Lið Golden State og Milwaukee kláruðu bæði í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 07:30 Nikola Jokic og Stephen Curry þakka hvorum öðrum fyrir einvígið eftir sigur Golden State liðsins í nótt. AP/Jed Jacobsohn Golden State Warriors og NBA-meistarar Milwaukee Bucks tryggðu sér í nótt sæti í annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og sendu um leið lið Denver Nuggets og Chicago Bulls í sumarfrí. Golden State er fyrsta liðið í Vesturdeildinni til að komast áfram upp úr fyrstu umferðinni en austan megin eru nú komin áfram Milwaukee Bucks, Miami Heat og Boston Celtics. Stephen Curry kom aftur inn í byrjunarliðið hjá Golden State Warriors og skoraði 30 stig þegar liðið vann 102-98 sigur í fimmta leiknum á móti Denver Nuggets og einvígið þar með 4-1. Steph drains the CLUTCH lay-up for the @warriors!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/WW73MmyUAB— NBA (@NBA) April 28, 2022 Curry var að koma til baka eftir meiðsli og byrjaði fyrstu fjóra leiki einvígsins á bekknum. Eftir tap í síðasta leik kom hann inn í byrjunarliðið fyrir Kevon Looney. Steve Kerr byrjaði því með mjög lítið byrjunarlið með Draymond Green sem miðherja og þá Curry, Andrew Wiggins, Jordan Poole og Klay Thompson með þeim. GPII knocks down the 3 to give the @warriors a 2 point lead!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/JekI9iIM0r— NBA (@NBA) April 28, 2022 Gary Payton II kom með 15 stig inn af bekknum og var næststigahæstur ásamt sem Klay Thompson hitti þó aðeins úr 1 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Nikola Jokic skoraði 12 af 30 stigum sínum á síðustu 3:46 í leiknum en var einnig með 19 fráköst og 8 stoðsendingar. @Giannis_An34 powered the @Bucks to the Game 5 victory scoring 33 points while shooting 73% from the field!With their win tonight the Bucks advance to the Eastern Conference Semifinals! #FearTheDeerBUCKS vs. CELTICS GAME 1: Sun. 1pm/et on ABC pic.twitter.com/M7PCU3Wkpl— NBA (@NBA) April 28, 2022 Giannis Antetokounmpo skoraði 33 stig úr aðeins 15 skotum utan af velli þegar Milwaukee Bucks tryggði sér 4-1 í einvíginu á móti Chicago Bulls með sannfærandi 116-100 sigri. Giannis var einnig með 9 fráköst á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Pat Connaughton kom með 20 stig inn af bekkum en hann hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum og Bobby Portis var með 14 stig og 17 fráköst. Patrick Williams var atkvæðamestur hjá Chicago liðinu með 23 sitg en Nikola Vucevic skoraði 19 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. "Keep working young fella"Giannis shares some encouraging words with Patrick Williams of the Bulls after Game 5.pic.twitter.com/IPr4V1ZmQ8— NBA (@NBA) April 28, 2022 Milwaukee Bucks sýndi mikinn styrk í einvíginu á móti Chicago Bulls ekki síst með því að vinna þrjá leiki í röð eftir að liðið missti Khris Middleton í hnémeiðsli. Middleton er einn besti leikmaður liðsins en Bucks liðið vann alla þessa þrjá síðustu leiki með meira ein tíu stigum. Það skipti auðvitað miklu máli fyrir Bulls menn að liðið missti þá Zach LaVine og Alex Caruso í lok einvígsins, LaVine vegna kórónuveirunnar og Caruso vegna heilahristings. Liðið þurftu um leið miklu meira frá DeMar DeRozan sem skoraði ekki eitt stig á fyrstu 26 mínútum leiksins í nótt en endaði með 11 stig og 7 fráköst. Úrslitin í úrslitakeppni NBA í nótt: Golden State Warriors - Denver Nuggets 102-98 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 116-100 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 4-1 Atlanta Hawks (8. sæti) BÚIÐ (2) Boston Celtics 4-0 Brooklyn Nets (7) BÚIÐ (3) Milwaukee Bucks 4-1 Chicago Bulls (6) BÚIÐ (4) Philadelphia 76ers 3-2 Toronto Raptors (5) Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 3-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) (2) Memphis Grizzlies 3-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 4-1 Denver Nuggets (6) BÚIÐ (4) Dallas Mavericks 3-2 Utah Jazz (5) NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Golden State er fyrsta liðið í Vesturdeildinni til að komast áfram upp úr fyrstu umferðinni en austan megin eru nú komin áfram Milwaukee Bucks, Miami Heat og Boston Celtics. Stephen Curry kom aftur inn í byrjunarliðið hjá Golden State Warriors og skoraði 30 stig þegar liðið vann 102-98 sigur í fimmta leiknum á móti Denver Nuggets og einvígið þar með 4-1. Steph drains the CLUTCH lay-up for the @warriors!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/WW73MmyUAB— NBA (@NBA) April 28, 2022 Curry var að koma til baka eftir meiðsli og byrjaði fyrstu fjóra leiki einvígsins á bekknum. Eftir tap í síðasta leik kom hann inn í byrjunarliðið fyrir Kevon Looney. Steve Kerr byrjaði því með mjög lítið byrjunarlið með Draymond Green sem miðherja og þá Curry, Andrew Wiggins, Jordan Poole og Klay Thompson með þeim. GPII knocks down the 3 to give the @warriors a 2 point lead!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/JekI9iIM0r— NBA (@NBA) April 28, 2022 Gary Payton II kom með 15 stig inn af bekknum og var næststigahæstur ásamt sem Klay Thompson hitti þó aðeins úr 1 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Nikola Jokic skoraði 12 af 30 stigum sínum á síðustu 3:46 í leiknum en var einnig með 19 fráköst og 8 stoðsendingar. @Giannis_An34 powered the @Bucks to the Game 5 victory scoring 33 points while shooting 73% from the field!With their win tonight the Bucks advance to the Eastern Conference Semifinals! #FearTheDeerBUCKS vs. CELTICS GAME 1: Sun. 1pm/et on ABC pic.twitter.com/M7PCU3Wkpl— NBA (@NBA) April 28, 2022 Giannis Antetokounmpo skoraði 33 stig úr aðeins 15 skotum utan af velli þegar Milwaukee Bucks tryggði sér 4-1 í einvíginu á móti Chicago Bulls með sannfærandi 116-100 sigri. Giannis var einnig með 9 fráköst á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Pat Connaughton kom með 20 stig inn af bekkum en hann hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum og Bobby Portis var með 14 stig og 17 fráköst. Patrick Williams var atkvæðamestur hjá Chicago liðinu með 23 sitg en Nikola Vucevic skoraði 19 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. "Keep working young fella"Giannis shares some encouraging words with Patrick Williams of the Bulls after Game 5.pic.twitter.com/IPr4V1ZmQ8— NBA (@NBA) April 28, 2022 Milwaukee Bucks sýndi mikinn styrk í einvíginu á móti Chicago Bulls ekki síst með því að vinna þrjá leiki í röð eftir að liðið missti Khris Middleton í hnémeiðsli. Middleton er einn besti leikmaður liðsins en Bucks liðið vann alla þessa þrjá síðustu leiki með meira ein tíu stigum. Það skipti auðvitað miklu máli fyrir Bulls menn að liðið missti þá Zach LaVine og Alex Caruso í lok einvígsins, LaVine vegna kórónuveirunnar og Caruso vegna heilahristings. Liðið þurftu um leið miklu meira frá DeMar DeRozan sem skoraði ekki eitt stig á fyrstu 26 mínútum leiksins í nótt en endaði með 11 stig og 7 fráköst. Úrslitin í úrslitakeppni NBA í nótt: Golden State Warriors - Denver Nuggets 102-98 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 116-100 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 4-1 Atlanta Hawks (8. sæti) BÚIÐ (2) Boston Celtics 4-0 Brooklyn Nets (7) BÚIÐ (3) Milwaukee Bucks 4-1 Chicago Bulls (6) BÚIÐ (4) Philadelphia 76ers 3-2 Toronto Raptors (5) Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 3-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) (2) Memphis Grizzlies 3-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 4-1 Denver Nuggets (6) BÚIÐ (4) Dallas Mavericks 3-2 Utah Jazz (5)
Úrslitin í úrslitakeppni NBA í nótt: Golden State Warriors - Denver Nuggets 102-98 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 116-100 - Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar núna: Austurdeildin: (1. sæti) Miami Heat 4-1 Atlanta Hawks (8. sæti) BÚIÐ (2) Boston Celtics 4-0 Brooklyn Nets (7) BÚIÐ (3) Milwaukee Bucks 4-1 Chicago Bulls (6) BÚIÐ (4) Philadelphia 76ers 3-2 Toronto Raptors (5) Vesturdeildin: (1. sæti) Phoenix Suns 3-2 New Orleans Pelicans (8. sæti) (2) Memphis Grizzlies 3-2 Minnesota Timberwolves (7) (3) Golden State Warriors 4-1 Denver Nuggets (6) BÚIÐ (4) Dallas Mavericks 3-2 Utah Jazz (5)
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira