Biðlisti á námskeið um aðskilnaðarkvíða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2022 22:02 Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir hundaatferlisráðgjafi hjá Hundalífstíl. Vísir/Arnar Biðlisti er hjá hundaþjálfara sem sérhæfir sig í aðskilnaðarkvíða hunda en í verstu tilvikum þarf að gefa hundinum kvíðalyf. Talið er að allt að fjórir af hverjum tíu hundum þjáist af aðskilnaðarkvíða. Sprenging hefur verið í hundahaldi síðustu ár þar sem margir unnu heima í samkomutakmörkunum. En nú eru breyttir tímar og flestir hafa snúið aftur á vinnustaðinn. Snöggar breytingar á samveru milli eiganda og hunds getur hins vegar valdið aðskilnaðarkvíða hjá hundum en talið er að milli 20-40 prósent þeirra þjáist af honum. „ Margir eru að skella sér í vinnuna eftir langan tíma heima og fara í fyrsta skipti í einn til þrjá tíma í burtu frá hundinum sínum og það getur verið of mikið til að byrja með. Við þurfum að byrja með einhverjar sekúndur og auka svo tímann smám saman sem við erum í burtu,“ segir Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir hundaatferlisráðgjafi hjá Hundalífstíl. Mikilvægt sé að byrja sem fyrst að þjálfa hundinn. „Ef það eru ungir hvolpar að gera þá svona gægjuleiki eins og við lítil börn. Hvolparnir verða að æfa sig í að skilja að þegar eitthvað hverfur þá kemur það til baka,“ segir Sigrún. Sigrún sem hefur sérhæft sig í aðskilnaðarkvíða segir að sífellt fleiri hundaeigendur leiti aðstoðar vegna hans. Sigrún segir mikilvægt að þjálfa hunda sem fyrst í að vera eina. Alls ekki megi skilja þá skyndilega eftir eina heima án þess að þeir hafi verið þjálfaðir áður. „Eins og er er biðlisti í slík námskeið og ég er varla byrjuð að auglýsa það er bara svo mikið að gera. Rakkar eru t.d. í 60% meiri hættu en tíkur á að þjást af aðskilnaðarkvíða en einkenni hans eru til að mynda meira gelt eða væl en svo eru sumir hundar sem þagna alveg.,“ segir hún. Hún segir að í alvarlegustu tilvikum þurfi að gefa hundunum kvíðalyf. „Kvíðalyf alveg eins og fyrir fólk er bara mikilvægt tæki til að hjálpa hundum sem eru rosalega kvíðnir,“ segir hún. Í Bandaríkjunum hefur CBD- fyrir hunda verið auglýst sem lyf gegn kvíða. Sigrún segist hafa heyrt af því. „Ég mæli hins vegar ekkert sérstaklega með CBD-fyrir hunda því ég hef ekki séð neinar rannsóknir um gagnsemi þessi við kvíða hjá þeim,“ segir hún að lokum. Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Sprenging hefur verið í hundahaldi síðustu ár þar sem margir unnu heima í samkomutakmörkunum. En nú eru breyttir tímar og flestir hafa snúið aftur á vinnustaðinn. Snöggar breytingar á samveru milli eiganda og hunds getur hins vegar valdið aðskilnaðarkvíða hjá hundum en talið er að milli 20-40 prósent þeirra þjáist af honum. „ Margir eru að skella sér í vinnuna eftir langan tíma heima og fara í fyrsta skipti í einn til þrjá tíma í burtu frá hundinum sínum og það getur verið of mikið til að byrja með. Við þurfum að byrja með einhverjar sekúndur og auka svo tímann smám saman sem við erum í burtu,“ segir Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir hundaatferlisráðgjafi hjá Hundalífstíl. Mikilvægt sé að byrja sem fyrst að þjálfa hundinn. „Ef það eru ungir hvolpar að gera þá svona gægjuleiki eins og við lítil börn. Hvolparnir verða að æfa sig í að skilja að þegar eitthvað hverfur þá kemur það til baka,“ segir Sigrún. Sigrún sem hefur sérhæft sig í aðskilnaðarkvíða segir að sífellt fleiri hundaeigendur leiti aðstoðar vegna hans. Sigrún segir mikilvægt að þjálfa hunda sem fyrst í að vera eina. Alls ekki megi skilja þá skyndilega eftir eina heima án þess að þeir hafi verið þjálfaðir áður. „Eins og er er biðlisti í slík námskeið og ég er varla byrjuð að auglýsa það er bara svo mikið að gera. Rakkar eru t.d. í 60% meiri hættu en tíkur á að þjást af aðskilnaðarkvíða en einkenni hans eru til að mynda meira gelt eða væl en svo eru sumir hundar sem þagna alveg.,“ segir hún. Hún segir að í alvarlegustu tilvikum þurfi að gefa hundunum kvíðalyf. „Kvíðalyf alveg eins og fyrir fólk er bara mikilvægt tæki til að hjálpa hundum sem eru rosalega kvíðnir,“ segir hún. Í Bandaríkjunum hefur CBD- fyrir hunda verið auglýst sem lyf gegn kvíða. Sigrún segist hafa heyrt af því. „Ég mæli hins vegar ekkert sérstaklega með CBD-fyrir hunda því ég hef ekki séð neinar rannsóknir um gagnsemi þessi við kvíða hjá þeim,“ segir hún að lokum.
Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira