Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. apríl 2022 23:33 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Egill Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. Þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir hvaðanæva að um nýafstaðið útboð ríkisins á hlut í Íslandsbanka er fjármálaráðherra sáttur með heildarútkomuna. „Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrir fram,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Nokkrir mótmælafundir hafa verið haldnir á Austurvelli síðustu daga þar sem kallað hefur verið eftir afsögn Bjarna. Mótmælin hafa verið ansi fjölmenn hingað til. Afar fámenn mótmæli fóru hins vegar fram fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun á meðan ríkisstjórnin fundaði þar sem einn var handtekinn fyrir að vera með blys. Fréttastofa var á staðnum í morgun og náði handtökunni á myndband: „Pólitíska ábyrgðin er alltaf hjá mér“ Rétt eftir páska greindi ríkisstjórnin frá því að hún hygðist leggja niður Bankasýslu ríkisins og bíða með að selja restina af Íslandsbanka í bili. Bjarni þvertekur fyrir að með þessu sé verið að firra hann ábyrgð á því sem betur hefði mátt fara í ferlinu eins og margir úr stjórnarandstöðunni hafa haldið fram. „Nei, nei. Pólitíska ábyrgðin er alltaf hjá mér,“ segir hann. „Þau atriði sem eru núna til skoðunar eru svona dáldið sértæk og varða svona útfærslu og framkvæmdaleg atriði fyrst og fremst sýnist mér. En við skulum bara sjá. Við skulum bíða eftir niðurstöðu ríkisendurskoðunar og sjá hvað kemur út úr því og sömuleiðis hvað Seðlabankinn segir.“ Vantreystir ekki Bankasýslunni Hann segir að með því að leggja bankasýslu ríkisins niður sé verið að breyta öllu regluverkinu fyrir næsta söluferli. „Við bendum á þætti sem varða gagnsæi og upplýsingagjöf sem að mínu mati hafa verið dálítið gagnrýnisverð í síðasta útboði. Og auðvelt að vísa bara til umræðunnar sem hefur verið um það. Og hyggjumst leggja til nýtt fyrirkomulag til framtíðar. Og þetta eru bara tvö aðskilin mál í mínum huga,“ segir Bjarni. Þannig sé ekki um áfellisdóm yfir Bankasýslu ríkisins að ræða. „Sko, ef að málið snerist um algert vantraust á Bankasýsluna þá hefðum við einfaldlega sagt það. Þá hefðum við óskað eftir því að stjórnin myndi víkja og stjórnendur. Það er ekki það sem við erum að gera,“ segir Bjarni. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21 83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. 20. apríl 2022 07:26 Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir hvaðanæva að um nýafstaðið útboð ríkisins á hlut í Íslandsbanka er fjármálaráðherra sáttur með heildarútkomuna. „Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrir fram,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Nokkrir mótmælafundir hafa verið haldnir á Austurvelli síðustu daga þar sem kallað hefur verið eftir afsögn Bjarna. Mótmælin hafa verið ansi fjölmenn hingað til. Afar fámenn mótmæli fóru hins vegar fram fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun á meðan ríkisstjórnin fundaði þar sem einn var handtekinn fyrir að vera með blys. Fréttastofa var á staðnum í morgun og náði handtökunni á myndband: „Pólitíska ábyrgðin er alltaf hjá mér“ Rétt eftir páska greindi ríkisstjórnin frá því að hún hygðist leggja niður Bankasýslu ríkisins og bíða með að selja restina af Íslandsbanka í bili. Bjarni þvertekur fyrir að með þessu sé verið að firra hann ábyrgð á því sem betur hefði mátt fara í ferlinu eins og margir úr stjórnarandstöðunni hafa haldið fram. „Nei, nei. Pólitíska ábyrgðin er alltaf hjá mér,“ segir hann. „Þau atriði sem eru núna til skoðunar eru svona dáldið sértæk og varða svona útfærslu og framkvæmdaleg atriði fyrst og fremst sýnist mér. En við skulum bara sjá. Við skulum bíða eftir niðurstöðu ríkisendurskoðunar og sjá hvað kemur út úr því og sömuleiðis hvað Seðlabankinn segir.“ Vantreystir ekki Bankasýslunni Hann segir að með því að leggja bankasýslu ríkisins niður sé verið að breyta öllu regluverkinu fyrir næsta söluferli. „Við bendum á þætti sem varða gagnsæi og upplýsingagjöf sem að mínu mati hafa verið dálítið gagnrýnisverð í síðasta útboði. Og auðvelt að vísa bara til umræðunnar sem hefur verið um það. Og hyggjumst leggja til nýtt fyrirkomulag til framtíðar. Og þetta eru bara tvö aðskilin mál í mínum huga,“ segir Bjarni. Þannig sé ekki um áfellisdóm yfir Bankasýslu ríkisins að ræða. „Sko, ef að málið snerist um algert vantraust á Bankasýsluna þá hefðum við einfaldlega sagt það. Þá hefðum við óskað eftir því að stjórnin myndi víkja og stjórnendur. Það er ekki það sem við erum að gera,“ segir Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21 83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. 20. apríl 2022 07:26 Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21
83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. 20. apríl 2022 07:26
Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34