Miðjumaðurinn eftirsótti neitar að skrifa undir nýjan samning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2022 22:45 Declan Rice er talinn vilja komast frá West Ham. EPA-EFE/Peter Powell Declan Rice, miðjumaður enska fótboltaliðsins West Ham United og enska landsliðsins, neitar að skrifa undir nýjan samning við félagið. Alls hefur hann hafnað þremur samningstilboðum félagsins. Ýtir það undir þær vangaveltur að hann gæti verið á förum frá félaginu Hinn 23 ára gamli Rice er einkar eftirsóttur og hefur helst verið orðaður við Manchester United. David Moyes, þjálfari West Ham, hefur sagt að leikmaðurinn sé falur fyrir rúmlega 100 milljónir punda og vill augljóslega halda Rice í röðum Hamranna enda einn besti leikmaður liðsins og með betri miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Rice er samningsbundinn West Ham til sumarsins 2024 en það virðist þó stefna í að Rice færi sig um set. Það er hins vegar ákvæði í samningnum sem leyfir West Ham að framlengja samninginn um ár en það er spurning hvort félagið vilji hafa leikmann í sínum röðum sem vill ólmur komast annað. Fjölmiðlar í Bretlandi segja að Rice hafi nú hafnað þremur tilboðum frá West Ham. Það síðasta hefði gert hann að launahæsta leikmanni í sögu félagsins. Hljóðaði tilboðið upp á 200 þúsund pund á viku. Declan Rice has turned down a third offer of a new contract from West Ham and is open to a summer transfer.Story: @FabrizioRomano https://t.co/TUFe4ZivN9— Guardian sport (@guardian_sport) April 22, 2022 Ásamt Man United er talið að Chelsea – uppeldisfélag Rice – hafi áhuga á þessum enska landsliðsmannin sem þó lék með öllum yngri landsliðum Írlands áður en hann ákvað að A-landsliðsferill með Englandi væri skemmtilegri. West Ham er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 52 stig, tveimur stigum minna en Man United og tíu stigum minna en Chelsea sem á þó tvo leiki til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Rice er einkar eftirsóttur og hefur helst verið orðaður við Manchester United. David Moyes, þjálfari West Ham, hefur sagt að leikmaðurinn sé falur fyrir rúmlega 100 milljónir punda og vill augljóslega halda Rice í röðum Hamranna enda einn besti leikmaður liðsins og með betri miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Rice er samningsbundinn West Ham til sumarsins 2024 en það virðist þó stefna í að Rice færi sig um set. Það er hins vegar ákvæði í samningnum sem leyfir West Ham að framlengja samninginn um ár en það er spurning hvort félagið vilji hafa leikmann í sínum röðum sem vill ólmur komast annað. Fjölmiðlar í Bretlandi segja að Rice hafi nú hafnað þremur tilboðum frá West Ham. Það síðasta hefði gert hann að launahæsta leikmanni í sögu félagsins. Hljóðaði tilboðið upp á 200 þúsund pund á viku. Declan Rice has turned down a third offer of a new contract from West Ham and is open to a summer transfer.Story: @FabrizioRomano https://t.co/TUFe4ZivN9— Guardian sport (@guardian_sport) April 22, 2022 Ásamt Man United er talið að Chelsea – uppeldisfélag Rice – hafi áhuga á þessum enska landsliðsmannin sem þó lék með öllum yngri landsliðum Írlands áður en hann ákvað að A-landsliðsferill með Englandi væri skemmtilegri. West Ham er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 52 stig, tveimur stigum minna en Man United og tíu stigum minna en Chelsea sem á þó tvo leiki til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira