Tryggðu toppsætið og brutu 100 marka múrinn með stórsigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2022 18:15 Fulham raðaði inn mörkum. Clive Rose/Getty Images Fulham tryggði sér endanlega sigur í ensku B-deildinni með öruggum 7-0 sigri á Luton Town í kvöld. Nokkuð er síðan liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik en nú er toppsætið loks öruggt. Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu og virtust gestirnir of uppteknir við að safna gulum spjöldum til að átta sig á að það væri verið að raða inn mörkum gegn þeim. Skoski miðjumaðurinn Tom Cairney kom Fulham á bragðið eftir hálftíma leik og Kenny Tete sá til þess að staðan var 2-0 í hálfleik. Ef gestirnir héldu að þeir ættu einhverja möguleika var slökkt á þeim snemma í síðari hálfleik og þar hélt mörkunum áfram að rigna inn. Fabio Carvalho skoraði þriðja mark Fulham á 54. mínútu, serbneski markakóngurinn Aleksandar Mitrović skoraði fjórða markið á 62. mínútu og Bobby Reid það fimmta aðeins tveimur mínútum síðar. Þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Jean Michael Seri svo sjötta mark heimamanna og Mitrović bætti sjöunda markinu við áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 7-0 í hreint út sagt ótrúlegum leik, er þetta þriðji 7-0 sigur Fulham á leiktíðinni. Gestirnir í Luton Town unnu þó spjaldaleikinn, lokatölur í gulum spjöldum 2-6. Fulham hefur nú tryggt toppsæti Championship-deildarinnar en liðið er með 90 stig þegar ein umferð er eftir. Þá braut liðið 100 marka múrinn með markaveislu kvöldsins en Fulham hefur skorað alls 106 deildarmörk á leiktíðinni - þar af hefur Mitrović skorað 43 stykki. Markamet deildarinnar er 108 mörk og ekki ólíklegt að Fulham slái það í lokaumferðinni. . Doing it the Fulham way. #FULLUT pic.twitter.com/Swffrgbqog— Fulham Football Club: Promoted (@FulhamFC) May 2, 2022 Luton Town er hins vegar enn í harðri barátt um umspilssæti en liðið er í 6. sæti með 72 stig líkt og Sheffield United sem er sæti ofar. Middlesbrough er svo þar fyrir neðan með 70. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu og virtust gestirnir of uppteknir við að safna gulum spjöldum til að átta sig á að það væri verið að raða inn mörkum gegn þeim. Skoski miðjumaðurinn Tom Cairney kom Fulham á bragðið eftir hálftíma leik og Kenny Tete sá til þess að staðan var 2-0 í hálfleik. Ef gestirnir héldu að þeir ættu einhverja möguleika var slökkt á þeim snemma í síðari hálfleik og þar hélt mörkunum áfram að rigna inn. Fabio Carvalho skoraði þriðja mark Fulham á 54. mínútu, serbneski markakóngurinn Aleksandar Mitrović skoraði fjórða markið á 62. mínútu og Bobby Reid það fimmta aðeins tveimur mínútum síðar. Þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Jean Michael Seri svo sjötta mark heimamanna og Mitrović bætti sjöunda markinu við áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 7-0 í hreint út sagt ótrúlegum leik, er þetta þriðji 7-0 sigur Fulham á leiktíðinni. Gestirnir í Luton Town unnu þó spjaldaleikinn, lokatölur í gulum spjöldum 2-6. Fulham hefur nú tryggt toppsæti Championship-deildarinnar en liðið er með 90 stig þegar ein umferð er eftir. Þá braut liðið 100 marka múrinn með markaveislu kvöldsins en Fulham hefur skorað alls 106 deildarmörk á leiktíðinni - þar af hefur Mitrović skorað 43 stykki. Markamet deildarinnar er 108 mörk og ekki ólíklegt að Fulham slái það í lokaumferðinni. . Doing it the Fulham way. #FULLUT pic.twitter.com/Swffrgbqog— Fulham Football Club: Promoted (@FulhamFC) May 2, 2022 Luton Town er hins vegar enn í harðri barátt um umspilssæti en liðið er í 6. sæti með 72 stig líkt og Sheffield United sem er sæti ofar. Middlesbrough er svo þar fyrir neðan með 70. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira