Enski boltinn

Á­fram­haldandi breytingar hjá Man Utd: Sá sem sá um samningana horfinn á braut

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ed Woodward (fyrir framan) og Matt Judge (fyrir aftan).
Ed Woodward (fyrir framan) og Matt Judge (fyrir aftan). Manchester United

Það mun margt breytast hjá Manchester United í sumar, bæði innan vallar sem utan. Matt Judge hefur sagt starfi sínu lausu en hann hefur séð um að semja um kaupverð og launakjör leikmanna frá árinu 2014.

Judge fylgir þar með Ed Woodward, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, ásamt þeim Jim Lawlor og Marcel Bout út um dyrnar. Tveir síðarnefndu voru aðalnjósnarar félagsins en ljóst er að Erik Ten Hag, nýráðnum þjálfara liðsins, þykir ekki mikið til þeirra koma.

The Athletic greinir frá brotthvarfi Judge. Þar segir að hann hafi sagt starfi sínu lausu og hann hafi í raun verið að íhuga stöðu sína innan félagsins síðan Woodward ákvað að kalla þetta gott og hætt asem framkvæmdastjóri.

Louis van Gaal, fyrrverandi þjálfari liðsins, kallaði Judge „hægri hönd“ Woodward á sínum tíma. Komu þeir saman til félagsins árið 2012 frá bankanum JP Morgan. 

Judge aðstoðaði Woodward við að semja um kaupverð leikmanna og sá í kjölfarið um samninga leikmanna sem félagið vildi fá í sínar raðir. Judge fékk mikla gagnrýni fyrir margt sem hann gerði hjá Man Utd. Þar má til að mynda nefna ofursamning Alexis Sanchés og að gefa Phil Jones nýjan samning þrátt fyrir að miðvörðurinn hafði varla spilað leik vegna meiðsla í fleiri ár.

Tíminn mun leiða í ljós hvort um jákvæðar breytingar sé að ræða en flest stuðningsfólk Man United fagnar því eflaust að losna við menn af skrifstofunni sem hafa ekkert gert nema eyða fúlgum fjár í miðlungs leikmenn undanfarin ár.


Tengdar fréttir

Rangnick reynir að tala upp Man. United: Enn þá spennandi félag

Ralf Rangnick, fráfarandi knattspyrnustjóri Manchester United, mun starfa áfram hjá félaginu þó að það komi inn nýr knattspyrnustjóri. Það hefur lítið gengið í stuttri stjóratíð Rangnick á Old Trafford en hann reynir að tala liðið upp í nýju viðtali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×