Hjalti: Töpuðum allt of mörgum boltum í allan vetur Ísak Óli Traustason skrifar 17. apríl 2022 22:20 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur var vonsvikinn eftir tap sinna manna gegn Tindastól í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar. „Ég hafði virkilega trú á því að við myndum taka þá hérna í kvöld,“ sagði Hjalti og bætti við að orkustig Stólanna hafi verið miklu hærra. Tapaðir boltar reyndust Keflvíkingum dýrkeyptir í leiknum en liðið tapaði 15 boltum í leiknum. „Við erum búnir að tapa fullt af boltum og allt of mörgum boltum, við erum með örugglega reynslumesta liðið hvað varðar bakverði í deildinni en við erum að tapa allt of mörgum boltum og líka óþvinguðum boltum í allan vetur,“ sagði Hjalti. „Ég held við séum að tapa flestum boltum í deildinni sem mér finnst skrítið, við erum að tapa að meðaltali 20 boltum í þessari seríu,“ sagði Hjalti. Tindastóll mættu af krafti í leikinn og gekk erfiðlega hjá Keflavík að svara ákefðinni hjá heimamönnum. „Þeir ýttu okkur út úr öllu og voru aggresívir og voru á línunni hjá dómurnum eða aðeins yfir það, þannig á bara að spila körfubolta. Við lúffuðum bara og bökkuð svolítið frá þeim,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í tímabilið sem heild sagði Hjalti að það væri alltaf vonbrigði fyrir Keflavík að tapa í 8-liða úrslitum og bætti því við án þess þó að afsaka neitt að þeir væru búnir að vera óheppnir í vetur. „David (David Okeke), sem að mínu mati var langbesti leikmaðurinn í þessari deild meiðist í deildarleik á móti Tindastól. CJ (CJ Burks) hvarf allt í einu og við tökum Mu (Mustapha Heron) inn, við náum varla tíu leikmönnum á löngu tímabili í vetur þar sem að menn eru bara veikir og vesen.“ Ofan á allt saman voru veikindi í liðinu. „Rétt fyrir playoffs var Hörður fárveikur, Jaka fárveikur, Valur fárveikur. Þegar að við spilum á móti Tindastól í deildinni þá vantar hálft liðið, seasonið er eins og það er en við áttum að gera betur hérna í kvöld,“ sagði Hjalti. Það var búinn að vera góður taktur í Keflavíkurliðinnu í undanförnum leikjum og tók Hjalti undir það. „Stígandinn var góður í liðinu, við vorum að gera betur og betur og betur, svo brotlendum við í þessum leik en spurning hvort að þetta hafi verið orkuleysi almennt. Hvort menn hafi verið búnir með orkuna eða hvað það var.“ „En að öðru leiti vorum við að gera vel í þessari seríu og við áttum að vinna hérna í þriðja leik að mínu mati og þá hefðum við klárað þetta heima en síðan brotlendum við í kvöld,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í það hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili svaraði hann því að hann væri til í að vera áfram. „En það er alltaf vonbrigði að Keflavík detti út í átta liða og Keflavík á ekki að detta út í átta liða,“ sagði Hjalti að lokum. Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 99-85 | Keflvíkingar niðurlægðir á Króknum Tindastóll verður með í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfubolta en Keflavík er farið í sumarfrí eftir að hafa beðið afhroð á Sauðárkróki í kvöld. 17. apríl 2022 21:10 Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Ég hafði virkilega trú á því að við myndum taka þá hérna í kvöld,“ sagði Hjalti og bætti við að orkustig Stólanna hafi verið miklu hærra. Tapaðir boltar reyndust Keflvíkingum dýrkeyptir í leiknum en liðið tapaði 15 boltum í leiknum. „Við erum búnir að tapa fullt af boltum og allt of mörgum boltum, við erum með örugglega reynslumesta liðið hvað varðar bakverði í deildinni en við erum að tapa allt of mörgum boltum og líka óþvinguðum boltum í allan vetur,“ sagði Hjalti. „Ég held við séum að tapa flestum boltum í deildinni sem mér finnst skrítið, við erum að tapa að meðaltali 20 boltum í þessari seríu,“ sagði Hjalti. Tindastóll mættu af krafti í leikinn og gekk erfiðlega hjá Keflavík að svara ákefðinni hjá heimamönnum. „Þeir ýttu okkur út úr öllu og voru aggresívir og voru á línunni hjá dómurnum eða aðeins yfir það, þannig á bara að spila körfubolta. Við lúffuðum bara og bökkuð svolítið frá þeim,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í tímabilið sem heild sagði Hjalti að það væri alltaf vonbrigði fyrir Keflavík að tapa í 8-liða úrslitum og bætti því við án þess þó að afsaka neitt að þeir væru búnir að vera óheppnir í vetur. „David (David Okeke), sem að mínu mati var langbesti leikmaðurinn í þessari deild meiðist í deildarleik á móti Tindastól. CJ (CJ Burks) hvarf allt í einu og við tökum Mu (Mustapha Heron) inn, við náum varla tíu leikmönnum á löngu tímabili í vetur þar sem að menn eru bara veikir og vesen.“ Ofan á allt saman voru veikindi í liðinu. „Rétt fyrir playoffs var Hörður fárveikur, Jaka fárveikur, Valur fárveikur. Þegar að við spilum á móti Tindastól í deildinni þá vantar hálft liðið, seasonið er eins og það er en við áttum að gera betur hérna í kvöld,“ sagði Hjalti. Það var búinn að vera góður taktur í Keflavíkurliðinnu í undanförnum leikjum og tók Hjalti undir það. „Stígandinn var góður í liðinu, við vorum að gera betur og betur og betur, svo brotlendum við í þessum leik en spurning hvort að þetta hafi verið orkuleysi almennt. Hvort menn hafi verið búnir með orkuna eða hvað það var.“ „En að öðru leiti vorum við að gera vel í þessari seríu og við áttum að vinna hérna í þriðja leik að mínu mati og þá hefðum við klárað þetta heima en síðan brotlendum við í kvöld,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í það hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili svaraði hann því að hann væri til í að vera áfram. „En það er alltaf vonbrigði að Keflavík detti út í átta liða og Keflavík á ekki að detta út í átta liða,“ sagði Hjalti að lokum.
Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 99-85 | Keflvíkingar niðurlægðir á Króknum Tindastóll verður með í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfubolta en Keflavík er farið í sumarfrí eftir að hafa beðið afhroð á Sauðárkróki í kvöld. 17. apríl 2022 21:10 Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 99-85 | Keflvíkingar niðurlægðir á Króknum Tindastóll verður með í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfubolta en Keflavík er farið í sumarfrí eftir að hafa beðið afhroð á Sauðárkróki í kvöld. 17. apríl 2022 21:10