„Ég, eins og allir aðrir þarna úti á hluti við sjálfa mig sem mér finnst ekki fullkomnir. Og satt að segja er það í lagi svo lengi sem þú lætur það ekki hindra þig, eða hafa áhrif á þig daglega,“ skrifar Annie Mist á síðuna sína.
„Eitt af þessu er maginn á mér, nei hann lítur ekki eins út eftir óléttuna,“ segir hún og bætir því einnig við að hún sé með aðskilnað í kviðarholi (e.diastisis recti) sem hún hafi einnig verið með fyrir meðgöngu sína.
„Auk þess er ég með meiri húð á maganum. Ekki aðeins sé ég þetta heldur sýni ég þetta þegar ég er að æfa, þó að mér líki það ekki, þá skammast ég mín EKKI fyrir það.“
„Ég fæ athugarsemdir að ég hljóti að vera nota stera vegna þess að maginn á mér stingur út og að ég hljóti að vera ólétt aftur. Já þetta getur stungið, eins og fyrir hverja aðra manneskju,“ heldur hún áfram.
Annie Mist þakklát fylgjendum
Annie segist vera þakklát fyrir þá sem koma henni til varnar í athugasemdakerfum en sama hvað sé skrifað um hana er hún staðráðin í því að neikvæð ummæli munu ekki ná henni niður eða fá hana til að fela magann.
„Ég þekki aðra sem eru að ganga í gegnum það sama og jafnvel þó að flest okkar búi við líkamlegt óöryggi af einhverju tagi, þá er það EKKI eitthvað til þess að skammast sín fyrir og eitthvað sem ætti að fela.“
Endar á neglu
Annie endar færsluna með stórum og áhrifaríkum orðum og hrósum við hjá Lífinu henni fyrir þetta áhrifaríka innslag sem veitir öðrum eflaust innblástur.
„Orð hafa aðeins kraftinn sem ÞÚ gefur þeim. Það er undir þér komið hvort þú leyfir þeim að hafa áhrif á þig eða ekki.“