Rakel Tómasdóttir opnar sýninguna Hillingar: „Það er hægt að segja svo margt án orða“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. apríl 2022 11:31 Listakonan Rakel Tómasdóttir hefur löngum velt líkamstjáningu fyrir sér í list sinni. Hún opnar sýninguna Hillingar í dag klukkan 17:30. Aðsend Listakonan Rakel Tómasdóttir opnar sýninguna Hillingar í dag klukkan 17:30 í Núllinu, Bankastræti 0. Á sýningunni fá gestir rými til að velta raunveruleikanum fyrir sér ásamt því að verða hluti af verkunum, þar sem öll verkin eru máluð á plexiglerplötur ofan á spegil. Blaðamaður hafði samband við Rakel og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim. View this post on Instagram A post shared by Rakel Tomas (@rakeltomas) Hvaðan sækirðu innblástur fyrir sýningunni? Mér finnst fólk og samskipti milli fólks mjög áhugaverð, hvernig við sjáum okkur sjálf og aðra, hvernig fólk getur haft mismunandi hliðar og hagað sér öðruvísi í mismunandi aðstæðum. Fólk á það til að setja aðra í box enda eru steríótýpur eitthvað sem er mjög auðvelt að skilja og kannski þægilegra að meðtaka. En það er hægt að vera svo margt á sama tíma. Ég hef til dæmis aldrei litið á mig sem hina hefðbundnu listamannatýpu, geri oft grín að því að ég sé of mikil excel manneskja til að geta kallað mig listamann. Það var ákveðin uppgötvun fyrir mig fyrir nokkrum árum að það er hægt að vera bæði. View this post on Instagram A post shared by Rakel Tomas (@rakeltomas) Verkin mín hafa hingað til alltaf haft einhverskonar tengingu við kvenlíkama eða andlit. Líkamstjáning er nokkuð sem ég hef alltaf pælt mikið í, mögulega af því ég á stundum erfitt með að koma hlutunum í orð og það er hægt að segja svo margt án orða. Verkin eru öll máluð á plexiglerplötur sem fara ofan á spegil, fólk sér sína eigin spegilmynd í verkunum en með einhverskonar viðbót eða brenglun, andlitum sem tákna annað fólk í kringum okkur. Hversu mikið af sjálfinu okkar er litað af öðru fólki, skoðunum annarra eða okkar eigin hugmyndum um það hvernig aðrir sjá okkur? View this post on Instagram A post shared by Rakel Tomas (@rakeltomas) Hvaðan kemur nafn sýningarinnar, Hillingar? Hillingar eru einhverskonar brenglun á raunveruleikanum. Að sjá einhvern eða eitthvað í hillingum þýðir yfirleitt að hlutirnir virðast aðeins betri en þeir eru ef til vill í raun. Hillingar geta líka verið ofskynjanir. Ég hlustaði á áhugavert viðtal um daginn, það tengdist reyndar notkun ofskynjunarlyfja, en þar sagði Anil Seth, taugasérfræðingur að tæknilega séð séum við öll að upplifa ofskynjanir allan daginn, alla daga en þær ofskynjanir sem við erum sammála um köllum við raunveruleika. Mér fannst þetta skemmtileg pæling og gaman að velta þessu fyrir mér. Við vitum sem er að ólíkt fólk upplifir oft raunveruleikann á mjög ólíkan hátt. Hvaða raunveruleiki er réttur? View this post on Instagram A post shared by Rakel Tomas (@rakeltomas) Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef verið að vinna með spegla í langan tíma. Þeir komu fyrst við sögu í lokaverkefninu mínu í Listaháskólanum 2016 og seinast í sýningunni minni „Hvar ertu?“ í fyrra. Ég myndi segja að þessi verk séu einhverskonar ný samblandan af verkum og aðferðum sem ég hef verið að nota. En ég byrjaði að vinna verkin sem eru á sýningunni í febrúar. Það er ekkert sérstaklega langur tími enda hentar það mér vel að vinna verkefni hratt, taka tarnir og ofhugsa ekki alla hluti. Þá myndi ekkert gerast hjá mér! View this post on Instagram A post shared by Rakel Tomas (@rakeltomas) Annað sem þú vilt taka fram? Sýningin opnar í Núllinu í Bankastræti í dag, miðvikudaginn 20. apríl, og stendur fram á sunnudaginn 24. apríl. View this post on Instagram A post shared by Rakel Tomas (@rakeltomas) Myndlist Menning Tengdar fréttir Hugmyndin kviknaði vegna innilokunarkenndar í samkomubanni Listakonan Rakel Tómasdóttir, betur þekkt sem Rakel Tómas, setti af stað litaáskorun í samkomubanninu sem vakið hefur verðskuldaða athygli. 24. mars 2020 16:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Rakel Tomas (@rakeltomas) Hvaðan sækirðu innblástur fyrir sýningunni? Mér finnst fólk og samskipti milli fólks mjög áhugaverð, hvernig við sjáum okkur sjálf og aðra, hvernig fólk getur haft mismunandi hliðar og hagað sér öðruvísi í mismunandi aðstæðum. Fólk á það til að setja aðra í box enda eru steríótýpur eitthvað sem er mjög auðvelt að skilja og kannski þægilegra að meðtaka. En það er hægt að vera svo margt á sama tíma. Ég hef til dæmis aldrei litið á mig sem hina hefðbundnu listamannatýpu, geri oft grín að því að ég sé of mikil excel manneskja til að geta kallað mig listamann. Það var ákveðin uppgötvun fyrir mig fyrir nokkrum árum að það er hægt að vera bæði. View this post on Instagram A post shared by Rakel Tomas (@rakeltomas) Verkin mín hafa hingað til alltaf haft einhverskonar tengingu við kvenlíkama eða andlit. Líkamstjáning er nokkuð sem ég hef alltaf pælt mikið í, mögulega af því ég á stundum erfitt með að koma hlutunum í orð og það er hægt að segja svo margt án orða. Verkin eru öll máluð á plexiglerplötur sem fara ofan á spegil, fólk sér sína eigin spegilmynd í verkunum en með einhverskonar viðbót eða brenglun, andlitum sem tákna annað fólk í kringum okkur. Hversu mikið af sjálfinu okkar er litað af öðru fólki, skoðunum annarra eða okkar eigin hugmyndum um það hvernig aðrir sjá okkur? View this post on Instagram A post shared by Rakel Tomas (@rakeltomas) Hvaðan kemur nafn sýningarinnar, Hillingar? Hillingar eru einhverskonar brenglun á raunveruleikanum. Að sjá einhvern eða eitthvað í hillingum þýðir yfirleitt að hlutirnir virðast aðeins betri en þeir eru ef til vill í raun. Hillingar geta líka verið ofskynjanir. Ég hlustaði á áhugavert viðtal um daginn, það tengdist reyndar notkun ofskynjunarlyfja, en þar sagði Anil Seth, taugasérfræðingur að tæknilega séð séum við öll að upplifa ofskynjanir allan daginn, alla daga en þær ofskynjanir sem við erum sammála um köllum við raunveruleika. Mér fannst þetta skemmtileg pæling og gaman að velta þessu fyrir mér. Við vitum sem er að ólíkt fólk upplifir oft raunveruleikann á mjög ólíkan hátt. Hvaða raunveruleiki er réttur? View this post on Instagram A post shared by Rakel Tomas (@rakeltomas) Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef verið að vinna með spegla í langan tíma. Þeir komu fyrst við sögu í lokaverkefninu mínu í Listaháskólanum 2016 og seinast í sýningunni minni „Hvar ertu?“ í fyrra. Ég myndi segja að þessi verk séu einhverskonar ný samblandan af verkum og aðferðum sem ég hef verið að nota. En ég byrjaði að vinna verkin sem eru á sýningunni í febrúar. Það er ekkert sérstaklega langur tími enda hentar það mér vel að vinna verkefni hratt, taka tarnir og ofhugsa ekki alla hluti. Þá myndi ekkert gerast hjá mér! View this post on Instagram A post shared by Rakel Tomas (@rakeltomas) Annað sem þú vilt taka fram? Sýningin opnar í Núllinu í Bankastræti í dag, miðvikudaginn 20. apríl, og stendur fram á sunnudaginn 24. apríl. View this post on Instagram A post shared by Rakel Tomas (@rakeltomas)
Myndlist Menning Tengdar fréttir Hugmyndin kviknaði vegna innilokunarkenndar í samkomubanni Listakonan Rakel Tómasdóttir, betur þekkt sem Rakel Tómas, setti af stað litaáskorun í samkomubanninu sem vakið hefur verðskuldaða athygli. 24. mars 2020 16:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hugmyndin kviknaði vegna innilokunarkenndar í samkomubanni Listakonan Rakel Tómasdóttir, betur þekkt sem Rakel Tómas, setti af stað litaáskorun í samkomubanninu sem vakið hefur verðskuldaða athygli. 24. mars 2020 16:00