Tiger Woods tilkynnir um þátttöku sína á enn einu mótinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. apríl 2022 07:01 Tiger Woods ætlar að hita upp fyrir The Open með því að taka þátt á JP McManus Pro-Am góðgerðarmótinu í júlí. Gregory Shamus/Getty Images Tiger Woods, einn besti kyflingur allra tíma, hefur gefið það út að hann ætli sér að taka þá á JP McManus Pro-Am góðgerðarmótinu í júlí, tæpum tveimur vikum áður en The Open-risamótið fer fram. Fyrr í vikunni greindi Tiger frá því að hann ætlaði sér að vera með á The Open sem fram fer dagana 14.-17. júlí, en það verður annað risamótið sem hann tekur þátt í á árinu. Tiger snéri til baka á golfvöllinn eftir bílslys þegar hann lék 72 holur á Masters-mótinu sem fram fór á Augusta National vellinum síðustu helgi. Eins og áður segir hefur kylfingurinn nú gefið það út að hann ætli sér að taka þátt á JP McManus Pro-Am góðgerðarmótinu sem fram fer dagana 4. og 5. júlí, en ásamt Tiger verða þekkt nöfn á borð við Rory McIlroy, Jon Rahm og Brooks Koepka. Þetta verður í fjórða skiptið sem Tiger tekur þátt í mótinu, en það verður haldið á Adare Manor vellinum þar sem Ryder-bikarinn verður haldinn árið 2027. „Nærvera hans á Adare Manor vellinum mun án efa byggja upp mikla spennu fyrir þær þúsundir áhorfenda sem ætla sér að mæta,“ sagði JP McManus, skipuleggjandi mótsins, um þær fréttir að Tiger Woods ætli að vera með. „Við erum virkilega þakklát honum fyrir að gefa frítíma sinn til að vera með okkur.“ Golf Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Fyrr í vikunni greindi Tiger frá því að hann ætlaði sér að vera með á The Open sem fram fer dagana 14.-17. júlí, en það verður annað risamótið sem hann tekur þátt í á árinu. Tiger snéri til baka á golfvöllinn eftir bílslys þegar hann lék 72 holur á Masters-mótinu sem fram fór á Augusta National vellinum síðustu helgi. Eins og áður segir hefur kylfingurinn nú gefið það út að hann ætli sér að taka þátt á JP McManus Pro-Am góðgerðarmótinu sem fram fer dagana 4. og 5. júlí, en ásamt Tiger verða þekkt nöfn á borð við Rory McIlroy, Jon Rahm og Brooks Koepka. Þetta verður í fjórða skiptið sem Tiger tekur þátt í mótinu, en það verður haldið á Adare Manor vellinum þar sem Ryder-bikarinn verður haldinn árið 2027. „Nærvera hans á Adare Manor vellinum mun án efa byggja upp mikla spennu fyrir þær þúsundir áhorfenda sem ætla sér að mæta,“ sagði JP McManus, skipuleggjandi mótsins, um þær fréttir að Tiger Woods ætli að vera með. „Við erum virkilega þakklát honum fyrir að gefa frítíma sinn til að vera með okkur.“
Golf Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira