Miklar vonir bundnar við bóluefni gegn malaríu Heimsljós 25. apríl 2022 14:15 Frá Malaví gunnisal Rúmlega ein milljón barna í Malaví, Gana og Kenía hafa þegar fengið einn eða fleiri bóluefnaskammta gegn malaríu en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) væntir þess að bóluefnið geti bjargað fjörutíu til áttatíu þúsund börnum í Afríku frá dauða á ári hverju. Í dag er alþjóðadagur malaríu, World Malaria Day, með yfirskriftinni „Beislum nýsköpun til þess að draga úr byrði malaríu og björgum mannslífum.“ Fyrsta bóluefnið gegn þessum banvæna sjúkdómi var kynnt árið 2019. Fyrstu bólusettu börnin voru í Malaví, samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, en þar er malaría banvænasti sjúkdómurinn og leggur árlega að velli um 2,500 manns, einkum börn. Fyrstu vísbendingar um árangur af bóluefninu, RTS,S, eru jákvæðar að mati WHO sem telur að bóluefnið sé öruggt og dragi verulega úr dánarlíkum af völdum malaríu. Þessar niðurstöður leiddu til þess að WHO gaf út tímamóta tilmæli um aukna notkun bóluefnisins árið 2020 meðal barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára í ríkjum þar sem sjúkdómurinn er útbreiddur. Árið 2020 greindust 241 milljón nýrra tilvika af malaríu og skráð dauðsföll voru 627 þúsund í 85 löndum. Rúmlega tvö af hverjum þremur dauðsföllum voru meðal barna yngri en fimm ára í Afríkuríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Gana Kenía Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent
Í dag er alþjóðadagur malaríu, World Malaria Day, með yfirskriftinni „Beislum nýsköpun til þess að draga úr byrði malaríu og björgum mannslífum.“ Fyrsta bóluefnið gegn þessum banvæna sjúkdómi var kynnt árið 2019. Fyrstu bólusettu börnin voru í Malaví, samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, en þar er malaría banvænasti sjúkdómurinn og leggur árlega að velli um 2,500 manns, einkum börn. Fyrstu vísbendingar um árangur af bóluefninu, RTS,S, eru jákvæðar að mati WHO sem telur að bóluefnið sé öruggt og dragi verulega úr dánarlíkum af völdum malaríu. Þessar niðurstöður leiddu til þess að WHO gaf út tímamóta tilmæli um aukna notkun bóluefnisins árið 2020 meðal barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára í ríkjum þar sem sjúkdómurinn er útbreiddur. Árið 2020 greindust 241 milljón nýrra tilvika af malaríu og skráð dauðsföll voru 627 þúsund í 85 löndum. Rúmlega tvö af hverjum þremur dauðsföllum voru meðal barna yngri en fimm ára í Afríkuríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Gana Kenía Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent