Enski boltinn

Dýra­níðingurinn spilar lík­lega ekki meira á leik­tíðinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kurt Zouma er meiddur.
Kurt Zouma er meiddur. EPA-EFE/Julio Munoz

Franski miðvörðurinn Kurt Zouma mun að öllum líkindum ekki spila meira með West Ham United á leiktíðinni vegna meiðsla sem hann varð fyrir um helgina. Mögulega beit karma hann þar í rassinn en Zouma gerðist sekur um dýraníð fyrr á leiktíðinni.

Netmiðlar loguðu eftir að einhver náinn Zouma birti myndband af leikmanninum að níðast á köttunum sínum tveimur. Kettirnir eru komnir í hendur fólks sem kann að koma fram við dýr og nú virðist sem Zouma spili ekki meira á leiktíðinni. 

West Ham tapaði 2-0 fyrir nýliðum Brentford um helgina og meiddist Frakkinn á ökkla í leiknum. Hann fór í myndatöku að leik loknum og að öllum líkindum er þátttöku hans á leiktíðinni lokið.

Zouma fór til að mynda ekki með West Ham til heimalands síns þar sem liðið mætir Lyon í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og þurfa Hamrarnir því sigur til að komast alla leið í undanúrslit.

West Ham hefur háð hetjulega baráttu á leiktíðinni og lætur sig enn dreyma um Meistaradeildarsæti. Sú von er þó veik en liðið er sem stendur í sjötta sæti með 51 stig eftir að hafa leikið leik meira en Tottenham Hotspur sem er í 4. sæti með 57 stig.


Tengdar fréttir

Kvartaði í dómaranum yfir Wood sem mjálmaði á Zouma

Craig Dawson, varnarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, mun hafa kvertað í dómara leiksins þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Newcastle í gær vegna þess að framherji Newcastle, Chris Wood, mjálmaði ítrekað á Kurt Zouma.

Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum

Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA.

Myndband af dýraníð Zouma hafði ekki áhrif á liðsvalið

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var harðlega gagnrýndur í gærkvöldi fyrir að stilla varnarmanninum Kurt Zouma upp í byrjunaliði liðsins er West Ham tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni eftir að myndband af Zouma að sparka í köttinn sinn birtist á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×