Lögregla reynir að sporna við dreifingu á klámi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2022 08:31 Tugir Íslendinga eru sagðir framleiða og selja kynferðislegt efni á Onlyfans. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það vera skyldu sína að reyna eftir fremsta megni að sporna við dreifingu á klámi á Onlyfans. Fátt er þó um svör um hvort lögregla hafi í reynd skoðað málið. Í Kompás var rætt við fólk sem framleiðir kynferðislegt efni á Onlyfans og telur klámbann í lögum úrelt. Ósk Tryggvadóttir er ein þeirra en hún segist að minnsta kosti vita um tugi Íslendinga sem selja aðgang að klámefni á síðunni. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í samtali við fréttastofu þörf á endurskoðun ákvæðisins í hegningarlögum og vísaði meðal annars í aðgerðaleysi lögreglu. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Lögregla hafnaði viðtali um málið og í skriflegum svörum er því ekki svarað hvort dreifing á klámi á Onlyfans hafi verið skoðuð. Þar segir þó að öll framleiðsla og dreifing á klámefni sé refsiverð á Íslandi. „Afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju,“ segir í svörum lögreglu. Ekki er sagt útilokað að starfsemin verði skoðuð að frumkvæði lögreglu. „Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi.“ Hér að neðan eru svör lögreglu í heild sinni: Hefur lögregla skoðað dreifingu á klámi á Onlyfans? Lögregla: Öll framleiðsla og dreifing á klámefni er refsiverð á Íslandi og afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju. Ef ekki – hvers vegna? Lögregla: Ekkert svar. Telur lögregla að framleiðsla eða dreifing á klámi á miðlinum brjóti í bága við hegningarlög? Lögregla: Þetta er í raun sama svar og hér að ofan, öll dreifing á klámefni er ólögleg á Íslandi. Mál sem þessi geta þó reynst flókin í rannsókn þar sem að sölusíður eru oftast hýstar erlendis þar sem slíkt efni er ekki ólöglegt. Hvað gæti lögregla aðhafst? Lögreglan skoðar hvert mál sem kemur inn á borð til hennar með tilliti til hvað hægt er að gera til að sporna við dreifingu slíks efnis. Lögregla beitir þeim úrræðum sem henni eru tiltæk skv. lögum og reglum við rannsókn mála og taka úrræðin mið af hverju máli fyrir sig. Er líklegt að ráðist verði í sérstaka skoðun á starfseminni? Eins og áður segir þá er hvert mál sem kemur inn til lögreglu skoðað og kannað hvað hægt er að gera og ákvarða hvort um ólögmæta starfsemi eða háttsemi er að ræða í hvert sinn. Ekki er hægt að útiloka að lögregla hafi frumkvæði að því að taka mál til rannsóknar. Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi. Kompás Lögreglan Klám Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Í Kompás var rætt við fólk sem framleiðir kynferðislegt efni á Onlyfans og telur klámbann í lögum úrelt. Ósk Tryggvadóttir er ein þeirra en hún segist að minnsta kosti vita um tugi Íslendinga sem selja aðgang að klámefni á síðunni. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í samtali við fréttastofu þörf á endurskoðun ákvæðisins í hegningarlögum og vísaði meðal annars í aðgerðaleysi lögreglu. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Lögregla hafnaði viðtali um málið og í skriflegum svörum er því ekki svarað hvort dreifing á klámi á Onlyfans hafi verið skoðuð. Þar segir þó að öll framleiðsla og dreifing á klámefni sé refsiverð á Íslandi. „Afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju,“ segir í svörum lögreglu. Ekki er sagt útilokað að starfsemin verði skoðuð að frumkvæði lögreglu. „Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi.“ Hér að neðan eru svör lögreglu í heild sinni: Hefur lögregla skoðað dreifingu á klámi á Onlyfans? Lögregla: Öll framleiðsla og dreifing á klámefni er refsiverð á Íslandi og afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju. Ef ekki – hvers vegna? Lögregla: Ekkert svar. Telur lögregla að framleiðsla eða dreifing á klámi á miðlinum brjóti í bága við hegningarlög? Lögregla: Þetta er í raun sama svar og hér að ofan, öll dreifing á klámefni er ólögleg á Íslandi. Mál sem þessi geta þó reynst flókin í rannsókn þar sem að sölusíður eru oftast hýstar erlendis þar sem slíkt efni er ekki ólöglegt. Hvað gæti lögregla aðhafst? Lögreglan skoðar hvert mál sem kemur inn á borð til hennar með tilliti til hvað hægt er að gera til að sporna við dreifingu slíks efnis. Lögregla beitir þeim úrræðum sem henni eru tiltæk skv. lögum og reglum við rannsókn mála og taka úrræðin mið af hverju máli fyrir sig. Er líklegt að ráðist verði í sérstaka skoðun á starfseminni? Eins og áður segir þá er hvert mál sem kemur inn til lögreglu skoðað og kannað hvað hægt er að gera og ákvarða hvort um ólögmæta starfsemi eða háttsemi er að ræða í hvert sinn. Ekki er hægt að útiloka að lögregla hafi frumkvæði að því að taka mál til rannsóknar. Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi.
Kompás Lögreglan Klám Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira