Samtök grænkera vilja alls engar hvalveiðar við Ísland Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. apríl 2022 15:03 Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi í pontu á ráðstefnunni á Hótel Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samtök grænkera á Íslandi ætla að berjast fyrir því að engar hvalveiðar verði við Íslandi í sumar í ljósi þess að hvalir séu mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar. Formaður samtakanna segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar hvalveiðar eru annars vegar. Nýjasta umhverfiskönnun frá Gallup sem gerð var í upphafi árs sýnir að um 15% fólks á aldrinum 18-29 ára borðar ekki kjöt, 9% að auki borða ekki rautt kjöt og 11% borða kjöt mjög sjaldan. Þetta er meðal þess, sem Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi sagði frá í erindi á ráðstefnunni, „Maturinn, jörðin og við“ á Selfossi nýlega. Valgerður er ötull talsmaður dýra enda er það eitt af aðalhlutverkum samtakanna að berjast fyrir hagsmunum þeirra. Valgerður var með erindi á ráðstefnu á Selfossi nýlega, sem bar þessa yfirskrift; "Er framtíðin vegan?"Magnús Hlynur Hreiðarsson „Velferð dýra er mikilvægasta málið. Það verður einhver að standa vörð um dýrin og bera hag þeirra fyrir brjósti númer eitt, tvö og þrjú og það er það, sem við brennum fyrir. Svo er það umhverfið líka, við viljum ekki vera umhverfissóðar í matvælaframleiðslu og verðum að huga að því að fara vel með jörðina okkar og svoleiðis,“ segir Valgerður. Ein af glærunum frá Valgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Valgerður segist ekki trúa því að hvalveiðar verði við Ísland í sumar eins og rætt hefur verið um. „Þannig að það er næsti slagur okkar, mótmæli gegn hvalveiðum og reyna að þrýsta á stjórnvöld að koma í veg fyrir það. Við höfum alltaf barist fyrir því hvalveiðar verði bannaðar á Íslandi, það er löngu komin tími til þess. Þetta er bæði af dýravelferðissjónarmiðum og umhverfissjónarmiðum vegna þess að hvalir eru mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar,“ segir hún. Valgerður segist ekki hafa mikið álit á Kristjáni Loftssyni, sem vill hefja hvalveiðar í sumar. „Það er ekki í boði að einn maður getið haldið uppi hvalveiðum, hann er síðasti móhíkaninn í þessu og okkur þykir nóg komið,“ segir Valgerður. Valgerður segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar kemur að hvalveiðum á Íslandi.VÍSIR/GETTY Árborg Hvalveiðar Vegan Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Nýjasta umhverfiskönnun frá Gallup sem gerð var í upphafi árs sýnir að um 15% fólks á aldrinum 18-29 ára borðar ekki kjöt, 9% að auki borða ekki rautt kjöt og 11% borða kjöt mjög sjaldan. Þetta er meðal þess, sem Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi sagði frá í erindi á ráðstefnunni, „Maturinn, jörðin og við“ á Selfossi nýlega. Valgerður er ötull talsmaður dýra enda er það eitt af aðalhlutverkum samtakanna að berjast fyrir hagsmunum þeirra. Valgerður var með erindi á ráðstefnu á Selfossi nýlega, sem bar þessa yfirskrift; "Er framtíðin vegan?"Magnús Hlynur Hreiðarsson „Velferð dýra er mikilvægasta málið. Það verður einhver að standa vörð um dýrin og bera hag þeirra fyrir brjósti númer eitt, tvö og þrjú og það er það, sem við brennum fyrir. Svo er það umhverfið líka, við viljum ekki vera umhverfissóðar í matvælaframleiðslu og verðum að huga að því að fara vel með jörðina okkar og svoleiðis,“ segir Valgerður. Ein af glærunum frá Valgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Valgerður segist ekki trúa því að hvalveiðar verði við Ísland í sumar eins og rætt hefur verið um. „Þannig að það er næsti slagur okkar, mótmæli gegn hvalveiðum og reyna að þrýsta á stjórnvöld að koma í veg fyrir það. Við höfum alltaf barist fyrir því hvalveiðar verði bannaðar á Íslandi, það er löngu komin tími til þess. Þetta er bæði af dýravelferðissjónarmiðum og umhverfissjónarmiðum vegna þess að hvalir eru mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar,“ segir hún. Valgerður segist ekki hafa mikið álit á Kristjáni Loftssyni, sem vill hefja hvalveiðar í sumar. „Það er ekki í boði að einn maður getið haldið uppi hvalveiðum, hann er síðasti móhíkaninn í þessu og okkur þykir nóg komið,“ segir Valgerður. Valgerður segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar kemur að hvalveiðum á Íslandi.VÍSIR/GETTY
Árborg Hvalveiðar Vegan Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira