Oddvitaáskorunin: Reyndi að hlaupa upp rúllustiga í Þýskalandi vegna misskilnings Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2022 15:00 Ásgerður og félagar hennar í Framsóknarflokknum. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ásgerður Kristín Gylfadóttir leiðir lista Framsóknar á Hornafirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ásgerður er 53 ára, fædd á Ísafirði en búsett á Höfn Í Hornafirði sl. 20 ár. Ásgerður er menntaður hjúkrunarfræðingur, starfar á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, hefur setið í bæjarstjórn á Hornafirði frá árinu 2010 og verið varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi frá 2016. Síðasta kjörtímabil hefur Ásgerður verið formaður bæjarráðs auk þess að vera formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sl. tvö ár og sitja í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá einnig: Oddvitar um allt land sýna hina hliðina í Oddvitaáskorun Vísis Í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur verið mikil uppbygging síðustu ár, ferðaþjónustan stendur sterkum fótum þó heimsfaraldur Covid19 hafi óneitanlega tekið á. Vatnajökull, náttúrufegurðin og mannlíf hefur laðað kvikmynda- og sjónvarpsverkefni að sveitarfélaginu sem er góð innspýting í hagkerfið. Hér er gott að búa, ala upp börn og eldast. Metnaður okkar í Framsókn og stuðningsmönnum þeirra er að gera enn betur til framtíðar með hagsmuni fjölskyldunnar og umhverfisins að leiðarljósi. Klippa: Oddvitaáskorun - Ásgerður Kristín Gylfadóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er erfitt að gera uppá milli fjölmargra staða í Austur- Skaftafellssýslu en Lónsöræfin eru stórkostlega falleg og kajaksigling á Heinabergslóni er engu lík. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Er búin að bíða of lengi eftir uppsetningu hraðavaraskiltis í Freysnesi í Öræfum, vantar bara herslumuninn og það pirrar mig! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Hef mikinn áhuga á flokkun endurvinnsluúrgangs, stundum vandræðalegt! Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég tvítug, stoppuð fyrir ofhraðan akstur! Slapp með áminningu og gaf loforð um að keyra alltaf innan hraðatakmarkanna. Hvað færðu þér á pizzu? Heimagerðapizzan mín er með grænmeti, auka osti og sterku pizzakryddi. Hvaða lag peppar þig mest? I Will Survive – Gloria Gaynor. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Eina í einu. Göngutúr eða skokk? Göngutúr er mitt skokk. Uppáhalds brandari? Sá sem fær mig til að hlægja hverju sinni :) Hvað er þitt draumafríi? Að fara með stórfjölskylduna í heimsókn til skiptinemafjölskyldunnar minnar í Sao Paulo í Brasilíu, það kemur að því. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 var ekki mitt ár. Skrifstofan færð út í náttúrunu. Uppáhalds tónlistarmaður? Aron Martin sonur minn. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Kannski líka það fáránlegasta. Reynt að hlaupa upp rúllustiga í verslunarmiðstöð í Þýskalandi vegna misskilnings. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Tengdadóttir mín Elísabet Skagfjörð Guðrúnardóttir er klárlega fyrsta val en ef hún er upptekin þá væri það auðvitað Marcia Cross. Hefur þú verið í verbúð? Já, mætti segja það. Bjó með þremur vinkonum mínum í hótelíbúð í Portúgal þar sem við unnum á hótelbar. Míní verbúð í Algarve. Áhrifamesta kvikmyndin? Hjartasteinn. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef aldrei horft á þá þætti en á eftir að sakna Sæmundar nágranna míns sem er að flytja frá Höfn. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Já sæll, eftir mikla umhugsun...ætli ég myndi ekki elta börnin mín í Kópavog. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skammast mín ekki fyrir neitt :) Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Hornafjörður Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Ásgerður Kristín Gylfadóttir leiðir lista Framsóknar á Hornafirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ásgerður er 53 ára, fædd á Ísafirði en búsett á Höfn Í Hornafirði sl. 20 ár. Ásgerður er menntaður hjúkrunarfræðingur, starfar á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, hefur setið í bæjarstjórn á Hornafirði frá árinu 2010 og verið varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi frá 2016. Síðasta kjörtímabil hefur Ásgerður verið formaður bæjarráðs auk þess að vera formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sl. tvö ár og sitja í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá einnig: Oddvitar um allt land sýna hina hliðina í Oddvitaáskorun Vísis Í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur verið mikil uppbygging síðustu ár, ferðaþjónustan stendur sterkum fótum þó heimsfaraldur Covid19 hafi óneitanlega tekið á. Vatnajökull, náttúrufegurðin og mannlíf hefur laðað kvikmynda- og sjónvarpsverkefni að sveitarfélaginu sem er góð innspýting í hagkerfið. Hér er gott að búa, ala upp börn og eldast. Metnaður okkar í Framsókn og stuðningsmönnum þeirra er að gera enn betur til framtíðar með hagsmuni fjölskyldunnar og umhverfisins að leiðarljósi. Klippa: Oddvitaáskorun - Ásgerður Kristín Gylfadóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er erfitt að gera uppá milli fjölmargra staða í Austur- Skaftafellssýslu en Lónsöræfin eru stórkostlega falleg og kajaksigling á Heinabergslóni er engu lík. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Er búin að bíða of lengi eftir uppsetningu hraðavaraskiltis í Freysnesi í Öræfum, vantar bara herslumuninn og það pirrar mig! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Hef mikinn áhuga á flokkun endurvinnsluúrgangs, stundum vandræðalegt! Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég tvítug, stoppuð fyrir ofhraðan akstur! Slapp með áminningu og gaf loforð um að keyra alltaf innan hraðatakmarkanna. Hvað færðu þér á pizzu? Heimagerðapizzan mín er með grænmeti, auka osti og sterku pizzakryddi. Hvaða lag peppar þig mest? I Will Survive – Gloria Gaynor. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Eina í einu. Göngutúr eða skokk? Göngutúr er mitt skokk. Uppáhalds brandari? Sá sem fær mig til að hlægja hverju sinni :) Hvað er þitt draumafríi? Að fara með stórfjölskylduna í heimsókn til skiptinemafjölskyldunnar minnar í Sao Paulo í Brasilíu, það kemur að því. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 var ekki mitt ár. Skrifstofan færð út í náttúrunu. Uppáhalds tónlistarmaður? Aron Martin sonur minn. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Kannski líka það fáránlegasta. Reynt að hlaupa upp rúllustiga í verslunarmiðstöð í Þýskalandi vegna misskilnings. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Tengdadóttir mín Elísabet Skagfjörð Guðrúnardóttir er klárlega fyrsta val en ef hún er upptekin þá væri það auðvitað Marcia Cross. Hefur þú verið í verbúð? Já, mætti segja það. Bjó með þremur vinkonum mínum í hótelíbúð í Portúgal þar sem við unnum á hótelbar. Míní verbúð í Algarve. Áhrifamesta kvikmyndin? Hjartasteinn. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef aldrei horft á þá þætti en á eftir að sakna Sæmundar nágranna míns sem er að flytja frá Höfn. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Já sæll, eftir mikla umhugsun...ætli ég myndi ekki elta börnin mín í Kópavog. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skammast mín ekki fyrir neitt :) Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Hornafjörður Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira