Fjóla svarar ummælum Eddu: „Við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. apríl 2022 13:21 Edda og Fjóla stýrðu saman hlaðvarpinu Eigin konur en því samstarfi lauk svo skyndilega. Eigin konur Fjóla Sigurðardóttir, fyrrum meðstjórnandi Eddu Falak í hlaðvarpinu Eigin konur, birti færslu í dag á Twitter vegna ummæla Eddu í þættinum Aðalpersónur á Stöð 2. Fjóla og Edda stýrðu hlaðvarpinu Eigin konur saman til að byrja með en Edda stjórnar hlaðvarpinu ein í dag í samstarfi við Stundina. Líkt og fjallað var um hér á Lífinu á Vísi sagði Edda meðal annars í viðtali við Lóu Björk Björnsdóttur í þættinum Aðalpersónur: „Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt.“ Hún hélt svo áfram, „Það er framleiðslukostnaður, þú ert með fólk í vinnu við það að klippa þættina. Það er því tímakaup og allskonar kostnaður á bakvið þetta eins og búnaður og annað.“ Fjóla segir að viðtalið hafi farið mikið fyrir brjóstið á sér. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu.“ Þetta viðtal fór virkilega mikið fyrir brjóstið á mér Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar @davidgodith - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu pic.twitter.com/nKupiqKHyb— Fjóla Sigurðardóttir (@fjolasigurdar) April 11, 2022 Hægt er að vera áskrifandi að þættinum Eigin konur og spurði Lóa Eddu út í þá gagnrýni að hún væri að græða á því að vera með þætti eins og Eigin konur. Fjóla segir einnig á Twitter að Edda hafi hent þeim út af Patreon áskriftaraðgöngunum og yfirgefið sameiginlega spjallið þeirra. Við báðum bæði að Edda myndi borga okkur út. Svarið var það að okkur var hent út af öllum aðgöngum (m.a. Patreon sem innihélt allar tekjur) áður en uppgjör átti sér stað og Edda yfirgaf sameiginlegt spjall pic.twitter.com/92sNUC5oUt— Fjóla Sigurðardóttir (@fjolasigurdar) April 11, 2022 Í kjölfarið af viðbrögðum Fjólu fóru af stað umræður um Eddu Falak í athugasemdum við færslurnar. Hér fyrir neðan má sjá brot af viðtali Lóu við Eddu í þættinum Aðalpersónur. Edda vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu þegar leitast var eftir viðbrögðum vegna málsins. Hún sagði í viðtali við DV að ásakanirnar væru ósanngjarnar og ekki sannleikanum samkæmt. „Það er enginn ágreiningur um það að Fjóla og Davíð Goði eiga inni peninga hjá mér og það hefur aldrei staðið annað til að en að það verði gert upp. Hins vegar hafa þau hvorugt verið í sambandi við mig varðandi það uppgjör og því finnst mér þessar árásir á Twitter einkennilegar.“ Davíð Goði skrifar einnig sjálfur um málið á Twitter. „Umræðan um andlegt ofbeldi í íslenskum podköstum er að rifja upp margar minningar um síðasta ár. Og líka hversu ótrúlega sterk Fjóla Sigurðar er.“ Umræðan um andlegt ofbeldi í íslenskum podköstum er að rifja upp margar minningar um síðasta ár. Og líka hversu ótrúlega sterk @fjolasigurdar er — Davíð Goði (@davidgodith) April 11, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt“ Lóa Björk Björnsdóttir fór af stað stað með þættina Aðalpersónur á Stöð 2 og Stöð 2+ í síðustu viku. 8. apríl 2022 10:30 Edda Falak til liðs við Stundina Stundin og Edda Falak hafa tekið höndum saman og munu áskrifendur Stundarinnar framvegis hafa aðgang að hlaðvarpsþáttunum Eigin konum sem Edda heldur úti. 16. mars 2022 16:41 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Líkt og fjallað var um hér á Lífinu á Vísi sagði Edda meðal annars í viðtali við Lóu Björk Björnsdóttur í þættinum Aðalpersónur: „Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt.“ Hún hélt svo áfram, „Það er framleiðslukostnaður, þú ert með fólk í vinnu við það að klippa þættina. Það er því tímakaup og allskonar kostnaður á bakvið þetta eins og búnaður og annað.“ Fjóla segir að viðtalið hafi farið mikið fyrir brjóstið á sér. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu.“ Þetta viðtal fór virkilega mikið fyrir brjóstið á mér Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar @davidgodith - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu pic.twitter.com/nKupiqKHyb— Fjóla Sigurðardóttir (@fjolasigurdar) April 11, 2022 Hægt er að vera áskrifandi að þættinum Eigin konur og spurði Lóa Eddu út í þá gagnrýni að hún væri að græða á því að vera með þætti eins og Eigin konur. Fjóla segir einnig á Twitter að Edda hafi hent þeim út af Patreon áskriftaraðgöngunum og yfirgefið sameiginlega spjallið þeirra. Við báðum bæði að Edda myndi borga okkur út. Svarið var það að okkur var hent út af öllum aðgöngum (m.a. Patreon sem innihélt allar tekjur) áður en uppgjör átti sér stað og Edda yfirgaf sameiginlegt spjall pic.twitter.com/92sNUC5oUt— Fjóla Sigurðardóttir (@fjolasigurdar) April 11, 2022 Í kjölfarið af viðbrögðum Fjólu fóru af stað umræður um Eddu Falak í athugasemdum við færslurnar. Hér fyrir neðan má sjá brot af viðtali Lóu við Eddu í þættinum Aðalpersónur. Edda vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu þegar leitast var eftir viðbrögðum vegna málsins. Hún sagði í viðtali við DV að ásakanirnar væru ósanngjarnar og ekki sannleikanum samkæmt. „Það er enginn ágreiningur um það að Fjóla og Davíð Goði eiga inni peninga hjá mér og það hefur aldrei staðið annað til að en að það verði gert upp. Hins vegar hafa þau hvorugt verið í sambandi við mig varðandi það uppgjör og því finnst mér þessar árásir á Twitter einkennilegar.“ Davíð Goði skrifar einnig sjálfur um málið á Twitter. „Umræðan um andlegt ofbeldi í íslenskum podköstum er að rifja upp margar minningar um síðasta ár. Og líka hversu ótrúlega sterk Fjóla Sigurðar er.“ Umræðan um andlegt ofbeldi í íslenskum podköstum er að rifja upp margar minningar um síðasta ár. Og líka hversu ótrúlega sterk @fjolasigurdar er — Davíð Goði (@davidgodith) April 11, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt“ Lóa Björk Björnsdóttir fór af stað stað með þættina Aðalpersónur á Stöð 2 og Stöð 2+ í síðustu viku. 8. apríl 2022 10:30 Edda Falak til liðs við Stundina Stundin og Edda Falak hafa tekið höndum saman og munu áskrifendur Stundarinnar framvegis hafa aðgang að hlaðvarpsþáttunum Eigin konum sem Edda heldur úti. 16. mars 2022 16:41 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt“ Lóa Björk Björnsdóttir fór af stað stað með þættina Aðalpersónur á Stöð 2 og Stöð 2+ í síðustu viku. 8. apríl 2022 10:30
Edda Falak til liðs við Stundina Stundin og Edda Falak hafa tekið höndum saman og munu áskrifendur Stundarinnar framvegis hafa aðgang að hlaðvarpsþáttunum Eigin konum sem Edda heldur úti. 16. mars 2022 16:41