Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2025 22:31 Þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic eru meðal þeirra eftirsóttustu á Norðurlöndunum. EPA Töluverð hætta er á því að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum hér á landi og komi fölsuðum lyfjum í umferð, að mati sérfræðings. Dæmi eru um að fólk hafi látið lífið við neyslu lyfja sem það keypti á netinu, í því skyni að grennast. Martin Burman fer fyrir samevrópskum vinnuhópi gegn lyfjafölsun, og var meðal ræðumanna á málþingi Lyfjastofnunar í gær um fölsuð lyf. Hann segir þyngdarstjórnunarlyf vera meðal þeirra eftirsóttustu á Norðurlöndum. „Vandinn er að það fá ekki allir uppáskrift fyrir lyfjunum en vilja þau samt. Núna er mjög auðvelt að finna þau á netinu,“ segir Burman. Á ýmsum vefsíðum megi finna gylliboð um þyngdarstjórnunarlyf, sem séu jafnvel ódýrari en ef þau eru keypt með lyfseðli í apóteki. Oft sé ágóði af sölu á fölsuðum lyfjum notaður til fjármögnunar skipulagðrar glæpastarfsemi. Dæmi séu um að þyngdarstjórnarlyfin séu fölsuð í Svíþjóð og þau flutt til annarra landa. Burman segir hættuna á að fölsuð lyf komi til landsins sannarlega fyrir hendi. Vísir/Lýður Valberg „Nýlega var stórri ólöglegri framleiðslustöð í Svíþjóð lokað og þar var líklega verið að selja fyrir milljónir evra. Efnin voru keypt frá Kína og síðan voru stungulyfjaglös útbúin í yfirgefnu húsi í skóginum.“ Burman segir áhættuna af því að kaupa fölsuð lyf, sem fást almennt í apóteki eftir læknisráði, ekki léttvæga. „Við höfum dæmi um fólk sem hefur fengið hjartaáfall eftir að hafa keypt lyf við ristruflunum. Fyrir örfáum vikum varð atvik á Bretlandi þar sem kona lést af völdum megrunarlyfs sem hún keypti á naglastofu í stað apóteks. Þetta eru sterk lyf sem ætti aðeins að nota með uppáskrift læknis og það ætti aðeins að kaupa þau í apóteki. Þannig veistu að lyfin eru örugg.“ Fölsuð þyngdarstjórnunarlyf hafa ekki ratað inn á borð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands, og Burman veit ekki til þess að slík mál hafi komið upp hér á landi. Eftirspurnin eftir lyfjunum sé þó til staðar hér eins og annars staðar. „Allir í Evrópu vilja grennast og kaupa megrunarlyf. Það er eitthvað sem glæpamenn munu nýta sér. Ég veit ekki hvenær þau berast hingað en hættan er sannarlega fyrir hendi.“ Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Martin Burman fer fyrir samevrópskum vinnuhópi gegn lyfjafölsun, og var meðal ræðumanna á málþingi Lyfjastofnunar í gær um fölsuð lyf. Hann segir þyngdarstjórnunarlyf vera meðal þeirra eftirsóttustu á Norðurlöndum. „Vandinn er að það fá ekki allir uppáskrift fyrir lyfjunum en vilja þau samt. Núna er mjög auðvelt að finna þau á netinu,“ segir Burman. Á ýmsum vefsíðum megi finna gylliboð um þyngdarstjórnunarlyf, sem séu jafnvel ódýrari en ef þau eru keypt með lyfseðli í apóteki. Oft sé ágóði af sölu á fölsuðum lyfjum notaður til fjármögnunar skipulagðrar glæpastarfsemi. Dæmi séu um að þyngdarstjórnarlyfin séu fölsuð í Svíþjóð og þau flutt til annarra landa. Burman segir hættuna á að fölsuð lyf komi til landsins sannarlega fyrir hendi. Vísir/Lýður Valberg „Nýlega var stórri ólöglegri framleiðslustöð í Svíþjóð lokað og þar var líklega verið að selja fyrir milljónir evra. Efnin voru keypt frá Kína og síðan voru stungulyfjaglös útbúin í yfirgefnu húsi í skóginum.“ Burman segir áhættuna af því að kaupa fölsuð lyf, sem fást almennt í apóteki eftir læknisráði, ekki léttvæga. „Við höfum dæmi um fólk sem hefur fengið hjartaáfall eftir að hafa keypt lyf við ristruflunum. Fyrir örfáum vikum varð atvik á Bretlandi þar sem kona lést af völdum megrunarlyfs sem hún keypti á naglastofu í stað apóteks. Þetta eru sterk lyf sem ætti aðeins að nota með uppáskrift læknis og það ætti aðeins að kaupa þau í apóteki. Þannig veistu að lyfin eru örugg.“ Fölsuð þyngdarstjórnunarlyf hafa ekki ratað inn á borð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands, og Burman veit ekki til þess að slík mál hafi komið upp hér á landi. Eftirspurnin eftir lyfjunum sé þó til staðar hér eins og annars staðar. „Allir í Evrópu vilja grennast og kaupa megrunarlyf. Það er eitthvað sem glæpamenn munu nýta sér. Ég veit ekki hvenær þau berast hingað en hættan er sannarlega fyrir hendi.“
Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira