Eitís skotin gleði í bland við gljáa 21. aldarinnar Steinar Fjeldsted skrifar 22. apríl 2022 21:01 Heiðrún Anna, sem margir þekkja úr hljómsveitum á borð við Cigarette og Gloss, býður upp á draumkennt og dáleiðandi syntapopp á sinni fyrstu sólóplötu, Melodramatic. Á þessari djörfu frumraun blandar Heiðrún Anna samana eitís skotinni gleði við gljáa 21. aldar í grípandi laglínum og textum sem fjalla um losta, ástarsorg og aðrar hjartans ófarir. Melodramatic er innblásin af klassísku poppi 9. áratugarins, þar sem aðdáun Heiðrúnar Önnur á smellum tímabilsins skín í gegn. Hljóðheimurinn er undir áhrifum tónlistarmanna á borð við Beach House, Charlotte Gainsbourg, Lykke Li, Vanessa Paradise, Blondie og The Weeknd. Platan samanstendur af tíu glitrandi popplögum þar sem gáskafull raddbeiting Heiðrúnar nýtur sín til fulls og hljómurinn sendir hlustandann í sannkallaða syntavímu. Hönnun og útlit plötunnar og smáskífna var í höndum Julia Verhoeven en verk hennar hafa verið sýnd víða, m.a. hjá V & A and The Hayward. Hápunktar plötunnar eru lög á borð við Borderline, Love Don’t Come Easy, Daydreamer og Erasing You, sem fjallar um togkraft liðinna ástarsambanda. „Það fjallar um tilfinningar og hvað það getur verið þreytandi að hætta og byrja aftur,“ segir Heiðrún Anna. „Og ákveða loksins að eina leiðin til að ljúka því af fyrir fullt og allt er að eyða viðkomandi úr lífi sínu og hætta að svara í símann“ – Heiðrún Anna. Það er meiri ástarsorg í hinu viðkvæma No Valium en Call it Melodramatic kemur taktinum aftur af stað. You Can Go Your Own Way er hinn fullkomni sumarsmellur og í laginu Cindy syngur Heiðrún Anna á íslensku einn af áhrifavöldum sínum í æsku, Cindy Lauper og lagið Girls Just Wanna Have Fun. Melodramatic er opinská og einlæg plata með fantavel sömdum rafpopplögum. Pródusent er Liam Howe, sem hefur unnið með listamönnum á borð við Lana Del Rey, MARINA, FKA twigs og Ellie Goulding. Fjallað hefur verið um plötuna til þessa má The Independent, Official Charts, Wonderland, Euphoria, Lock Magazine, Music News og When The Horn Blows, auk þess sem lög af henni hafa ratað á spilunarlista Spotify, þar á meðal New Music Friday Iceland. Heidrunanna.com / Instagram Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið
Á þessari djörfu frumraun blandar Heiðrún Anna samana eitís skotinni gleði við gljáa 21. aldar í grípandi laglínum og textum sem fjalla um losta, ástarsorg og aðrar hjartans ófarir. Melodramatic er innblásin af klassísku poppi 9. áratugarins, þar sem aðdáun Heiðrúnar Önnur á smellum tímabilsins skín í gegn. Hljóðheimurinn er undir áhrifum tónlistarmanna á borð við Beach House, Charlotte Gainsbourg, Lykke Li, Vanessa Paradise, Blondie og The Weeknd. Platan samanstendur af tíu glitrandi popplögum þar sem gáskafull raddbeiting Heiðrúnar nýtur sín til fulls og hljómurinn sendir hlustandann í sannkallaða syntavímu. Hönnun og útlit plötunnar og smáskífna var í höndum Julia Verhoeven en verk hennar hafa verið sýnd víða, m.a. hjá V & A and The Hayward. Hápunktar plötunnar eru lög á borð við Borderline, Love Don’t Come Easy, Daydreamer og Erasing You, sem fjallar um togkraft liðinna ástarsambanda. „Það fjallar um tilfinningar og hvað það getur verið þreytandi að hætta og byrja aftur,“ segir Heiðrún Anna. „Og ákveða loksins að eina leiðin til að ljúka því af fyrir fullt og allt er að eyða viðkomandi úr lífi sínu og hætta að svara í símann“ – Heiðrún Anna. Það er meiri ástarsorg í hinu viðkvæma No Valium en Call it Melodramatic kemur taktinum aftur af stað. You Can Go Your Own Way er hinn fullkomni sumarsmellur og í laginu Cindy syngur Heiðrún Anna á íslensku einn af áhrifavöldum sínum í æsku, Cindy Lauper og lagið Girls Just Wanna Have Fun. Melodramatic er opinská og einlæg plata með fantavel sömdum rafpopplögum. Pródusent er Liam Howe, sem hefur unnið með listamönnum á borð við Lana Del Rey, MARINA, FKA twigs og Ellie Goulding. Fjallað hefur verið um plötuna til þessa má The Independent, Official Charts, Wonderland, Euphoria, Lock Magazine, Music News og When The Horn Blows, auk þess sem lög af henni hafa ratað á spilunarlista Spotify, þar á meðal New Music Friday Iceland. Heidrunanna.com / Instagram Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið