Átti ekki að lifa af en gefur nú út plötu Steinar Fjeldsted skrifar 15. apríl 2022 14:30 Svavar greindist nýlega með hjartagalla eftir að hafa fengið blóðtappa í heilann og eftir mikla óvissu um orsök ferðir hans á spítalans fékk hann þau svör að að hann ætti ekki miklar líkur á að lifa af veikindinn. Svavar hefur alltaf verið heilbrigður og mikill útivistarmaður og hafði verið í fjallgöngum, stundað sund og líkamsrækt og var honum því verulega brugðið við þessar fréttir. „Á mánudeginum vikuna eftir byrjaði ég daginn eins og alla daga á core-æfingum og teygjum og er á leiðinni í sturtu þegar ég heyri ,,þyrluhljóð“ í öðru eyranu. Mig grunaði strax hvað væri að gerast en ég tók mér smá tíma og gerði nokkur test sem ég hafði heyrt að ætti að gera og bentu þau til þess að ég hefði fengið heilablóðfall.Það tók mig smá stund að sætta mig við það og gera plön hvernig ég ætlaði mér að fara í gegnum þetta, ég ákvað strax að ég ætlaði ekki að skilgreina mig sem sjúkling heldur pakkaði ég niður fötum, tölvu, síma og snyrtitösku því ég ætlaði ekki í sjúklinga gallann.Lét svo vita að ég hefði fengið heilablóðfall og sjúkrabílinn kom og ég beið eftir honum fyrir utan. Þegar ég kem á sjúkrahúsið hófust rannsóknir sem að leiddu í ljós blóðtappa í litla heila sem að stjórnar tali og samhæfingu hreyfinga og eftir stendur 25% heilaskemmd. Læknarnir voru furðu lostnir þar sem heilasellurnar víruðust upp á nýtt nánast samstundis og var ég um 10 daga að jafna mig. Þar sem enginn skýring fannst hvað olli þessu var ég settur í 4 daga rannsóknir og þar fannst hjartagalli sem að kallast op á milli hjartagátta“ – Svavar. „Allir fæðast með þetta op en það grær hjá 80% af fólki. Læknarnir sögðu mér að ef ég hefði ekki verið í svona góðu formi hefði þetta líklegast farið mun verr og ég hefði líklegast dáið. Ég fór svo í aðerð þann 10 mars þar sem þessu var lokað og hef löngu náð mér að fullu og mun ekki verða meint af heldur betri ef eitthvað er! Ég ákvað því að halda mínu striki og láta verða að því að gefa út plötu sem að kemur öll út í sumar.” Tónlistaráhugi Svavars kviknaði þegar hann í grunnskóla og fékk að prufa sig áfram í tónkennslu, í framhaldsskóla kynnist hann Bjarna Ómari og Ragnari Z og saman kepptu þeir í Músíktilraunum þar sem þeir komust í úrslit, seinna um sumarið vinna þeir svo keppnina á Ein Með Öllu á Akureyri þar sem þeir fengu stúdíó tíma í verðlaun og má segja að áhuginn hafi þá kviknað fyrr alvöru. „Þegar ég var að jafna mig á þeim áföllum sem ég hafði lent í kom þetta lag og texti til mín sem ég fékk Ragnar Z. Guðjónsson til að skrifa eftir þessari hugmynd, texta sem að táknar stjörnu á hinminum sem að einn eða fleiri geta horft til og fundið sömu tengingu til hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Ef ég hefði dáið þá væri ég kannski þessi stjarna sem mínir nánustu gæti horft upp til og hugsað til mín og fundið fyrir minni nærveru. Það má sannarlega segja að jákvæðnin og heilbrigður lífstíll Svavars hafi komið honum þó hratt og örugglega í gegnum veikindi og lét hann þetta ekki á sig fá þar sem hann ákvað að gefa út 5 laga EP plötu sem hann hefur nú verið að vinna að með ýmsu tónlistarfólki hér á landi“ – Svavar. Fyrsta lagið hans Svavars á nýju plötunni kom út í dag og er dúett lag sem að Bjarni Ómar og Rakel Páls syngja, Ragnar Z. skrifaði textann og Vignir S. Vigfússon sá um upptökustjórn og útsetningu. Lagið er upplífgandi lag í anda Svavars og hans jákvæðna hugarfars sem ber hann langa leið í lífinu. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið
„Á mánudeginum vikuna eftir byrjaði ég daginn eins og alla daga á core-æfingum og teygjum og er á leiðinni í sturtu þegar ég heyri ,,þyrluhljóð“ í öðru eyranu. Mig grunaði strax hvað væri að gerast en ég tók mér smá tíma og gerði nokkur test sem ég hafði heyrt að ætti að gera og bentu þau til þess að ég hefði fengið heilablóðfall.Það tók mig smá stund að sætta mig við það og gera plön hvernig ég ætlaði mér að fara í gegnum þetta, ég ákvað strax að ég ætlaði ekki að skilgreina mig sem sjúkling heldur pakkaði ég niður fötum, tölvu, síma og snyrtitösku því ég ætlaði ekki í sjúklinga gallann.Lét svo vita að ég hefði fengið heilablóðfall og sjúkrabílinn kom og ég beið eftir honum fyrir utan. Þegar ég kem á sjúkrahúsið hófust rannsóknir sem að leiddu í ljós blóðtappa í litla heila sem að stjórnar tali og samhæfingu hreyfinga og eftir stendur 25% heilaskemmd. Læknarnir voru furðu lostnir þar sem heilasellurnar víruðust upp á nýtt nánast samstundis og var ég um 10 daga að jafna mig. Þar sem enginn skýring fannst hvað olli þessu var ég settur í 4 daga rannsóknir og þar fannst hjartagalli sem að kallast op á milli hjartagátta“ – Svavar. „Allir fæðast með þetta op en það grær hjá 80% af fólki. Læknarnir sögðu mér að ef ég hefði ekki verið í svona góðu formi hefði þetta líklegast farið mun verr og ég hefði líklegast dáið. Ég fór svo í aðerð þann 10 mars þar sem þessu var lokað og hef löngu náð mér að fullu og mun ekki verða meint af heldur betri ef eitthvað er! Ég ákvað því að halda mínu striki og láta verða að því að gefa út plötu sem að kemur öll út í sumar.” Tónlistaráhugi Svavars kviknaði þegar hann í grunnskóla og fékk að prufa sig áfram í tónkennslu, í framhaldsskóla kynnist hann Bjarna Ómari og Ragnari Z og saman kepptu þeir í Músíktilraunum þar sem þeir komust í úrslit, seinna um sumarið vinna þeir svo keppnina á Ein Með Öllu á Akureyri þar sem þeir fengu stúdíó tíma í verðlaun og má segja að áhuginn hafi þá kviknað fyrr alvöru. „Þegar ég var að jafna mig á þeim áföllum sem ég hafði lent í kom þetta lag og texti til mín sem ég fékk Ragnar Z. Guðjónsson til að skrifa eftir þessari hugmynd, texta sem að táknar stjörnu á hinminum sem að einn eða fleiri geta horft til og fundið sömu tengingu til hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Ef ég hefði dáið þá væri ég kannski þessi stjarna sem mínir nánustu gæti horft upp til og hugsað til mín og fundið fyrir minni nærveru. Það má sannarlega segja að jákvæðnin og heilbrigður lífstíll Svavars hafi komið honum þó hratt og örugglega í gegnum veikindi og lét hann þetta ekki á sig fá þar sem hann ákvað að gefa út 5 laga EP plötu sem hann hefur nú verið að vinna að með ýmsu tónlistarfólki hér á landi“ – Svavar. Fyrsta lagið hans Svavars á nýju plötunni kom út í dag og er dúett lag sem að Bjarni Ómar og Rakel Páls syngja, Ragnar Z. skrifaði textann og Vignir S. Vigfússon sá um upptökustjórn og útsetningu. Lagið er upplífgandi lag í anda Svavars og hans jákvæðna hugarfars sem ber hann langa leið í lífinu. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið