Miklar vonir bundnar við bóluefni gegn malaríu Heimsljós 25. apríl 2022 14:15 Frá Malaví gunnisal Rúmlega ein milljón barna í Malaví, Gana og Kenía hafa þegar fengið einn eða fleiri bóluefnaskammta gegn malaríu en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) væntir þess að bóluefnið geti bjargað fjörutíu til áttatíu þúsund börnum í Afríku frá dauða á ári hverju. Í dag er alþjóðadagur malaríu, World Malaria Day, með yfirskriftinni „Beislum nýsköpun til þess að draga úr byrði malaríu og björgum mannslífum.“ Fyrsta bóluefnið gegn þessum banvæna sjúkdómi var kynnt árið 2019. Fyrstu bólusettu börnin voru í Malaví, samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, en þar er malaría banvænasti sjúkdómurinn og leggur árlega að velli um 2,500 manns, einkum börn. Fyrstu vísbendingar um árangur af bóluefninu, RTS,S, eru jákvæðar að mati WHO sem telur að bóluefnið sé öruggt og dragi verulega úr dánarlíkum af völdum malaríu. Þessar niðurstöður leiddu til þess að WHO gaf út tímamóta tilmæli um aukna notkun bóluefnisins árið 2020 meðal barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára í ríkjum þar sem sjúkdómurinn er útbreiddur. Árið 2020 greindust 241 milljón nýrra tilvika af malaríu og skráð dauðsföll voru 627 þúsund í 85 löndum. Rúmlega tvö af hverjum þremur dauðsföllum voru meðal barna yngri en fimm ára í Afríkuríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Gana Kenía Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent
Í dag er alþjóðadagur malaríu, World Malaria Day, með yfirskriftinni „Beislum nýsköpun til þess að draga úr byrði malaríu og björgum mannslífum.“ Fyrsta bóluefnið gegn þessum banvæna sjúkdómi var kynnt árið 2019. Fyrstu bólusettu börnin voru í Malaví, samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, en þar er malaría banvænasti sjúkdómurinn og leggur árlega að velli um 2,500 manns, einkum börn. Fyrstu vísbendingar um árangur af bóluefninu, RTS,S, eru jákvæðar að mati WHO sem telur að bóluefnið sé öruggt og dragi verulega úr dánarlíkum af völdum malaríu. Þessar niðurstöður leiddu til þess að WHO gaf út tímamóta tilmæli um aukna notkun bóluefnisins árið 2020 meðal barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára í ríkjum þar sem sjúkdómurinn er útbreiddur. Árið 2020 greindust 241 milljón nýrra tilvika af malaríu og skráð dauðsföll voru 627 þúsund í 85 löndum. Rúmlega tvö af hverjum þremur dauðsföllum voru meðal barna yngri en fimm ára í Afríkuríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Gana Kenía Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent