Liverpool á toppinn eftir stórsigur í stórleiknum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. apríl 2022 20:55 Liverpool vann afar öruggan sigur gegn Manchester United í kvöld. Clive Brunskill/Getty Images Liverpool vann öruggan 4-0 sigur gegn Manchester United í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með sigrinum lyfti Liverpool sér í það minnsta tímabundið á toppinn. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, enda eru liðsmenn Liverpool í harðri baráttu um enska deildarmeistaratitilinn á meðan leikmenn United eltast við sæti í Meistaradeild Evrópu. Það var þó nokkuð fljótt ljóst hvort liðið myndi taka stigin þrjú því heimamenn í Liverpool, og þá sérstaklega framherjarnir þrír, léku á alls oddi. Luis Diaz kom heimamönnum í forystu strax á fimmtu mínútu eftir stoðsendingu frá Mohamed Salah áður en Salah skoraði sjálfur eftir stoðsendingu frá Sadio Mané rúmum stundarfjórðungi síðar. Staðan var því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja, en Sadio Mané breytti stöðunni í 3-0 þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka eftir stoðsendingu frá Luis Diaz. Diogo Jota kom svo inn á sem varamaður á 70. mínútu fyrir Liverpool og hann lagði upp fjórða og seinasta mark leiksins fyrir Mohamed Salah. Niðurstaðan varð því öruggur 4-0 sigur Liverpool og liðið fær sér sæti í efsta sæti deildarinnar. Liverpool er nú með 76 stig eftir 32 leiki, tveimur stigum meira en Manchester City sem situr í öðru sæti, en á leik til góða. Manchester United situr hins vegar í sjötta sæti deildarinnar með 54 stig eftir 33 leiki, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo ekki með gegn Liverpool í kvöld Enska knattspyrnufélagið Manchester United staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Cristiano Ronaldo yrði ekki með í leiknum við Liverpool í kvöld eftir að sonur hans lést við fæðingu í gær. 19. apríl 2022 11:33 Segir að Man Utd muni ekki fara þrjá áratugi án titils líkt og Liverpool Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari Manchester United, segir að lið sitt muni ekki fara þrjá áratugi án þess að vinna enska meistaratitilinn líkt og erkifjendur þeirra í Liverpool gerðu frá 1990 til 2020. 19. apríl 2022 08:30 Segir ástæðu fyrir því að ekkert lið hafi unnið fernuna: „Nánast ómögulegt“ Miðvörðurinn Virgil van Dijk segir að það væri algjör draumur fyrir Liverpool að vinna sögulega fernu, en að það sé einnig nánast ómögulegt. 19. apríl 2022 07:01
Liverpool vann öruggan 4-0 sigur gegn Manchester United í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með sigrinum lyfti Liverpool sér í það minnsta tímabundið á toppinn. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, enda eru liðsmenn Liverpool í harðri baráttu um enska deildarmeistaratitilinn á meðan leikmenn United eltast við sæti í Meistaradeild Evrópu. Það var þó nokkuð fljótt ljóst hvort liðið myndi taka stigin þrjú því heimamenn í Liverpool, og þá sérstaklega framherjarnir þrír, léku á alls oddi. Luis Diaz kom heimamönnum í forystu strax á fimmtu mínútu eftir stoðsendingu frá Mohamed Salah áður en Salah skoraði sjálfur eftir stoðsendingu frá Sadio Mané rúmum stundarfjórðungi síðar. Staðan var því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja, en Sadio Mané breytti stöðunni í 3-0 þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka eftir stoðsendingu frá Luis Diaz. Diogo Jota kom svo inn á sem varamaður á 70. mínútu fyrir Liverpool og hann lagði upp fjórða og seinasta mark leiksins fyrir Mohamed Salah. Niðurstaðan varð því öruggur 4-0 sigur Liverpool og liðið fær sér sæti í efsta sæti deildarinnar. Liverpool er nú með 76 stig eftir 32 leiki, tveimur stigum meira en Manchester City sem situr í öðru sæti, en á leik til góða. Manchester United situr hins vegar í sjötta sæti deildarinnar með 54 stig eftir 33 leiki, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo ekki með gegn Liverpool í kvöld Enska knattspyrnufélagið Manchester United staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Cristiano Ronaldo yrði ekki með í leiknum við Liverpool í kvöld eftir að sonur hans lést við fæðingu í gær. 19. apríl 2022 11:33 Segir að Man Utd muni ekki fara þrjá áratugi án titils líkt og Liverpool Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari Manchester United, segir að lið sitt muni ekki fara þrjá áratugi án þess að vinna enska meistaratitilinn líkt og erkifjendur þeirra í Liverpool gerðu frá 1990 til 2020. 19. apríl 2022 08:30 Segir ástæðu fyrir því að ekkert lið hafi unnið fernuna: „Nánast ómögulegt“ Miðvörðurinn Virgil van Dijk segir að það væri algjör draumur fyrir Liverpool að vinna sögulega fernu, en að það sé einnig nánast ómögulegt. 19. apríl 2022 07:01
Ronaldo ekki með gegn Liverpool í kvöld Enska knattspyrnufélagið Manchester United staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Cristiano Ronaldo yrði ekki með í leiknum við Liverpool í kvöld eftir að sonur hans lést við fæðingu í gær. 19. apríl 2022 11:33
Segir að Man Utd muni ekki fara þrjá áratugi án titils líkt og Liverpool Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari Manchester United, segir að lið sitt muni ekki fara þrjá áratugi án þess að vinna enska meistaratitilinn líkt og erkifjendur þeirra í Liverpool gerðu frá 1990 til 2020. 19. apríl 2022 08:30
Segir ástæðu fyrir því að ekkert lið hafi unnið fernuna: „Nánast ómögulegt“ Miðvörðurinn Virgil van Dijk segir að það væri algjör draumur fyrir Liverpool að vinna sögulega fernu, en að það sé einnig nánast ómögulegt. 19. apríl 2022 07:01