„Það er verið að ræna þjóðareign“ Bjarki Sigurðsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 23. apríl 2022 20:28 Erpur Eyvindarson og Ágúst Bent á mótmælunum í dag. Stöð 2 Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. „Mótmælendum hefur fjölgað um helming í bæði skiptin. Þetta er í þriðja skiptið sem við hittumst hérna. Og það hefur farið ört vaxandi í hvert skipti. Fjölmennust núna í dag. Fleiri þúsund manns,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna, í samtali við fréttastofu. Og það er hugur í mótmælendum. Fundurinn í dag var alls ekki sá síðasti. „Alls ekki. Ekki eins og þú heyrðir á fólkinu, það vill hittast hérna aftur. Það er gríðarleg óánægja meðal almennings út af þessari bankasölu og bara spillingunni sem hún afhjúpar.“ Hallgerður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna.Stöð 2 Almenningur ósáttur með söluna Almenningur hefur sitt um málið að segja og er mikill meirihluti landsmanna ósáttur með söluna. „Ég fyrir það fyrsta deili ekki þeim trúarbrögðum að ríkið megi ekki eiga banka. Í öðru lagi að ef að það á að selja slíka eign er lágmark að það verði gert fyrir hámarksvirði. Og þetta ferli stenst bara enga skoðun,“ sagði Hjálmar Theodórsson, einn mótmælenda. Þrír fluttu ræður við mótmælin en nokkurs konar útihátíðarbragur myndaðist í góða veðrinu þar sem fólk fékk sér kaffi inni í tjaldi og hlýddi jafnvel á tónlistarflutning við upphaf og lok mótmælanna. „Við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla“ Rapphljómsveitin XXX Rottweilerhundar voru mættir til að loka mótmælafundinum en meðlimir hennar hafa í gegn um tíðina verið ansi pólitískir í list sinni. „Þetta er ekki þeirra eign. Það er verið að ræna þjóðareign. Það er sama hvort þetta sé kvótinn eða bankarnir, þetta „concept“ að þjóðnýta tapið og einkavæða gróðann. Það er komið svo fokking nóg af því,“ sagði Erpur Eyvindarson, einn meðlima XXX Rottweilerhunda. „Mér finnst Bjarni Ben vera sætur og nettur og sjarmerandi en við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla,“ bætti Ágúst Bent, annar meðlimur hljómsveitarinnar við. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Mótmælendum hefur fjölgað um helming í bæði skiptin. Þetta er í þriðja skiptið sem við hittumst hérna. Og það hefur farið ört vaxandi í hvert skipti. Fjölmennust núna í dag. Fleiri þúsund manns,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna, í samtali við fréttastofu. Og það er hugur í mótmælendum. Fundurinn í dag var alls ekki sá síðasti. „Alls ekki. Ekki eins og þú heyrðir á fólkinu, það vill hittast hérna aftur. Það er gríðarleg óánægja meðal almennings út af þessari bankasölu og bara spillingunni sem hún afhjúpar.“ Hallgerður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna.Stöð 2 Almenningur ósáttur með söluna Almenningur hefur sitt um málið að segja og er mikill meirihluti landsmanna ósáttur með söluna. „Ég fyrir það fyrsta deili ekki þeim trúarbrögðum að ríkið megi ekki eiga banka. Í öðru lagi að ef að það á að selja slíka eign er lágmark að það verði gert fyrir hámarksvirði. Og þetta ferli stenst bara enga skoðun,“ sagði Hjálmar Theodórsson, einn mótmælenda. Þrír fluttu ræður við mótmælin en nokkurs konar útihátíðarbragur myndaðist í góða veðrinu þar sem fólk fékk sér kaffi inni í tjaldi og hlýddi jafnvel á tónlistarflutning við upphaf og lok mótmælanna. „Við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla“ Rapphljómsveitin XXX Rottweilerhundar voru mættir til að loka mótmælafundinum en meðlimir hennar hafa í gegn um tíðina verið ansi pólitískir í list sinni. „Þetta er ekki þeirra eign. Það er verið að ræna þjóðareign. Það er sama hvort þetta sé kvótinn eða bankarnir, þetta „concept“ að þjóðnýta tapið og einkavæða gróðann. Það er komið svo fokking nóg af því,“ sagði Erpur Eyvindarson, einn meðlima XXX Rottweilerhunda. „Mér finnst Bjarni Ben vera sætur og nettur og sjarmerandi en við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla,“ bætti Ágúst Bent, annar meðlimur hljómsveitarinnar við.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39