Oddvitaáskorunin: Handtekin í Íslandsbanka fyrir ávísanafals Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2022 09:00 Hilda með eiginmanninum og elstu dótturinn eftir skokk. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Hilda Jana Gísladóttir leiðir lista Samfylkingarinnar á Akureyri. Ég heiti Hilda Jana Gísladóttir, 45 ára bæjarfulltrúi á Akureyri. Ég er gift Ingvari Má Gíslasyni, fjármálastjóra Norðlenska og eigum við þrjú börn, þær Hrafnhildi Láru 25 ára, Ísabellu Sól 17 ára og Sigurbjörgu Brynju 16 ára. Við fjölskyldan eigum líka hundinn Golu og kisuna Lúnu. Ég er menntuð grunnskólakennari og er með diplómu í fjölmiðla- og boðskiptafræði, en ég starfaði lengst af í fjölmiðlum. Ég er varaforseti bæjarstjórnar, formaður SSNE og sit í stjórn Markaðsstofu Norðurlands svo eitthvað sé nefnt. Á mínum yngri árum starfaði ég töluvert að forvörnum m.a. með jafningjafræðslunni. Ég var formaður félags stúdenta við Háskólann á Akureyri, var formaður listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar og sat í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu á Norðurlandi. Ég held að mér sé óhætt að segja að ég sé ástríðufull hugsjónakona og ég brenn fyrir því að láta gott af mér leiða. Hilda Jana og aðrir frambjóðendur Samfylkingarinnar á Akureyri. Ég hef lært ótrúlega mikið á því kjörtímabili sem nú er senn á enda og með þá reynslu í farteskinu býð ég fram krafta mína í bæjarstjórn nú. Ég trúi því að besta leiðin til að bæta samfélagið sé byggð á hugmyndafræðilegum forsendum um jöfnuð, frelsi, samábyrgð, lýðræði og mannréttindi. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Stórurð við Borgarfjörð eystri er guðdómlegur staður. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Að göngugatan verði göngugata! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Mörgum finnst áhugi minn á stjórnmálum stórfurðulegur. Hilda Jana Gísladóttir. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Það er klárlega þegar ég var handtekin í Íslandsbanka við Lækjargötu um aldamótin, grunuð um ávísanafals! Þetta var líklega árið 2001 og ég hafði verið á ráðstefnu í Reykjavík og fékk flugfargjaldið endurgreitt frá ráðstefnuhöldurum, með ávísun. Ég var síðan á leið beint á ráðstefnu í Sarajevo um ungt fólk og fíkniefni og þurfti að skipta ávísuninni til að fá gjaldeyri, en það gekk ekki betur en svo að ég var bara handtekin og færð í yfirheyrslu á lögreglustöðinni við Hlemm. Fyrst fannst mér þetta rosalega fyndið og hélt hreinlega að ég væri í falinni myndavél. Lögreglumaðurinn sem yfirheyrði mig var grjótharður, barði í borðið og sagðist sko hafa séð saklausara andlit en mitt ljúga að honum. Að lokum stóð mér ekki á sama og hringdi í mömmu, sem gjörsamlega sturlaðist úr hlátri. Þegar lögreglumaðurinn heyrði hlátursköllin í mömmu þá fór hann að slaka aðeins á. Í ljós kom að ráðstefnuhaldarar höfðu tilkynnt þetta ávísanahefti stolið, fundið það aftur en ekki látið lögregluna vita. Íslandsbanki gaf mér síðan blóm og miða í leikhús í sárabætur, en fólkið sem var í bankanum heldur örugglega enn að ég sé bankaræningi. Hvað færðu þér á pizzu? Ég elska Parma rucola pizzu, með parmaskinku, mozzarella, sósu, rucola, svörtum pipar, pesto og parmesan. Hvaða lag peppar þig mest? You‘ll never walk alone! Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Svona tíu, en sko miklu fleiri á hnjánum! Göngutúr eða skokk? Skokk, af einhverri stórundarlegri ástæðu finnst mér skyndilega ótrúlega frábært að skokka. Kisa og hundur Hildu kúra saman. Uppáhalds brandari? Ég er hryllilega veik fyrir vel tímasettum fimmaurabröndurum og orðagríni, en á ekki svona einn sem er í sérstöku uppáhaldi. Hvað er þitt draumafríi? Þjóðgarðaferð til Bandaríkjanna með fjölskyldunni eða Bali með eiginmanninum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði árin voru bara nokkuð góð þrátt fyrir allt og allt, en ætli 2021 hafi ekki verið aðeins síðra en árið á undan. Uppáhalds tónlistarmaður? Ed Sheeran. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Líklega að keppa á gönguskíðum í Ólafsfirði. Hilda Jana eftir gönguskíðakeppni í Ólafsfirði. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Geena Davis. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Schindler‘s list. Dætur Hildu, þær Hrafnhildur Lára, Ísabella og Sigurbjörg. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Líklega Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit eða Svalbarðsströnd. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) What makes you beautiful með One Direction. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Samfylkingin Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Hilda Jana Gísladóttir leiðir lista Samfylkingarinnar á Akureyri. Ég heiti Hilda Jana Gísladóttir, 45 ára bæjarfulltrúi á Akureyri. Ég er gift Ingvari Má Gíslasyni, fjármálastjóra Norðlenska og eigum við þrjú börn, þær Hrafnhildi Láru 25 ára, Ísabellu Sól 17 ára og Sigurbjörgu Brynju 16 ára. Við fjölskyldan eigum líka hundinn Golu og kisuna Lúnu. Ég er menntuð grunnskólakennari og er með diplómu í fjölmiðla- og boðskiptafræði, en ég starfaði lengst af í fjölmiðlum. Ég er varaforseti bæjarstjórnar, formaður SSNE og sit í stjórn Markaðsstofu Norðurlands svo eitthvað sé nefnt. Á mínum yngri árum starfaði ég töluvert að forvörnum m.a. með jafningjafræðslunni. Ég var formaður félags stúdenta við Háskólann á Akureyri, var formaður listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar og sat í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu á Norðurlandi. Ég held að mér sé óhætt að segja að ég sé ástríðufull hugsjónakona og ég brenn fyrir því að láta gott af mér leiða. Hilda Jana og aðrir frambjóðendur Samfylkingarinnar á Akureyri. Ég hef lært ótrúlega mikið á því kjörtímabili sem nú er senn á enda og með þá reynslu í farteskinu býð ég fram krafta mína í bæjarstjórn nú. Ég trúi því að besta leiðin til að bæta samfélagið sé byggð á hugmyndafræðilegum forsendum um jöfnuð, frelsi, samábyrgð, lýðræði og mannréttindi. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Stórurð við Borgarfjörð eystri er guðdómlegur staður. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Að göngugatan verði göngugata! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Mörgum finnst áhugi minn á stjórnmálum stórfurðulegur. Hilda Jana Gísladóttir. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Það er klárlega þegar ég var handtekin í Íslandsbanka við Lækjargötu um aldamótin, grunuð um ávísanafals! Þetta var líklega árið 2001 og ég hafði verið á ráðstefnu í Reykjavík og fékk flugfargjaldið endurgreitt frá ráðstefnuhöldurum, með ávísun. Ég var síðan á leið beint á ráðstefnu í Sarajevo um ungt fólk og fíkniefni og þurfti að skipta ávísuninni til að fá gjaldeyri, en það gekk ekki betur en svo að ég var bara handtekin og færð í yfirheyrslu á lögreglustöðinni við Hlemm. Fyrst fannst mér þetta rosalega fyndið og hélt hreinlega að ég væri í falinni myndavél. Lögreglumaðurinn sem yfirheyrði mig var grjótharður, barði í borðið og sagðist sko hafa séð saklausara andlit en mitt ljúga að honum. Að lokum stóð mér ekki á sama og hringdi í mömmu, sem gjörsamlega sturlaðist úr hlátri. Þegar lögreglumaðurinn heyrði hlátursköllin í mömmu þá fór hann að slaka aðeins á. Í ljós kom að ráðstefnuhaldarar höfðu tilkynnt þetta ávísanahefti stolið, fundið það aftur en ekki látið lögregluna vita. Íslandsbanki gaf mér síðan blóm og miða í leikhús í sárabætur, en fólkið sem var í bankanum heldur örugglega enn að ég sé bankaræningi. Hvað færðu þér á pizzu? Ég elska Parma rucola pizzu, með parmaskinku, mozzarella, sósu, rucola, svörtum pipar, pesto og parmesan. Hvaða lag peppar þig mest? You‘ll never walk alone! Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Svona tíu, en sko miklu fleiri á hnjánum! Göngutúr eða skokk? Skokk, af einhverri stórundarlegri ástæðu finnst mér skyndilega ótrúlega frábært að skokka. Kisa og hundur Hildu kúra saman. Uppáhalds brandari? Ég er hryllilega veik fyrir vel tímasettum fimmaurabröndurum og orðagríni, en á ekki svona einn sem er í sérstöku uppáhaldi. Hvað er þitt draumafríi? Þjóðgarðaferð til Bandaríkjanna með fjölskyldunni eða Bali með eiginmanninum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði árin voru bara nokkuð góð þrátt fyrir allt og allt, en ætli 2021 hafi ekki verið aðeins síðra en árið á undan. Uppáhalds tónlistarmaður? Ed Sheeran. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Líklega að keppa á gönguskíðum í Ólafsfirði. Hilda Jana eftir gönguskíðakeppni í Ólafsfirði. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Geena Davis. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Schindler‘s list. Dætur Hildu, þær Hrafnhildur Lára, Ísabella og Sigurbjörg. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Líklega Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit eða Svalbarðsströnd. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) What makes you beautiful með One Direction. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Samfylkingin Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira