Totten­ham ekki í vand­ræðum með Refina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ekkert vesen.
Ekkert vesen. EPA-EFE/NEIL HALL

Tottenham Hotspur vann 3-1 sigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gestirnir voru þreyttir eftir Evrópuleik vikunnar og það nýttu heimamenn sér heldur betur. Þá sérstaklega Son Heung-Min sem átti stórleik. Suður-Kóreumaðurinn lagði upp fyrsta mark leiksins en það skoraði Harry Kane.

Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en þegar klukkustund var liðin bætti Son við öðru marki Tottenham og á 79. mínútu gulltryggði Son sigurinn með öðru marki sínu og þriðja marki Tottenham. Varamaðurinn Dejan Kulusevski með stoðsendingarnar í bæði skiptin.

Kelechi Iheanacho klóraði í bakkann fyrir Refina en það dugði skammt, lokatölur 3-1 heimamönnum í vil.

Tottenham er sem fyrr í 4. sæti deildarinnar, nú aðeins fimm stigum á eftir Chelsea í 3. sætinu þegar fjórar umferðir eru eftir. Leicester er í 11. sæti með 42 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira