Körfubolti

Lögmál leiksins: Eldaði með mygluðu hráefni

Atli Arason skrifar
Lebron James og Frank Vogel
Lebron James og Frank Vogel EPA-EFE/ETIENNE LAURENT

Frank Vogel var í nótt rekinn frá LA Lakers eftir slakt gengi liðsins á tímabilinu í NBA deildinni. Liðið missti af úrslitakeppninni og endaði í 11. sæti vesturdeildar. Brottrekstur Vogel verður meðal umræðuefna í Lögmálum leiksins sem verða á dagskrá klukkan 20:40 á Stöð 2 Sport 2.

„Klúðurstímabil. Vogel verður sá fyrsti sem er fórnað. Svo verður einum eða tveimur leikmönnum í viðbót fórnað,“ sagði Tómas Steindórsson.

„Þetta er svolítið eins og að láta kokk elda með mygluðu hráefni og vera svo brjálaður. Það þarf samt að reka kokkinn því hann eldaði með mygluðu hráefni,“ bætti Sigurður Orri Kristjánsson við.

Vogel hefur strax verið orðaður við önnur lið í deildinni, eins og Philadephia 76ers.

„Hann á betra skilið en þetta Lakers lið sem hann var með í ár,“ sagði Hörður Unnsteinsson að lokum.

Klippa: Lögmál Leiksins: Umræða um Lakers


Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×