Þór sneri vörn í sókn og vann Vallea í undanúrslitum Snorri Rafn Hallsson skrifar 30. apríl 2022 17:00 Í síðari leik undanúrslitanna í Stórmeistaramótinu í CS:GO mættust liðin sem börðust um annað sætið í Ljósleiðaradeildinni, Þór og Vallea. Áfram hélt Stórmeistaramótið í CS:GO þegar Þór og Vallea mættust í Arena. Á Stórmeistaramótinu eru leiknir þrír leikir í hverri viðureign og það lið sem vinnur tvo leiki fer áfram. Ten5ion fór langt með Vallea í tveimur leikjum í 8-liða úrslitaúrslitunum, en þegar Vallea menn komust í gang var ekkert sem gar stöðvað þá og fór einvígið 2–0 fyrir Vallea. Þórsarar slógu XY út með tveimur 16–11 sigrum, annars vegar í Inferno og hins vegar í Overpass. Þór endaði ofar á töflunni en Vallea í Ljósleiðaradeildinni en Vallea vann aftur á móti tvo af þremur leikjum liðanna á tímabilinu. Liðin Lið Vallea skipuðu Narfi, Goa7er, Spike, Minidegreez og Stalz, hópurinn sem lék meirihluta tímabilsins í Ljósleiðaradeildinni. Lið Þórs skipuðu Peterr, Rean, Allee, Dell1 og Dabbehhh og en Stórmeistaramótið markar endurkomu Dell1 í liðið en hann kom inn í stað Zolo sem hafði staðið sig gríðarlega vel undir lok tímabilsins. Kortaval Liðin skiptust á að velja og hafna kortum og fór kortavalið þannig fram: Vallea bannaði Overpass Þór bannaði Inferno Vallea valdi Nuke Þór valdi Vertigo Vallea bannaði Ancient Þór bannaði Dust 2 Úrslitakort: Mirage Það var klókt hjá Vallea að velja Nuke kortið því Þórsarar eru ekki þekktir sem Nuke-lið en Vallea lék 10 leiki í kortinu á síðasta tímabili. Kortin sem Þór valdi eru bæði kort sem liðin spiluðu í Ljósleiðaradeildinni en Þór valtaði yfir Vallea í Vertigo, en laut svo í lægra haldi í Mirage. Leikur 1: Nuke Vallea valdi þetta mest spilaða kort á Íslandi þessa dagana og því fékk Þór að velja hlið. Þór kaus að byrja í vörn. Vallea keyrðu beint inn og komu sprengjunni fljótt fyrir og afgreiddu vörn Þórs snyrtilega. Í næstu tveimur lotum fór Vallea hægt um kortið í staðlaðri uppstillingu til að skapa sér pláss og ryðjast inn af krafti. Í fjórðu lotu fengu Þórsarar sitt fyrsta stig og réðu Vallea menn lítið við samspilið hjá Peterr og Allee. Þór hitti á góðar tímasetningar til að jafna leikinn og senda Vallea í spar. Stórkostleg handsprengja frá Dabbehhh endaði með þrefaldri fellu og kom Þór yfir. Var Rean þá eini leikmaður Þórs sem ekki hafði náð þrefaldri fellu í sigurlotu hjá Þórsurum. Þá var komið að Vallea að leika vel hver af öðrum og að auki var Minidegreez kominn í gang og Vallea komst aftur yfir, 6–4. Ljóst var að hart yrði barist í þessari viðureign. Vallea megin var Goa7er með flestar fellur en Allee var atkvæðamestur í liði Þórs sem jafnaði um hæl. Undir lok hálfleiksins skiptust liðin á lotum en fjórföld fella Minidegreez skilaði Vallea þeirri síðustu. Vallea fór því inn í síðari hálfleik með eins stigs forskot. Staða í hálfleik: Vallea 8 – 7 Þór Þá var komið að Vallea að verjast en Þórsarar sáu við þeim í skammbyssulotunni og það var lygilegt hvernig Þór hafði betur í næstu lotu með fimm ansi laskaða leikmenn. Það sem hjálpaði Þórsurum var að geta lesið vel í aðgerðir Vallea og finna lausnir á staðnum til að komast í gegnum vörnina. Framan af síðari hálfleik var leikurinn því á valdi Þórsara sem unnu 4 af fyrstu 5 lotunum. Svakaleg redding frá Stalz hleypti Vallea aftur af stað og komust þeir því aftur yfir í þessum leik sem var heldur betur fram og til baka. Leikmenn Vallea sáu við Þórsurum á útisvæðinu sem gerði þeim erfitt um vik við að koma sprengjunni niður. Í stöðunni 13–11 fyrir Vallea tók Þór leikhlé en Vallea hélt uppteknum hætti og kom sér í sigurstöðu 15–11. Sigurinn kom þó ekki strax í kjölfarið heldur fór Þór sem eldur í sinu um kortið og nældi í 2 lotur í viðbót áður en Spike og Narfi lokuðu leiknum fyrir Vallea í 29. lotu. Lokatölur: Vallea 16 – 13 Þór Leikur 2: Vertigo Þórsarar völdu Vertigo kortið og því fékk Vallea að byrja í vörn. Í skammbyssulotunni náði Þór valdi á rampinum strax í upphafi, leikmenn Vallea voru illa búnir og varði Peterrr sprengjuna vel með þrefaldri fellu. Leikmenn Þórs voru iðnir við að opna loturnar í upphafi og fylgja því eftir með góðum samskiptum til að komast í 3–0. Í fjórðu lotu þegar Vallea gat fullvopnast pakkaði Vallea Þór saman án þess að missa mann. Þór kom sprengjunni fyrir í lotunni eftir það og þurfti að hafa mikið fyrir því að verja hana gegn árásum Vallea sem fóru fram og til baka um kortið. Það hafðist með þrefaldri fellu frá Rean. Aftur vantaði Vallea nauðsynlegan búnað til að setja upp beittar aðgerðir á meðan stigin og peningarnir hlóðust upp Þórs megin. Flest öll einvígin féllu með Þórsurum sem léku á als oddi í Vertigo, misstu varla nokkra leikmenn og hleyptu Vallea aldrei í gang. Var leikurinn farinn að minna óþægilega mikið á það þegar liðin mættust í fyrstu umferð Ljósleiðaradeildarinnar og Þór vann 16–3. Undir lokin náði Vallea smá spretti þar sem Spike felldi Dell1 ítrekað á miðjunni og dró þannig úr krafti Þórsaranna. Staða í hálfleik: Vallea 5 – 10 Þór Í síðari hálfleik skiptu liðin um hlutverk en aftur hafði Þór betur í skammbyssulotunni með því að loka miðjunni algjörlega. Stalz kom sprengjunni fyrir einn gegn þremur í lotunni eftir það en þurfti að hörfa undan til að halda vopni og lífi. Eftir afleita byrjun klóraði Vallea sig örlítið aftur inn í leikinn en Þórsarar hleyptu þeim aldrei nærri sér. Í stöðunni 12–8 tóku þeir aftur við sér og komu sér í 15–8. Það var því þung byrði á Minidegreez í lok 24. lotu þegar hann var einn eftir gegn 4 leikmönnum Þórs í sigurstöðu. Hann náði að fella einn andstæðing en var svo tekinn út skömmu síðar af Peterrr sem jafnaði þar með einvígið fyrir Þór. Lokastaða: Vallea 8 – 16 Þór Leikur 3: Mirage Það þurfti því að leika þriðja kortið til að skera úr um hvort liðið færi í úrslit og í þetta skiptið slógust liðin með hnífum upp á hvort þeirra fengi að velja sér hlið. Þar hafði Vallea betur og kaus að byrja í vörn. Þórsarar gerðu sér lítið fyrir, stilltu upp öflugri sókn og unnu fyrstu tvær loturnar. Peterrr var nálægt því að sækja þriðja stigið í þriðju lotu eftir losaralega árás Þórsara en Narfi hafði betur gegn honum. Liðin skiptust á mönnum og lotum eftir það en fljótlega fór Vallea að dragast aftur úr. Þórsarar voru árásargjarnir og svöruðu aðgerðum Vallea vel strax frá upphafi. Það reyndist mikilvægt því Vallea er þekkt fyrir það að ef liðið kemst á skrið er nánast engin leið til að stoppa það. Fjórföld fella frá Allee á prikinu kom Þór í 10–2 og Þórsurum var farið að líða mjög þægilega í þessum síðasta leik kvöldsins. Aftur var því mikill munur á liðunum þegar þau skiptu um hlið, en þá var Allee kominn með 22 fellur en Spike sem var stigahæstur hjá Vallea einungis með 12. Staða í hálfleik: Vallea 4 – 11 Þór Varnarleikur Þórs var engu síðri en sóknarleikurinn. Þór missti ekki mann í skammbyssulotunni, þá fimmtu af sex sem Þór unnu í gærkvöldi. Liðin skiptust á lotum í upphafi hálfleiks en Vallea fann aldrei skothelda lausn á því hvernig þeir ættu að takast á við vörn Þórsara. Þrátt fyrir góð einstaklingsframtök var Þór einfaldlega öflugra liðið og þegar Vallea vann lotur var það bæði tæpt og of lítið, of seint. Þórsarar fóru sér hægt undir lok leiksins og biðu eftir því að fá upplýsingar um stöðu Vallea áður en þeir réðust inn á sprengjusvæðin. Alle rauf 30-múrinn í 23. lotu og líkt og í öðrum leik liðanna var það einungis Minidegreez sem stóð á milli Þórs og sigursins í 24. lotu. Einn gegn fimm átti hann litla möguleika á því að stöðva Þórsara og var það Dabbehhh sem rak smiðshöggið á viðureignina og kom Þórsurum í úrslit. Lokastaða: Vallea 8 – 16 Þór Það verða því efstu tvö liðin í Ljósleiðaradeildinni, Dusty og Þór sem leika til úrslita á Stórmeistaramótinu í kvöld. Leikurinn fer fram klukkan 20:15 í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Áfram hélt Stórmeistaramótið í CS:GO þegar Þór og Vallea mættust í Arena. Á Stórmeistaramótinu eru leiknir þrír leikir í hverri viðureign og það lið sem vinnur tvo leiki fer áfram. Ten5ion fór langt með Vallea í tveimur leikjum í 8-liða úrslitaúrslitunum, en þegar Vallea menn komust í gang var ekkert sem gar stöðvað þá og fór einvígið 2–0 fyrir Vallea. Þórsarar slógu XY út með tveimur 16–11 sigrum, annars vegar í Inferno og hins vegar í Overpass. Þór endaði ofar á töflunni en Vallea í Ljósleiðaradeildinni en Vallea vann aftur á móti tvo af þremur leikjum liðanna á tímabilinu. Liðin Lið Vallea skipuðu Narfi, Goa7er, Spike, Minidegreez og Stalz, hópurinn sem lék meirihluta tímabilsins í Ljósleiðaradeildinni. Lið Þórs skipuðu Peterr, Rean, Allee, Dell1 og Dabbehhh og en Stórmeistaramótið markar endurkomu Dell1 í liðið en hann kom inn í stað Zolo sem hafði staðið sig gríðarlega vel undir lok tímabilsins. Kortaval Liðin skiptust á að velja og hafna kortum og fór kortavalið þannig fram: Vallea bannaði Overpass Þór bannaði Inferno Vallea valdi Nuke Þór valdi Vertigo Vallea bannaði Ancient Þór bannaði Dust 2 Úrslitakort: Mirage Það var klókt hjá Vallea að velja Nuke kortið því Þórsarar eru ekki þekktir sem Nuke-lið en Vallea lék 10 leiki í kortinu á síðasta tímabili. Kortin sem Þór valdi eru bæði kort sem liðin spiluðu í Ljósleiðaradeildinni en Þór valtaði yfir Vallea í Vertigo, en laut svo í lægra haldi í Mirage. Leikur 1: Nuke Vallea valdi þetta mest spilaða kort á Íslandi þessa dagana og því fékk Þór að velja hlið. Þór kaus að byrja í vörn. Vallea keyrðu beint inn og komu sprengjunni fljótt fyrir og afgreiddu vörn Þórs snyrtilega. Í næstu tveimur lotum fór Vallea hægt um kortið í staðlaðri uppstillingu til að skapa sér pláss og ryðjast inn af krafti. Í fjórðu lotu fengu Þórsarar sitt fyrsta stig og réðu Vallea menn lítið við samspilið hjá Peterr og Allee. Þór hitti á góðar tímasetningar til að jafna leikinn og senda Vallea í spar. Stórkostleg handsprengja frá Dabbehhh endaði með þrefaldri fellu og kom Þór yfir. Var Rean þá eini leikmaður Þórs sem ekki hafði náð þrefaldri fellu í sigurlotu hjá Þórsurum. Þá var komið að Vallea að leika vel hver af öðrum og að auki var Minidegreez kominn í gang og Vallea komst aftur yfir, 6–4. Ljóst var að hart yrði barist í þessari viðureign. Vallea megin var Goa7er með flestar fellur en Allee var atkvæðamestur í liði Þórs sem jafnaði um hæl. Undir lok hálfleiksins skiptust liðin á lotum en fjórföld fella Minidegreez skilaði Vallea þeirri síðustu. Vallea fór því inn í síðari hálfleik með eins stigs forskot. Staða í hálfleik: Vallea 8 – 7 Þór Þá var komið að Vallea að verjast en Þórsarar sáu við þeim í skammbyssulotunni og það var lygilegt hvernig Þór hafði betur í næstu lotu með fimm ansi laskaða leikmenn. Það sem hjálpaði Þórsurum var að geta lesið vel í aðgerðir Vallea og finna lausnir á staðnum til að komast í gegnum vörnina. Framan af síðari hálfleik var leikurinn því á valdi Þórsara sem unnu 4 af fyrstu 5 lotunum. Svakaleg redding frá Stalz hleypti Vallea aftur af stað og komust þeir því aftur yfir í þessum leik sem var heldur betur fram og til baka. Leikmenn Vallea sáu við Þórsurum á útisvæðinu sem gerði þeim erfitt um vik við að koma sprengjunni niður. Í stöðunni 13–11 fyrir Vallea tók Þór leikhlé en Vallea hélt uppteknum hætti og kom sér í sigurstöðu 15–11. Sigurinn kom þó ekki strax í kjölfarið heldur fór Þór sem eldur í sinu um kortið og nældi í 2 lotur í viðbót áður en Spike og Narfi lokuðu leiknum fyrir Vallea í 29. lotu. Lokatölur: Vallea 16 – 13 Þór Leikur 2: Vertigo Þórsarar völdu Vertigo kortið og því fékk Vallea að byrja í vörn. Í skammbyssulotunni náði Þór valdi á rampinum strax í upphafi, leikmenn Vallea voru illa búnir og varði Peterrr sprengjuna vel með þrefaldri fellu. Leikmenn Þórs voru iðnir við að opna loturnar í upphafi og fylgja því eftir með góðum samskiptum til að komast í 3–0. Í fjórðu lotu þegar Vallea gat fullvopnast pakkaði Vallea Þór saman án þess að missa mann. Þór kom sprengjunni fyrir í lotunni eftir það og þurfti að hafa mikið fyrir því að verja hana gegn árásum Vallea sem fóru fram og til baka um kortið. Það hafðist með þrefaldri fellu frá Rean. Aftur vantaði Vallea nauðsynlegan búnað til að setja upp beittar aðgerðir á meðan stigin og peningarnir hlóðust upp Þórs megin. Flest öll einvígin féllu með Þórsurum sem léku á als oddi í Vertigo, misstu varla nokkra leikmenn og hleyptu Vallea aldrei í gang. Var leikurinn farinn að minna óþægilega mikið á það þegar liðin mættust í fyrstu umferð Ljósleiðaradeildarinnar og Þór vann 16–3. Undir lokin náði Vallea smá spretti þar sem Spike felldi Dell1 ítrekað á miðjunni og dró þannig úr krafti Þórsaranna. Staða í hálfleik: Vallea 5 – 10 Þór Í síðari hálfleik skiptu liðin um hlutverk en aftur hafði Þór betur í skammbyssulotunni með því að loka miðjunni algjörlega. Stalz kom sprengjunni fyrir einn gegn þremur í lotunni eftir það en þurfti að hörfa undan til að halda vopni og lífi. Eftir afleita byrjun klóraði Vallea sig örlítið aftur inn í leikinn en Þórsarar hleyptu þeim aldrei nærri sér. Í stöðunni 12–8 tóku þeir aftur við sér og komu sér í 15–8. Það var því þung byrði á Minidegreez í lok 24. lotu þegar hann var einn eftir gegn 4 leikmönnum Þórs í sigurstöðu. Hann náði að fella einn andstæðing en var svo tekinn út skömmu síðar af Peterrr sem jafnaði þar með einvígið fyrir Þór. Lokastaða: Vallea 8 – 16 Þór Leikur 3: Mirage Það þurfti því að leika þriðja kortið til að skera úr um hvort liðið færi í úrslit og í þetta skiptið slógust liðin með hnífum upp á hvort þeirra fengi að velja sér hlið. Þar hafði Vallea betur og kaus að byrja í vörn. Þórsarar gerðu sér lítið fyrir, stilltu upp öflugri sókn og unnu fyrstu tvær loturnar. Peterrr var nálægt því að sækja þriðja stigið í þriðju lotu eftir losaralega árás Þórsara en Narfi hafði betur gegn honum. Liðin skiptust á mönnum og lotum eftir það en fljótlega fór Vallea að dragast aftur úr. Þórsarar voru árásargjarnir og svöruðu aðgerðum Vallea vel strax frá upphafi. Það reyndist mikilvægt því Vallea er þekkt fyrir það að ef liðið kemst á skrið er nánast engin leið til að stoppa það. Fjórföld fella frá Allee á prikinu kom Þór í 10–2 og Þórsurum var farið að líða mjög þægilega í þessum síðasta leik kvöldsins. Aftur var því mikill munur á liðunum þegar þau skiptu um hlið, en þá var Allee kominn með 22 fellur en Spike sem var stigahæstur hjá Vallea einungis með 12. Staða í hálfleik: Vallea 4 – 11 Þór Varnarleikur Þórs var engu síðri en sóknarleikurinn. Þór missti ekki mann í skammbyssulotunni, þá fimmtu af sex sem Þór unnu í gærkvöldi. Liðin skiptust á lotum í upphafi hálfleiks en Vallea fann aldrei skothelda lausn á því hvernig þeir ættu að takast á við vörn Þórsara. Þrátt fyrir góð einstaklingsframtök var Þór einfaldlega öflugra liðið og þegar Vallea vann lotur var það bæði tæpt og of lítið, of seint. Þórsarar fóru sér hægt undir lok leiksins og biðu eftir því að fá upplýsingar um stöðu Vallea áður en þeir réðust inn á sprengjusvæðin. Alle rauf 30-múrinn í 23. lotu og líkt og í öðrum leik liðanna var það einungis Minidegreez sem stóð á milli Þórs og sigursins í 24. lotu. Einn gegn fimm átti hann litla möguleika á því að stöðva Þórsara og var það Dabbehhh sem rak smiðshöggið á viðureignina og kom Þórsurum í úrslit. Lokastaða: Vallea 8 – 16 Þór Það verða því efstu tvö liðin í Ljósleiðaradeildinni, Dusty og Þór sem leika til úrslita á Stórmeistaramótinu í kvöld. Leikurinn fer fram klukkan 20:15 í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti