Fótbolti

Arnautovic slökkti í veikum titilvonum Juventus

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/Getty

Juventus hefur líklega sagt sitt síðasta í baráttunni um ítalska meistaratitilinn eftir að hafa gert jafntefli á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Raunar voru Juventus menn stálheppnir að innbyrða eitt stig því Dusan Vlahovic bjargaði stigi fyrir heimaliðið með því að skora mark á fimmtu mínútu uppbótartímans þegar liðið fékk Bologna í heimsókn í dag. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Marko Arnautovic Bologna í forystu á 52.mínútu og sem fyrr segir virtist það lengi vel ætla að duga til sigurs.

Gestunum var gert erfitt um vik að halda forystunni á 84.mínútu þegar Adama Soumaoro fékk að líta rauða spjaldið. Félagi hans í vörn Bologna, hinn blóðheiti Gary Medel, fékk í kjölfarið tvö gul spjöld með nokkurra sekúndna millibili fyrir mótmæli og almenn leiðindi.

Lokatölur 1-1 og er Juventus því átta stigum frá toppliði Inter Milan þegar fimm umferðir eru eftir. Að auki eru Inter og Napoli á milli þeirra í töflunni.

Enginn Íslendingur var í leikmannahópi Venezia þegar liðið beið lægri hlut fyrir Fiorentina fyrr í dag, 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×