Stöð 2 Sport
Klukkan 18.05 hefst þriðja viðureign Fjölnis og Njarðvíkur í undanúrslitum úrslitakeppni Subway-deildar kvenna. Staðan í einvíginu er 1-1.
Strax í kjölfarið, klukkan 20.05 hefst rimma Vals og Hauka. Íslandsmeistarar Vals þurfa á sigri að halda þar sem Haukar leiða einvígið 2-0.
Að leik loknum hefst Subway Körfuboltakvöld þar sem leikirnir tveir verða gerðir upp.
Stöð 2 Sport 2
Albert Guðmundsson og félagar í Genoa mæta Lazio í beinni útsendingu klukkan 10.20.
Klukkan 12.50 hefst viðureign Venezia og Udinese.
Lokaumferðin í Olís-deild karla er á morgun og leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 17.50.
NBA 360 er á sínum stað klukkan 19.30 og leikur New Orleans Pelicans og Golden State Warriors fer af stað klukkan 01.30.
Stöð 2 Sport 3
Leikur Roma og Salernitana í ítölsku A-deildinni er í beinni útsendingu klukkan 15.50.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 17.40 er Seinni bylgjan með beina útsendingu frá öllum leikjum í Olís-deild karla þar sem flakkað verður á milli leikvalla.
Fótbolta tímabilið á Íslandi hefst formlega á morgun með Meistarakeppni KSÍ þar sem Víkingur og Breiðablik mætast í beinni útsendingu klukkan 19.50.
Stöð 2 eSport
Sýnt verður frá Áskorendamótinu í CS:GO og útsendingin fer af stað klukkan 18.00.
Stöð 2 Golf
Augusta Masters er í beinni útsendingu frá 19.00.