Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu.
Hver ert þú í þínum eigin orðum?
Er yfirkokkur á Óx þar sem ég eyði mestmegnis af mínum tíma, er að vestan frá Súðavík en líka með ættir að rekja til Haiti.
Ég er metnaðarfullur með stóra drauma og með því að vinna hægt og rólega næ ég sem flestum af þeim.
Að verða kokkur ársins var fyrsta markmiðið mitt eftir að ég byrjaði í kokkinum.
Hvað veitir þér innblástur?
Að fylgjast með árangri annarra, sem ýtir mér áfram í að vilja ná árangri sjálfur.
Líka að ferðast og smakka nýja hluti og svo teymið mitt á Óx.
Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu?
Fara í sveitina, slökkva á símanum og njóta einföldu hlutanna.
Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi?
Ég vakna og hreyfi mig, fer heim og slaka aðeins á áður en ég fer upp í vinnu að undirbúa fyrir kvöldið til að taka á móti 11 gestum á Óxinu.
Svo fer ég beint heim í kúrið með kærustunni.
Uppáhalds lag og af hverju?
All time fave er No One með Aliciu Keys.
Ég hef elskað að syngja það síðan ég var krakki en er ennþá að bíða eftir að einhver elski að hlusta á mig syngja það
Uppáhalds matur og af hverju?
Bjúgur, kartöflur og uppstúf - allt kramið saman. Mömmu maturinn hittir „the right feels“.
Besta ráð sem þú hefur fengið?
Að dagurinn mun á endanum klárast. Hef oft þurft að hugsa til þess á rainy dögum í vinnunni, haha.
Hvað er það skemmtilegasta við lífið?
Að wine and dine með einhverjum sem maður elskar.