Of Monsters and Men með nýtt lag og myndband Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. apríl 2022 10:00 Of Monsters and Men voru að gefa út nýtt tónlistarmyndband, það fyrsta sem Arnar trommari sveitarinnar leikstýrir. Skjáskot/Youtube Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gefið út lagið This Happiness. Lagið er hluti af EP plötunni TÍU sem er gefin út samhliða samnefndri heimildarmynd sem var tekin upp hér á landi á síðasta ári. Myndbandið við lagið This Happiness er það fyrsta myndband sem Arnar Rósenkranz, trommuleikari sveitarinnar leikstýrir. Stella Rónsenkranz er danshöfundur og framleiddi myndbandið. Um kvikmyndatöku sá Hákon Sverrisson og klippari var Guðlaugur Andri Eyþórsson. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Í heimildarmyndinni TÍU, sem er leikstýrð af Dean Deblois (Heima, Lilo & Stitch, How to Train Your Dragon), er sveitinni fylgt eftir víðsvegar um landið eftir að alheimstónleikaferð þeirra var stytt, sökum Covid faraldursins. Í stað þess að ferðast um heiminn að spila fyrir fullum tónleikahöllum og tónlistarhátíðum var ferðin tekin um landið þar sem þau fluttu nýju lögin sín á stöðum víðsvegar um landið. Úr því varð heimildarmyndin „TÍU“ ásamt samnefndri stuttskífu (EP) með vel völdum upptökum úr ferðinni. Hljómsveitin Of Monsters and Men er á leið á Tribeca Film Festival.Aðsent „TÍU“ verður frumsýnd á 2022 Tribeca Film Festival þann 9. júní og kemur EP platan út þann 10. júní. Þá kom 10 ára afmælisútgáfa My Head Is an Animal út í lok síðasta árs en vínyl útgáfa plötunnar er nú loksins væntanleg í verslanir á næstu dögum. Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Myndbandið við lagið This Happiness er það fyrsta myndband sem Arnar Rósenkranz, trommuleikari sveitarinnar leikstýrir. Stella Rónsenkranz er danshöfundur og framleiddi myndbandið. Um kvikmyndatöku sá Hákon Sverrisson og klippari var Guðlaugur Andri Eyþórsson. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Í heimildarmyndinni TÍU, sem er leikstýrð af Dean Deblois (Heima, Lilo & Stitch, How to Train Your Dragon), er sveitinni fylgt eftir víðsvegar um landið eftir að alheimstónleikaferð þeirra var stytt, sökum Covid faraldursins. Í stað þess að ferðast um heiminn að spila fyrir fullum tónleikahöllum og tónlistarhátíðum var ferðin tekin um landið þar sem þau fluttu nýju lögin sín á stöðum víðsvegar um landið. Úr því varð heimildarmyndin „TÍU“ ásamt samnefndri stuttskífu (EP) með vel völdum upptökum úr ferðinni. Hljómsveitin Of Monsters and Men er á leið á Tribeca Film Festival.Aðsent „TÍU“ verður frumsýnd á 2022 Tribeca Film Festival þann 9. júní og kemur EP platan út þann 10. júní. Þá kom 10 ára afmælisútgáfa My Head Is an Animal út í lok síðasta árs en vínyl útgáfa plötunnar er nú loksins væntanleg í verslanir á næstu dögum.
Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira