters-mótið Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira