Lyon vann PSG án Söru Atli Arason skrifar 24. apríl 2022 17:15 Wendie Renard, leikmaður Lyon, skorar úr vítaspyrnu í leiknum Getty Images Lyon vann 3-2 endurkomusigur í ótrúlegum leik í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Var þetta fyrri viðureign liðanna af tveimur en leikið var á Parc Olympique Lyonnais, heimavelli Lyon. Sara Björk Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Lyon. Marie-Antoinette Katoto kom gestunum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins en Wendie Renard jafnaði leikinn úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Catarina Macario, leikmaður Lyon, skoraði svo tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn til að koma Lyon í tveggja marka forystu áður en Paulina Dudek minnkaði muninn niður í 3-2 með marki úr vítaspyrnu á 58. mínútu. Lokatölur 3-2 í leik sem hefur verið nefndur baráttan um Frakkland. Seinni viðureign liðanna er næsta laugardag og þá er óhætt að lofa spennu og hita miðað við fyrri leikinn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Lyon vann 3-2 endurkomusigur í ótrúlegum leik í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Var þetta fyrri viðureign liðanna af tveimur en leikið var á Parc Olympique Lyonnais, heimavelli Lyon. Sara Björk Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Lyon. Marie-Antoinette Katoto kom gestunum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins en Wendie Renard jafnaði leikinn úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Catarina Macario, leikmaður Lyon, skoraði svo tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn til að koma Lyon í tveggja marka forystu áður en Paulina Dudek minnkaði muninn niður í 3-2 með marki úr vítaspyrnu á 58. mínútu. Lokatölur 3-2 í leik sem hefur verið nefndur baráttan um Frakkland. Seinni viðureign liðanna er næsta laugardag og þá er óhætt að lofa spennu og hita miðað við fyrri leikinn.
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn