Lífið

Lewis Capaldi mætir til Íslands í ágúst

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lewis Capaldi verður í Laugardalshöll þann 23. ágúst. Miðasala hefst 12. maí.
Lewis Capaldi verður í Laugardalshöll þann 23. ágúst. Miðasala hefst 12. maí.

Lewis Capaldi heldur tónleika í Laugardalshöll þann 23. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík Live.

Lewis þarf varla að kynna fyrir neinum tónlistarunnanda enda naut fyrsta plata hans, Divinely Uninspired to a Hellish Extent, gríðarlegra vinsælda og var mest selda platan í Bretlandi bæði árið 2019 og 2020. Það er árangur sem enginn listamaður hefur náð í sögunni, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavík Live.

Þá hafa lög eins og Somebody you Loved, Before You Go og Bruises notið mikilla vinsælda hér á Íslandi sem og annarsstaðar. Lewis stefnir að því að gefa út nýja plötu í sumar og mun því að öllum líkindum flytja nýtt efni í Laugardalshöllinni í ágúst.

Það er heldur enginn aukvisi sem mun sjá um að hita upp fyrir Lewis– því Bríet mun sjá um að koma öllum í gott skap áður en Lewis sjálfur stígur á svið.

Lewis Capaldi setti met þegar uppselt varð á fyrsta tónleikatúrinn á nokkrum sekúndum áður en hann gaf út fyrstu plötuna sína og þá hefur enginn tónlistarmaður í sögunni verið jafn lengi á listanum yfir mest seldu plöturnar í Bretlandi. Lagið Somebody You Loved er jafnframt það lag sem lengst hefur verið á topp 10 listanum yfir mest seldu lögin í Bretlandi.

Miðasala hefst á Reykjaviklive.is klukkan 12 þann 12. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.