RÚV jók auglýsingatekjur um 400 milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 16:08 Auglýsingatekjur RÚV í fyrra voru rúmir tveir milljarðar. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið skilaði rúmlega 40 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári. Auglýsingatekjur félagsins voru rúmlega tveir milljarðar. Þetta kemur fram í ársreikningi RÚV sem birtur var í síðustu viku. Rekstrarhagnaður RÚV var tæplega 300 milljónir króna en eftir greiðslu fjármagnsgjalda upp á 254 milljónir stendur eftir 45,2 milljóna hagnaður fyrirtækisins. Ríkið er eini hluthafi RÚV ohf. Í skýrslu stjórnar kemur jafnframt fram að áhrif kórónuveirunnar á rekstur RÚV hafi ekki verið mikil. Sett hafi verið af stað viðbragðsáætlun í upphafi faraldursins þar sem lögð var áhersla á öryggi starfsmanna sem og að RÚV gæti sinnt sínu hlutverki sem almannaþjónustumiðill. Segir að vel hafi tekist að verja starfsemi RÚV og tryggja órofinn rekstur. Einnig er tekið fram að vanskil vegna krafna hafi ekki aukist að neinu ráði og að starfsemi fyrirtækisins hafi gengið vel þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Markmið að reksturinn sé hallalaus Í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra um ársreikninginn kemur fram að skuldir RÚV hafi um árabil verið háar meðal annars vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum. Fram kemur að þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á síðustu árum, sem leitt hafi til lækkunar skulda, telji stjórn RÚV að félagið sé enn of skuldsett. Þjónustusamningur RÚV við mennta- og menningarmálaráðuneytið rennur út 31.desember 2023 en tekjur RÚV koma frá ríkinu sem og sölu auglýsinga. Tekjur af auglýsingum námu rúmum tveimur milljörðum á síðasta ári samanborið við rúma 1,6 milljarða árið áður. Í skýrslunni segir að markmið stjórnar hafi verið að rekstur RÚV sé ávallt hallalaus en félagið tapaði rúmum 200 milljónum á rekstrarárinu 2020. Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi RÚV sem birtur var í síðustu viku. Rekstrarhagnaður RÚV var tæplega 300 milljónir króna en eftir greiðslu fjármagnsgjalda upp á 254 milljónir stendur eftir 45,2 milljóna hagnaður fyrirtækisins. Ríkið er eini hluthafi RÚV ohf. Í skýrslu stjórnar kemur jafnframt fram að áhrif kórónuveirunnar á rekstur RÚV hafi ekki verið mikil. Sett hafi verið af stað viðbragðsáætlun í upphafi faraldursins þar sem lögð var áhersla á öryggi starfsmanna sem og að RÚV gæti sinnt sínu hlutverki sem almannaþjónustumiðill. Segir að vel hafi tekist að verja starfsemi RÚV og tryggja órofinn rekstur. Einnig er tekið fram að vanskil vegna krafna hafi ekki aukist að neinu ráði og að starfsemi fyrirtækisins hafi gengið vel þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Markmið að reksturinn sé hallalaus Í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra um ársreikninginn kemur fram að skuldir RÚV hafi um árabil verið háar meðal annars vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum. Fram kemur að þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á síðustu árum, sem leitt hafi til lækkunar skulda, telji stjórn RÚV að félagið sé enn of skuldsett. Þjónustusamningur RÚV við mennta- og menningarmálaráðuneytið rennur út 31.desember 2023 en tekjur RÚV koma frá ríkinu sem og sölu auglýsinga. Tekjur af auglýsingum námu rúmum tveimur milljörðum á síðasta ári samanborið við rúma 1,6 milljarða árið áður. Í skýrslunni segir að markmið stjórnar hafi verið að rekstur RÚV sé ávallt hallalaus en félagið tapaði rúmum 200 milljónum á rekstrarárinu 2020.
Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira