Enski boltinn

Man Utd stað­festir að Erik ten Hag sé nýr þjálfari liðsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýr þjálfari Man United.
Nýr þjálfari Man United. Geert van Erven/Getty Images

Manchester United hefur staðfest að Erik ten Hag sé nýr þjálfari liðsins. Þetta kemur fram á vef félagsins sem og samfélagsmiðlum þess í dag.

Það hefur allt bent til þess að hinn hollenski Ten Hag myndi taka við stjórnartaumum Man United en félagið hefur verið í þjálfaraleit síðan Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn fyrr á leiktíðinni.

Nú hefur verið staðfest að Ten Hag - sem í dag þjálfar Ajax - muni taka við sem þjálfari Man Utd í sumar. Hann á enn eftir að fá atvinnuleyfi en þegar það er komið í hús verður þriggja ára samingur niðurstaðan. 

„Það er mikill heiður að vera ráðinn sem þjálfari Manchester United. Ég er mjög spenntur fyrir áskoruninni sem er framundan. Ég þekki sögu þessa merka félags og ástríðu stuðningsfólks þess. Ég er mjög ákveðinn í að búa til lið sem getur barist um titlana sem stuðningsfólkið á skilið,“ sagði Ten Hag er það var gert opinbert að hann myndi taka við Man Utd.

„Það verður erfitt að yfirgefa Ajax eftir þessi frábæru ár. Ég lofa stuðningsfólki félagsins að ég verð mjög einbeittur allt þangað til tímabilinu lýkur,“ sagði Hollendingurinn einnig.


Tengdar fréttir

Fullyrðir að Ten Hag sé að taka við United

Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir að Hollendingurinn Erik ten Hag sé í þann mund að ganga frá samningum við enska knattspyrnufélagið Manchester United.

Dortmund og RB Leipzig vilja Ten Hag

Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag er talin vera líklegastur af veðbönkum til að taka við af Ralf Ragnick sem næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Ten Hag hefur nú þegar fundað með Manchester United en nú hafa þýsku liðin Dortmund og RB Leipzig bæst við í kapphlaupið um Hollendingin.

Ten Hag gert munn­legt sam­komu­lagi við Man United

Hinn hollenski Erik Ten Hag mun stýra enska knattspyrnuliðinu Manchester United á næstu leiktíð. Það virðist aðeins formsatriði hvenær hann verður kynntur til leiks ef marka má fjölmiðla erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×