Helstu vandamál nýrra eigenda Chelsea: Stækka þarf Brúna og fíllinn í stofunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2022 11:31 Thomas Tuchel og Romelu Lukaku á góðri stundu. EPA-EFE/Neil Hall Það styttist í að nýir eigendur enska fótboltafélagsins Chelsea verði kynntir. Þeirra bíða nokkur vandamál sem þarf að leysa sem fyrst. Eins og hefur verið greint frá er Roman Abramovich, rússnesku auðjöfurinn, að selja Chelsea. Ástæðurnar hafa ekki verið gefnar út en telja má að innrás Rússlands í Úkraínu spili þar stóran þátt og vinskapur Abramovich og Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Nokkur tilboð hafa borist í Chelsea en Roman vill alltaf hærri og hærri upphæð. Hvort einhver borgi uppsett verð er ekki víst en eftir að punga út rúmlega fjórum milljörðum punda þarf nýr eigandi eflaust að setja töluvert fjármagn inn í félagið. The Todd Boehly-led consortium has been selected as the preferred bidder to buy Chelsea despite a dramatic late move by Sir Jim Ratcliffe to hijack the process with a £4.25 billion offer, The Times understands https://t.co/Zwp2XtAD3B— Times Sport (@TimesSport) April 29, 2022 Á vef The Guardian er farið yfir hvað mun að öllum líkindum breytast með nýjum eigendum. Til að mynda eyddi Abramovich óheyrilegum upphæðum til þess að gera félagið að einu stærsta félagi Evrópu. Talið er að það séu litlar líkur á að nýir eigendur muni lána félaginu rúmlega einn og hálfan milljarð af eigin fé til að halda í við önnur topplið álfunnar. Stefnt verður að því að félagið geti staðið undir sér og því verður ekki eytt 200 milljónum punda eytt í nýja leikmenn hvert sumar. Talið er að Thomas Tuchel fái starfsfrið til að þróa liðið enn frekar en Roman var duglegur að reka þjálfara ef hann var ósáttur. Sem hann var nokkuð oft. Þá er reiknað með því að Marina Granovskaia og Petr Cech haldi áfram í sínum hlutverkum. Who are Chelsea s prospective new owners and what issues do they face?By @JacobSteinberg https://t.co/3DkjufT3YI— Guardian sport (@guardian_sport) April 30, 2022 Þarf að stækka Brúnna? Heimavöllur Chelsea – Stamford Bridge, eða Brúin – tekur 42 þúsund manns sem stendur. Er það minni fjöldi en heimavellir Arsenal, Tottenham Hotspur og West Ham United geta tekið á móti. Ekki er talið líklegt að félagið færi sig um set og byggi nýjan völl frá grunni en að öllum líkindum verður reynt að stækka hverja stúku fyrir sig á næstu misserum. Verður þetta gert til að fá inn meiri tekjur á leikdegi. Fylla þarf holurnar í vörninni Helstu vandamál Tuchel fyrir næsta tímabil verður að fylla skörðin sem höggvin verða í varnarlínu liðsins. Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger ku nú þegar hafa samið við Real Madríd en samningur hans rennur út í sumar. Danski miðvörðurinn Andreas Christensen er einnig samningslaus í sumar og virðist hann vera á leið til Barcelona. Antonio Rüdiger (lengst til hægri) er á förum frá Chelsea.Twitter/@Carabao_Cup Þá er talið að Spánverjinn fjölhæfi César Azpilicueta sé einnig að íhuga að færa sig um set þó svo að Chelsea hafi virkjað ákvæði í samningi hans sem þýðir að hann verður ekki samningslaus fyrr en sumarið 2023. Brasilíski miðvörðurinn Thiago Silva er ekkert að yngjast en ef hinir þrír yfirgefa félagið munu valkostir Tuchel vera téður Silva, Malang Sarr og Trevoh Chalobah. Guardian bendir á að Chelsea þurfi að hefja samningaviðræður sem fyrst við Mason Mount en núverandi samningur hans rennur út 2024. Miðjumennirnir N´Golo Kanté og Jorginho renna báðir út á samning næsta sumar og því þarf að ákveða fljótt hvort eigi að selja þá eða framlengja samninga þeirra. Að lokum þarf að taka ákvörðun varðandi fílinn í stofunni. Fyrir tímabilið var Romelu Lukaku keyptur á 97.5 milljón punda en hann hefur verið langt frá sínu besta. Hann virðist engan veginn passa inn í leikstíl Tuchel og því þurfa nýir eigendur að taka ákvörðun strax hvort selja eigi Lukaku eða gefa honum annað tímabil. Romelu Lukaku hefur lítið getað í vetur.Alex Pantling/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira
Eins og hefur verið greint frá er Roman Abramovich, rússnesku auðjöfurinn, að selja Chelsea. Ástæðurnar hafa ekki verið gefnar út en telja má að innrás Rússlands í Úkraínu spili þar stóran þátt og vinskapur Abramovich og Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Nokkur tilboð hafa borist í Chelsea en Roman vill alltaf hærri og hærri upphæð. Hvort einhver borgi uppsett verð er ekki víst en eftir að punga út rúmlega fjórum milljörðum punda þarf nýr eigandi eflaust að setja töluvert fjármagn inn í félagið. The Todd Boehly-led consortium has been selected as the preferred bidder to buy Chelsea despite a dramatic late move by Sir Jim Ratcliffe to hijack the process with a £4.25 billion offer, The Times understands https://t.co/Zwp2XtAD3B— Times Sport (@TimesSport) April 29, 2022 Á vef The Guardian er farið yfir hvað mun að öllum líkindum breytast með nýjum eigendum. Til að mynda eyddi Abramovich óheyrilegum upphæðum til þess að gera félagið að einu stærsta félagi Evrópu. Talið er að það séu litlar líkur á að nýir eigendur muni lána félaginu rúmlega einn og hálfan milljarð af eigin fé til að halda í við önnur topplið álfunnar. Stefnt verður að því að félagið geti staðið undir sér og því verður ekki eytt 200 milljónum punda eytt í nýja leikmenn hvert sumar. Talið er að Thomas Tuchel fái starfsfrið til að þróa liðið enn frekar en Roman var duglegur að reka þjálfara ef hann var ósáttur. Sem hann var nokkuð oft. Þá er reiknað með því að Marina Granovskaia og Petr Cech haldi áfram í sínum hlutverkum. Who are Chelsea s prospective new owners and what issues do they face?By @JacobSteinberg https://t.co/3DkjufT3YI— Guardian sport (@guardian_sport) April 30, 2022 Þarf að stækka Brúnna? Heimavöllur Chelsea – Stamford Bridge, eða Brúin – tekur 42 þúsund manns sem stendur. Er það minni fjöldi en heimavellir Arsenal, Tottenham Hotspur og West Ham United geta tekið á móti. Ekki er talið líklegt að félagið færi sig um set og byggi nýjan völl frá grunni en að öllum líkindum verður reynt að stækka hverja stúku fyrir sig á næstu misserum. Verður þetta gert til að fá inn meiri tekjur á leikdegi. Fylla þarf holurnar í vörninni Helstu vandamál Tuchel fyrir næsta tímabil verður að fylla skörðin sem höggvin verða í varnarlínu liðsins. Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger ku nú þegar hafa samið við Real Madríd en samningur hans rennur út í sumar. Danski miðvörðurinn Andreas Christensen er einnig samningslaus í sumar og virðist hann vera á leið til Barcelona. Antonio Rüdiger (lengst til hægri) er á förum frá Chelsea.Twitter/@Carabao_Cup Þá er talið að Spánverjinn fjölhæfi César Azpilicueta sé einnig að íhuga að færa sig um set þó svo að Chelsea hafi virkjað ákvæði í samningi hans sem þýðir að hann verður ekki samningslaus fyrr en sumarið 2023. Brasilíski miðvörðurinn Thiago Silva er ekkert að yngjast en ef hinir þrír yfirgefa félagið munu valkostir Tuchel vera téður Silva, Malang Sarr og Trevoh Chalobah. Guardian bendir á að Chelsea þurfi að hefja samningaviðræður sem fyrst við Mason Mount en núverandi samningur hans rennur út 2024. Miðjumennirnir N´Golo Kanté og Jorginho renna báðir út á samning næsta sumar og því þarf að ákveða fljótt hvort eigi að selja þá eða framlengja samninga þeirra. Að lokum þarf að taka ákvörðun varðandi fílinn í stofunni. Fyrir tímabilið var Romelu Lukaku keyptur á 97.5 milljón punda en hann hefur verið langt frá sínu besta. Hann virðist engan veginn passa inn í leikstíl Tuchel og því þurfa nýir eigendur að taka ákvörðun strax hvort selja eigi Lukaku eða gefa honum annað tímabil. Romelu Lukaku hefur lítið getað í vetur.Alex Pantling/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira