Stuðningsmenn Liverpool geta þakkað Ullu fyrir frábæru fréttirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2022 08:31 Jürgen Klopp með eiginkonu sinni Ullu en hún var tilbúin að búa áfram í Liverpool næstu árin. Getty/Stuart Franklin Jürgen Klopp framlengdi samning sinn í gærkvöldi og verður því knattspyrnustjóri Liverpool til ársins 2026. Þetta eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool enda hefur þýski stjórinn gerbreytt félaginu á þeim rúmu sex árum sem hann hefur setið í stjórastólnum á Anfield. Liðið hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina og getur enn unnið fernuna á þessu tímabili. Fyrri samningur Klopp var til ársins 2024 og hann hafði hingað til alltaf talað eins og myndi yfirgefa félagið þá. Í viðtali við sjónvarpsstöð Liverpool þá kom í ljós að Liverpool-fólk getur þakkað Ullu eiginkonu hans fyrir nýjustu vendingarnar. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Klopp giftist Ullu Sandrock árið 2005 og hún virðist kunna mjög vel við sig í Liverpool ef marka má viðtalið við Jürgen. „Mikilvægasti samningurinn sem ég hef skrifað undir í mínu lífi er sá sem ég gerði við Ullu. Það var hjá henni sem þetta byrjaði allt saman,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við Liverpool TV. „Við sátum við eldhúsborðið og Ulla sagði við mig: Ég get ekki séð okkur fara héðan árið 2024,“ sagði Klopp og bætti við: „Ég sagði: Hvað! Þannig byrjaði þetta allt saman og ég sagði að við yrðum að hugsa aðeins betur um þetta,“ sagði Klopp. „Þegar ég hugsaði mig betur um þá varð ljóst að ég yrði að eiga eitt mikilvægt samtal í viðbót við Pep Lijnders af því að hann er líklega aðalástæðan fyrir þessu. Okkar tenging nær út fyrir fótboltann,“ sagði Klopp. „Þegar hann sagði: Já, ég er klár. Þá varð það ljóst að við vorum opnir fyrir alls konar viðræðum og þess vegna sitjum við hér í dag,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira
Þetta eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool enda hefur þýski stjórinn gerbreytt félaginu á þeim rúmu sex árum sem hann hefur setið í stjórastólnum á Anfield. Liðið hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina og getur enn unnið fernuna á þessu tímabili. Fyrri samningur Klopp var til ársins 2024 og hann hafði hingað til alltaf talað eins og myndi yfirgefa félagið þá. Í viðtali við sjónvarpsstöð Liverpool þá kom í ljós að Liverpool-fólk getur þakkað Ullu eiginkonu hans fyrir nýjustu vendingarnar. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Klopp giftist Ullu Sandrock árið 2005 og hún virðist kunna mjög vel við sig í Liverpool ef marka má viðtalið við Jürgen. „Mikilvægasti samningurinn sem ég hef skrifað undir í mínu lífi er sá sem ég gerði við Ullu. Það var hjá henni sem þetta byrjaði allt saman,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við Liverpool TV. „Við sátum við eldhúsborðið og Ulla sagði við mig: Ég get ekki séð okkur fara héðan árið 2024,“ sagði Klopp og bætti við: „Ég sagði: Hvað! Þannig byrjaði þetta allt saman og ég sagði að við yrðum að hugsa aðeins betur um þetta,“ sagði Klopp. „Þegar ég hugsaði mig betur um þá varð ljóst að ég yrði að eiga eitt mikilvægt samtal í viðbót við Pep Lijnders af því að hann er líklega aðalástæðan fyrir þessu. Okkar tenging nær út fyrir fótboltann,“ sagði Klopp. „Þegar hann sagði: Já, ég er klár. Þá varð það ljóst að við vorum opnir fyrir alls konar viðræðum og þess vegna sitjum við hér í dag,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc)
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira