Enski boltinn

Ten Hag gert munn­legt sam­komu­lagi við Man United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ten Hag verður á Old Trafford á næstu leiktíð.
Ten Hag verður á Old Trafford á næstu leiktíð. MAURICE VAN STEEN/Getty Images

Hinn hollenski Erik Ten Hag mun stýra enska knattspyrnuliðinu Manchester United á næstu leiktíð. Það virðist aðeins formsatriði hvenær hann verður kynntur til leiks ef marka má fjölmiðla erlendis.

Að undanförnu hefur allt bent til að forráðamenn Man United hafi ákveðið að Ten Hag sé næsti maður til að reyna stýra skútunni í rétta átt. Mauricio Pochettino, þjálfari París Saint-Germain, kom einnig til greina en nú er ljóst að ákveðið hefur verið að ráða Ten Hag.

Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins hefur Man Utd gert munnlegt samkomulag við þjálfarann en ekkert verður tilkynnt fyrr en eftir leik úrslitaleik hollensku bikarkeppninnar á sunnudaginn kemur. Þar mætast lærisveinar Ten Hag í Ajax og PSV.

Ajax er með fjögurra stiga forystu á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir. PSV eina liðið sem virðist geta komið í veg fyrir þriðja deildarmeistaratitilinn undir stjórn Ten Hag.

Ten Hag mun þar með feta í fótspor Louis van Gaal sem stýrði einnig Ajax og Manchester United á þjálfaraferli sínum. Verðandi þjálfari Man United vonast til að gera betur en landi sinn en ljóst er að mikið verk er framundan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×