Sex dæmdir til dauða og 82 í fangelsi fyrir grimmilegt morð Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2022 10:10 Nokkrir af mönnunum sem dæmdir voru í gær. Margir þeirra sem tóku þátt í ódæðinu tóku það upp á myndband og tóku myndir af sér með líki Diyawadana. AP/Aftab Rizvi Sex menn voru í gær dæmdir til dauða í Pakistan og tugir voru dæmdir í fangelsi fyrir morð. Í desember í fyrra myrti æstur múgur mann frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast. Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot og hafði hann tekið niður plaköt með nafni Múhameðs spámanns sem höfðu verið hengd upp á verksmiðjuna. Það gerði hann vegna þess að til stóð að þrífa veggina en var hann sakaður um guðlast. Æstur múgur mætti á staðinn og var Diyawadana dreginn út og barinn til dauða. Lík hans var síðan brennt út á götu. Margir sem tóku þátt í morðinu tóku það upp á myndbönd og tóku myndir af sér með líki Diyawadana. Krufning leiddi í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. 88 af 89 sakborningum voru dæmdir í gær. Eins og áður segir voru sex dæmdir til dauða, níu voru dæmdir til lífstíðarfangelsis og hinir voru dæmdir í tveggja til fimm ára fangelsi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Imran Khan, forsætisráðherra, sagði morð Diyawadana skammarlegt fyrir Pakistan. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan. Þá hefur því oft verið haldið fram að ásökunum um guðlast sé beitt í persónulegum deilum fólks. Í frétt DW er bent á að 26 ára kona hafi í janúar verið dæmd til dauða fyrir að dreifa mynd af Múhameð á WhatsApp. Þá réðst æstur múgur á mann sem á við geðræn veikindi að stríða í afskekktu þorpi í Pakistan og grýtti hann til dauða. Sá hafði verið sakaður um að brenna Kóraninn. Árið 2014 var kristið par myrt og lík þeirra brennd eftir að þau voru ranglega sökuð um að hafa vanvirt Kóraninn. Pakistan Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot og hafði hann tekið niður plaköt með nafni Múhameðs spámanns sem höfðu verið hengd upp á verksmiðjuna. Það gerði hann vegna þess að til stóð að þrífa veggina en var hann sakaður um guðlast. Æstur múgur mætti á staðinn og var Diyawadana dreginn út og barinn til dauða. Lík hans var síðan brennt út á götu. Margir sem tóku þátt í morðinu tóku það upp á myndbönd og tóku myndir af sér með líki Diyawadana. Krufning leiddi í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. 88 af 89 sakborningum voru dæmdir í gær. Eins og áður segir voru sex dæmdir til dauða, níu voru dæmdir til lífstíðarfangelsis og hinir voru dæmdir í tveggja til fimm ára fangelsi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Imran Khan, forsætisráðherra, sagði morð Diyawadana skammarlegt fyrir Pakistan. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan. Þá hefur því oft verið haldið fram að ásökunum um guðlast sé beitt í persónulegum deilum fólks. Í frétt DW er bent á að 26 ára kona hafi í janúar verið dæmd til dauða fyrir að dreifa mynd af Múhameð á WhatsApp. Þá réðst æstur múgur á mann sem á við geðræn veikindi að stríða í afskekktu þorpi í Pakistan og grýtti hann til dauða. Sá hafði verið sakaður um að brenna Kóraninn. Árið 2014 var kristið par myrt og lík þeirra brennd eftir að þau voru ranglega sökuð um að hafa vanvirt Kóraninn.
Pakistan Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira