Aldrei of seint að hafa lagið í Berdreymi Elísabet Hanna skrifar 6. maí 2022 14:30 Þórunni fannst skemmtilegt að heyra lagið Too Late í myndinni Berdreymi. Vísir/Vilhelm - Aðsend Nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Berdreymi inniheldur lag Þórunnar Antoníu Too Late. Lagið kom út fyrir tíu árum en það hefur rokið upp í spilunum eftir að myndin kom út. Hún tengir lagið við vináttu strákanna í myndinni og skilaboðin um að það sé aldrei of seint fyrir ástina. Þórunn segir það hafa verið ótrúlega skemmtilegt að heyra lagið Too Late, sem er lag eftir hana sjálfa, Berndsen og Hermigervil af plötunni Starcrossed í myndinni Berdreymi og nú í nýrri stiklu fyrir myndina en tíu ár eru liðin síðan það kom út. „Ég ætla ekki að segja of mikið frá atriðinu en myndin tók mig algjörlega til baka í mína æsku, minn hugarheim þegar ég var unglingur. Ég komst svona í kast við hérna lögin og foreldra mína og allskonar þegar ég var krakki og var svolítið að strjúka af heiman og var send á unglingaheimili og alls konar,“ segir Þórunn Antonía. Klippa: Berdreymi - sýnishorn 2 Margt sem liggur að baki „Maður hefur lært svo mikið í gegnum tíðina að það er svo oft að lítil börn sem haga sér þannig eru að kalla á hjálp afþví það er ekki allt í lagi heima við eða þau hafa lent í einhverskonar trauma þannig að hegðun unglinga er oft, já, mjög áhugaverð,“ bætir hún við. Þetta er bara svo geggjaður tími. Að hafa allar þessar stóru tilfinningar og kunna ekkert á þær. Ég var ótrúlega stolt að sjá lagið mitt í myndinni og sérstaklega í þessari senu af því að lagið snýst um að það er aldrei of seint fyrir ástina.“ View this post on Instagram A post shared by Thorunn Antonia Magnusdottir (@thorunnantonia) Afi innblásturinn að textanum Þórunn segir afa sinn hafa verið kveikjan að textanum en eftir að hann missti konuna sína, ömmu Þórunnar, leið nokkur tími þar sem hann syrgdi mikið. Einn daginn hringdi þó síminn og þá var það æskuástin á hinum endanum og þau náðu aftur saman. Það opnaði augu Þórunnar fyrir því að ástin hefur ekkert aldurstakmark. Unglingaástin er líka alltaf sterkust og mögnuðust sko, því þá eru þessar tilfinningar svo ófilteraðar Þórunn tengdi mikið við myndina í heild sinni og þá sérstaklega karakter Anítu Briem og hennar uppeldisleiðir. Hér að neðan er hægt að nálgast lagalista myndarinnar Berdreymi í heild sinni: Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir „Þá fór ég svo djúpt inn í karakterinn að ég hætti bara ekki að gráta“ Birgir Dagur Bjarkason og Viktor Benóný Benedikstsson fara með tvö af aðalhlutverkunum í myndinni Berdreymi sem fumsýnd var um helgina. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og vann meðal annars verðlaun í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. 27. apríl 2022 07:00 Berdreymi verðlaunuð á Berlinale og verður sýnd í 44 löndum Samtök evrópska kvikmyndahúsa, Europa Cinemas, hafa valið íslensku kvikmyndina Berdreymi sem bestu evrópsku kvikmyndina í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. 17. febrúar 2022 11:54 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þórunn segir það hafa verið ótrúlega skemmtilegt að heyra lagið Too Late, sem er lag eftir hana sjálfa, Berndsen og Hermigervil af plötunni Starcrossed í myndinni Berdreymi og nú í nýrri stiklu fyrir myndina en tíu ár eru liðin síðan það kom út. „Ég ætla ekki að segja of mikið frá atriðinu en myndin tók mig algjörlega til baka í mína æsku, minn hugarheim þegar ég var unglingur. Ég komst svona í kast við hérna lögin og foreldra mína og allskonar þegar ég var krakki og var svolítið að strjúka af heiman og var send á unglingaheimili og alls konar,“ segir Þórunn Antonía. Klippa: Berdreymi - sýnishorn 2 Margt sem liggur að baki „Maður hefur lært svo mikið í gegnum tíðina að það er svo oft að lítil börn sem haga sér þannig eru að kalla á hjálp afþví það er ekki allt í lagi heima við eða þau hafa lent í einhverskonar trauma þannig að hegðun unglinga er oft, já, mjög áhugaverð,“ bætir hún við. Þetta er bara svo geggjaður tími. Að hafa allar þessar stóru tilfinningar og kunna ekkert á þær. Ég var ótrúlega stolt að sjá lagið mitt í myndinni og sérstaklega í þessari senu af því að lagið snýst um að það er aldrei of seint fyrir ástina.“ View this post on Instagram A post shared by Thorunn Antonia Magnusdottir (@thorunnantonia) Afi innblásturinn að textanum Þórunn segir afa sinn hafa verið kveikjan að textanum en eftir að hann missti konuna sína, ömmu Þórunnar, leið nokkur tími þar sem hann syrgdi mikið. Einn daginn hringdi þó síminn og þá var það æskuástin á hinum endanum og þau náðu aftur saman. Það opnaði augu Þórunnar fyrir því að ástin hefur ekkert aldurstakmark. Unglingaástin er líka alltaf sterkust og mögnuðust sko, því þá eru þessar tilfinningar svo ófilteraðar Þórunn tengdi mikið við myndina í heild sinni og þá sérstaklega karakter Anítu Briem og hennar uppeldisleiðir. Hér að neðan er hægt að nálgast lagalista myndarinnar Berdreymi í heild sinni:
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir „Þá fór ég svo djúpt inn í karakterinn að ég hætti bara ekki að gráta“ Birgir Dagur Bjarkason og Viktor Benóný Benedikstsson fara með tvö af aðalhlutverkunum í myndinni Berdreymi sem fumsýnd var um helgina. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og vann meðal annars verðlaun í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. 27. apríl 2022 07:00 Berdreymi verðlaunuð á Berlinale og verður sýnd í 44 löndum Samtök evrópska kvikmyndahúsa, Europa Cinemas, hafa valið íslensku kvikmyndina Berdreymi sem bestu evrópsku kvikmyndina í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. 17. febrúar 2022 11:54 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Þá fór ég svo djúpt inn í karakterinn að ég hætti bara ekki að gráta“ Birgir Dagur Bjarkason og Viktor Benóný Benedikstsson fara með tvö af aðalhlutverkunum í myndinni Berdreymi sem fumsýnd var um helgina. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og vann meðal annars verðlaun í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. 27. apríl 2022 07:00
Berdreymi verðlaunuð á Berlinale og verður sýnd í 44 löndum Samtök evrópska kvikmyndahúsa, Europa Cinemas, hafa valið íslensku kvikmyndina Berdreymi sem bestu evrópsku kvikmyndina í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. 17. febrúar 2022 11:54